Fleiri fréttir

Birgir Jónsson ráðinn forstjóri Iceland Express

Birgir Jónsson hefur verið ráðinn forstjóri Iceland Express eftir að samkomulag var gert milli félagsins og Matthíasar Imsland um starfslok hans hjá félaginu samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

Segir Grikki gerða að blórabögglum

Gríski fjármálaráðherrann Evangelos Venizelos fundar síðar í dag með fulltrúum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en hann er harðorður í garð stofnananna í fjölmiðlum í dag og segir að verið sé að nota Grikki sem blóraböggul og að harðari aðgerðir gegn þeim miði einungis að því að fela lélegan árangur forsvarsmanna þeirra í að takast á við krísuna.

Samningur upp á 30 þúsund bækur

Bókaútgáfan Crymogea hefur gert samning við National Geographic Deutschland um framleiðslu á röð ferðabóka um Norðurlönd. Bókaröðin heitir 22 places you absolutely must see.

Sala á nautakjöti aukist um tæplega 21 prósent

Sala á nautakjöti í ágúst síðastliðnum var 20,6 prósent meiri en á sama tíma í fyrra en þetta kemur fram í nýjum framleiðslu- og sölutölum sem Bændasamtökin hafa látið taka saman.

Salan á Iceland: Óróinn á mörkuðum gæti sett strik í reikninginn

Ráðgert er að hefja formlegt söluferli á hlutum skilanefnda Landsbankans og Glitnis í Iceland keðjunni í næstu viku þegar mögulegir kaupendur fá send gögn með ítarlegum upplýsingum um málið. Í blaðinu Sunday Times er því þó haldið fram að salan gæti tafist vegna óróans á fjármálamörkuðum en blaðið segir, án þess að geta heimilda, að stórbankarnir Bank of America, Merrill Lynch og UBS, sem hafa verið íslensku bönkunum til ráðgjafar, geti ekki tryggt hugsanlegum kaupendum lánsfé.

Gríska ríkisstjórnin á neyðarfundi

Gríska ríkisstjórnin kom í morgun saman á neyðarfundi en ótti manna um að ríkið verði gjaldþrota fer nú vaxandi með hverjum deginum sem líður. George Papandreu aflýsti í gær ferð sem hann ætlaði að fara til Bandaríkjanna til þess að vera viðstaddur aðalþing Sameinuðu Þjóðanna og fund hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Neyðarfundurinn snerist um nýjar niðurskurðartillögur sem miða að því að tryggja Grikkjum frekari lánveitingar en gríska dagblaðið To Vima fullyrðir að lánadrottnar landsins hafi sett ný skilyrði fyrir frekari lánum, meðal annars, að segja þurfi upp 20 þúsund ríkisstarfsmönnum. Leiðtogar á evrusvæðinu munu ákveða í Október hvort Grikkjum verði veitt frekari lánafyrirgreiðsla.

Jarðvarmaklasinn vekur athygli ytra

Fyrirsjáanlegt er að starfsfólk skorti í ýmsum greinum jarðvarmanýtingar á næstu árum. Horft er fram á að nýtingin fari úr 4.500 gígavattstundum nú í tólf þúsund á næstu fimmtán árum. Af þessum sökum verður að leita leiða til að efla nýliðun í greinum sem tengjast jarðvarmanýtingu og auka áhuga ungs fólks á tæknigreinum allt upp í háskóla.

Hátekjuskattar bandaríkjaforseta í bígerð

Barack Obama bandaríkjaforseti skipuleggur nú tillögur sínar um hátekjuskatta í Bandaríkjunum til að tryggja að þeir greiði allavega jafn háa skatta og þeir efnaminni. Tillögurnar eru kallaðar Buffet-reglan eftir milljarðamæringnum Warren Buffet en skrifaði grein í The New York times í sumar þar sem hann kallaði eftir hátekjusköttum og sagði hina ofurríku ekki leggja hönd á plóg í þeim efnahagsþrengingum sem bandaríski ríkissjóðurinn hefur gengið í gegnum. Samkvæmt upplýsingum úr Hvíta Húsinu stefnir Obama að því að kynna tillögur sínar á morgun. Heimildir breska ríkisútvarpsins herma að nýr skattur muni áhrif á þá sem hafa eina milljón bandaríkjadala eða meira í árstekjur.

Heimilt að framlengja gjaldeyrishöftin til 2013

Alþingi hefur veitt Seðlabanka Íslands heimild til að framlengja gjaldeyrishöftin til ársins 2013. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir hugmyndir um að afnema höftin í dag vera glapræði.

Róbert Wessman segir forstjóra Bosnalijek hafa beðið um mútugreiðslu

Stjórnendur bosníska lyfjafyrirtækisins Bosnalijek segja að að Alvogen, lyfjafyrirtæki Róberts Wessman, hafi ætlað að beita ólöglegum aðferðum við að fjárfesta í félaginu. Róbert vísar þessu á bug og segir að forstjórinn hafi óskað eftir mútugreiðslum til að liðka fyrir kaupunum en hann segir spillinguna allsráðandi í Bosníu- og Hersegóvínu.

