Samstarf

Katla í garðinum heima

Íslenska útiljósið Moli á sér tilvísun í glóandi hraunmola og gefur frá sér afar hlýja og notalega birtu.
Íslenska útiljósið Moli á sér tilvísun í glóandi hraunmola og gefur frá sér afar hlýja og notalega birtu. Mynd/Árni Torfason
Þessi lági ljósastaur kallast Magni í höfuðið á aðalgígnum í gosinu á Fimmvörðuhálsi.Mynd/Árni Torfason
Íslenskir ljósahönnuðir hafa látið ljós sitt skína eftir bankahrunið 2008, en þá hækkuðu innflutt ljós mjög í verði. Íslensk útiljós eru í senn falleg og hagstæður kostur. Mikið er lagt upp úr gæðum og góðu úrvali, eins og sjá má í sýningarsal Prodomo þar sem íslensk ljós eru fyrirferðarmikil þessa dagana.

„Íslensku ljósin eru innblásin af náttúru landsins, og ekki síst eldfjöllum og eldgosum með allri sinni birtu- og litadýrð. Nafngift þeirra er skemmtileg, eins og Askja, Katla og Magni, að ógleymdum Mola,“ segir Skarphéðinn um heillandi ljósadýrð Prodomo.

Ljósin fást flest í hvítu, svörtu og álgráu, en auðvelt er að láta framleiða og húða lampa í nánast hvaða lit sem er.

„Við leggjum áherslu á að framleiðendur okkar vandi mjög til smíði og húðun ljósanna sem öll eru pólýhúðuð og bökuð, en það tryggir góða endingu á yfirborði ljósa.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×