Græða margar milljónir á New York

New York er orðið að vörumerki sem skilar hundruðum milljóna króna í opinbera sjóði í fylkinu. Eins og mörgum er kunnugt um hafa alls kyns vörur merktar “I Love New York” selst vel á liðnum árum og njóta kaffibollar, stuttermabolir og ilmvötn með slíkri merkingu töluverðra vinsælda.

Brown líkir ástandinu við fall Lehman Brothers

Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir að efnahagskreppan í Evrópu sé hættulegri en fall Lehman Brothers fyrir þremur árum. Hann segir raunverulega hættu á því að kreppan geti orðið erfiðari en hún var árið 1930, verði ekki gripið til ráðstafana. „Evran getur ekki braggast í óbreyttu formi og við munum þurfa að breyta henni verulega,“ sagði Brown á ráðstefnu World Economic Forum.

Strangari fjárlagareglur í ESB

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um strangari reglur um ríkisfjárlög. Þær gera Evrópusambandinu meðal annars auðveldara að samþykkja refsiaðgerðir á hendur þeim ríkjum sem brjóta þessar reglur. Jasek Ratovski, fjármálaráðherra Póllands, sagði að samkomulag um þetta hefði náðst á fundi ráðherranna í Póllandi í gær.

Orkuveitan getur ekki útvegað rafmagn

Viðræðum um kísilverksmiðju í Þorlákshöfn hefur verið hætt þar sem Orkuveita Reykjavíkur getur ekki útvegað rafmagn. Félaginu Thorsil hefur í staðinn verið boðið að keppa við önnur fyrirtæki um orkuna í Þingeyjarsýslum.

Express eykur markaðshlutdeild í Bretlandi

Iceland Express hefur aukið hlutdeild sína í flutningi farþega frá Lundúnum til Íslands og frá Bretlandi almennt. Í ágúst síðastliðnum flutti Iceland Express um 49 prósent farþega frá Lundúnum til Keflavíkur, en sambærilegar tölur fyrir maí voru tæplega 34%, í júní var hlutfallið 41% og í júlímánuði flutti félagið 45 prósent allra farþega frá Lundúnum til Keflavíkur, segir í tilkynningu frá Iceland Express sem vísar í tölur frá bresku flugmálastjórninni. Það sem af er ári er hlutdeild Iceland Express í farþegaflutningum frá Bretlandi almennt til Keflavíkur 45 prósent.

Kynbundin launamunur enn 10%

Kynbundinn launamunur hefur haldist óbreyttur síðastliðin þrjú ár og er um 10%. VR ætlar að ráðast í sérstakt átak til þess að útrýma þessum mun.

Exista verður Klakki

Á hluthafafundi í Exista sem haldinn var í dag var ákveðið að breyta nafni félagsins og heitir það nú Klakki ehf. Með nafnbreytingunni er verið að leggja áherslu á nýtt eignarhald og hlutverk félagsins.

Markaðir taka við sér

Hlutabréf í Asíu hækkuðu í nótt vegna væntinga fjárfesta um að skuldakreppunni í Evrópu fari að linna. Í japan hækkaði Nikkei vísitalan um tvö prósent. Í Suður-Kóreu fór aðalvísitalan upp um 3,5 prósent og í Ástralíu fór ASX vísitalan upp um tvö prósent.

Myndi engan vanda leysa

„Grikklandi verður að bjarga. Annað kemur ekki til greina,“ segir Philippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE, samtaka evrópska iðnaðarins. „Ástæðan er sú að við getum ekki látið Spán og Ítalíu falla. Það væri óhugsandi.“

Nýr yfirmaður framkvæmdasviðs

Pálmar Óli Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýstofnaðs framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Pálmar hefur undanfarin sex ár starfað sem framkvæmdastjóri millilandasviðs og staðgengill forstjóra hjá Samskipum hf. Frá árinu 1998 hefur hann gegnt ýmsum störfum hjá Samskipum.

Spá 25 punkta hækkun stýrivaxta

Greiningardeild Arion banka telur að meirihluti peningastefnunefndar muni hækka stýrivexti um 25 punkta á næsta fundi sem verður 21. september næstkomandi. Það yrði þá önnur hækkunin í röð því að stýrivextir voru hækkaðir um 25 punkta í ágúst. Arion segir að þar með hafi Seðlabanki Íslands stimplað sig inn sem eins konar eyland þar sem seðlabankar annarra landa hafi tekið aðra stefnu og látið staðar numið með vaxtahækkanir á meðan óvissa ríkir á alþjóðamörkuðum.

Fjarlægðu „gyðinga-app“ úr iPhone

Tölvurisinn Apple hefur látið fjarlægja smárforrit úr iPhone-símanum í Frakklandi en það ber yfirskriftina: „Gyðingur eða ekki gyðingur.“

Veltan eykst hjá Skýrr

Velta Skýrr-samstæðunnar var liðlega 12,3 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2011. Á sama tíma í fyrra nam veltan 11,3 milljörðum og er því um tekjuvöxt upp á tíu prósent að ræða á milli ára. Í tilkynningu frá félaginu segir að áætlanir fyrir árið 2011 geri ráð fyrir veltu upp á 24 milljarða króna og að EBITDA framlegð verði um 1,4 milljarðar króna. Eigið fé í lok júní 2011 nam 3,5 milljörðum króna.

Starfsmaður UBS tapar 250 milljörðum í óheimilum viðskiptum

Svissneski stórbankinn UBS tilkynnti um það í morgun að upp hafi komist um óheimil viðskipti eins starfsmanns bankans. Bankinn telur sig hafa tapað um 250 milljörðum króna á manninum og varar hann við því að þetta gæti þýtt að bankinn komi út í tapi á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hlutabréf í bankanum lækkuðu um sjö prósent á mörkuðum í morgun þegar greint var frá málinu.

Landsbankinn með stærstan hlut

Landsbankinn og Íslandsbanki eru með stærsta hlutdeild útlána til heimila samkvæmt samantekt á markaðshlutdeild íslensku viðskiptabankanna sem Samkeppniseftirlitið hefur birt.

Landsbankinn "stútfullur af peningum" og vill lána meira

Landsbankinn hagnaðist meira á fyrri helmingi ársins en hinir stóru bankarnir samanlagt. Bankinn á mikið laust fé og vill lána meira en skortur á fjárfestingum í íslensku atvinnulífi stendur því fyrir þrifum.

Alcoa ætlar að endurmeta áform um álver við Húsavík

Alcoa hyggst endurmeta áform um álver við Húsavík í ljósi orða iðnaðarráðherra í gær og annarra frétta af orkusölumálum á Norðurlandi síðustu daga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, sendi frá sér síðdegis.

Landsbankinn hagnaðist um 24,4 milljarða

Hagnaður Landsbankans var 24,4 milljarðar króna eftir skatta á fyrri hluta ársins. Steinþór Pálsson, bankastjóri, segir stærstan hluta hagnaðarins skýrast af gengisbreytingum á hlutafé og sölu eigna. Hlutabréf í eigu Horns hf., sem er dótturfélag bankans, nam til að mynda 9 milljörðum króna.

Tvær milljónir farþega árið 2012 - flogið til Denver

Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Denver í Colorado frá og með 10. maí á næsta ári. Flogið verður fjórum sinnum í viku allt árið. Af því tilefni var haldinn blaðamannafundur á alþjóðaflugvellinum í Denver í morgun til að tilkynna um áætlunarflugið.

Auðævi erfingja Jacksons margfaldast

Verðmæti eigna poppgoðsagnarinnar Michael´s Jacksons hafa aukist um 310 milljónir bandaríkjadala á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að hann lést. Upphæðin nemur 36 milljörðum íslenskra króna.

Fagmennskan í fyrirrúmi

Fastus í Síðumúla 16 þjónar fyrirtækjum í hótel- og veitingageira ásamt mötuneytum og atvinnueldhúsum. Stór þáttur í starfsemi Fastus er ráðgjöf og hönnun í samstarfi við arkitekta og veitingamenn.

Katla í garðinum heima

Íslenskir ljósahönnuðir hafa látið ljós sitt skína eftir bankahrunið 2008, en þá hækkuðu innflutt ljós mjög í verði. Íslensk útiljós eru í senn falleg og hagstæður kostur. Mikið er lagt upp úr gæðum og góðu úrvali, eins og sjá má í sýningarsal Prodomo þar sem íslensk ljós eru fyrirferðarmikil þessa dagana.

Rómantísk, íslensk haustbirta

Haustið er rómantískur tími, þegar daginn fer að stytta og hugguleg útiljós kallast á við tilkomumikið sólsetrið. Hjá Prodomo, sýningarsal S. Guðjónsson í Auðbrekku, fást íslensk útiljós í ætt við eldgos.

Lýsingarhönnun er ódýr og áhrifarík lausn

Verslunin Pfaff, Grensásvegi 13, hefur í sinni þjónustu lýsingarhönnuðinn Einar Svein Magnússon, sem býður viðskiptavinum upp á ráðgjöf um lýsingu og lýsingarhönnun.

Breyting til batnaðar

Nýr Toyota Yaris var kynntur fyrir blaðamönnum í Kaupmannahöfn á dögunum. Um er að ræða þriðju týpuna frá því að Yaris var settur á markað árið 1998. Toyota hefur í heildina tekist mjög vel til.

Fjölbreytileg tæki

Fyrirtækið Einar Farestveit & Co. hf. hefur fyrir löngu skapað sér nafn hérlendis fyrir sölu á vönduðum eldunartækjum. Verslunarstjórinn Þráinn Bj. Farestveit er öllum hnútum kunnugur um nýjungar þess.

Minni orka og meiri ró

Það nýjasta í Ormsson er stílfögur AEG-eldhústækjalína sem fellur vel inn í alrými heimilisins. Hljóðlát tæki og sparneytin á orku.

Heildarútlit í eldhúsið

Rönning heimilistæki starfrækir þrjár verslanir á landinu, í Skútuvogi í Reykjavík, á Akureyri og á Reyðarfirði. Hjá Rönning er áhersla lögð á heildarþjónustu við viðskiptavini.

Sjá næstu 50 fréttir