Minni orka og meiri ró 14. september 2011 10:00 "Það er verið að fá sem mest út úr tækjunum, segir Ólafur Már hjá Ormsson. Mynd/Vilhelm Það nýjasta í Ormsson er stílfögur AEG-eldhústækjalína sem fellur vel inn í alrými heimilisins. Hljóðlát tæki og sparneytin á orku. Nú til dags er eldhúsið gjarnan hluti af opnu rými heimilisins og ný og glæsileg heimilistækjalína AEG tekur mið af því. Hún er eftir yfirhönnuð fyrirtækisins, Hans Strohmeier og hefur hlotið hin viðurkenndu IF-hönnunarverðlaun fyrir árið 2011," segir Ólafur Már Sigurðsson, deildarstjóri í Ormsson. Í nýju línunni eru ofnar, helluborð, uppþvottavélar, háfar og örbylgjuofnar. Öll hönnun er samræmd og stál kámfrítt. „Tækin eru hljóðlát og orkunýting þeirra mun betri en áður," segir Ólafur Már. „Mottóið er lægra hljóð, minni orkueyðsla og meiri ró." Ólafur Már segir innra rými ofnanna hafa aukist úr 58-60 lítrum upp í 74 lítra. Því ráði ný einangrunartækni. Þrátt fyrir það taki ofnarnir 10% minni orku en áður. „Með hinni nýju THERMIC° AIR SYSTEM-hitadreifingu streymir hitinn jafnt innan ofnsins um það sem verið er að steikja eða baka," segir hann og bætir við að við stækkun ofnsins rúmi bökunarplötur og skúffur um 20% meira magn en áður og ofnglerið sé líka stærra. Um fjóra mismunandi verð- og gæðaflokka er að ræða á ofnunum. Þeir skiptast í línurnar 3, 5, 7, og 9 og verða fullkomnari eftir því sem tölurnar hækka. „Í tveimur hæstu klössunum er kominn innbyggður hjálparkokkur," segir Ólafur Már. „Hann virkar þannig að hægt er að stilla eldun eftir þyngd á kjötinu og þá kemur tillaga að eldamennskunni. Einnig er hægt að setja inn uppáhalds-uppskriftir og með einni stillingu kalla þær fram. Í þeirri línu erum við með gufuofna líka, sem bjóða ekki bara upp á gufueldun heldur líka steikingu þar sem einungis 25% af því gufumagni (rakastigi) er notað sem venjuleg gufueldun krefst." Í Ormsson er fjölbreytt úrval af helluborðum úr keramiki, bæði með hraðhita- og spansuðuhellum. Sum eru felld ofan í borðplötur úr steini og önnur fljóta ofan á og þá eru uppþvottavélarnar á framfarabraut. „Þróunin er þannig að uppþvottavélarnar eru með mun stærra innra rými og öflugra vatnsúðunarkerfi en áður, auk þess sem þær eru hljóðlátari," segir Ólafur Már. „Það er verið að fá sem mest út úr tækjunum." Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Það nýjasta í Ormsson er stílfögur AEG-eldhústækjalína sem fellur vel inn í alrými heimilisins. Hljóðlát tæki og sparneytin á orku. Nú til dags er eldhúsið gjarnan hluti af opnu rými heimilisins og ný og glæsileg heimilistækjalína AEG tekur mið af því. Hún er eftir yfirhönnuð fyrirtækisins, Hans Strohmeier og hefur hlotið hin viðurkenndu IF-hönnunarverðlaun fyrir árið 2011," segir Ólafur Már Sigurðsson, deildarstjóri í Ormsson. Í nýju línunni eru ofnar, helluborð, uppþvottavélar, háfar og örbylgjuofnar. Öll hönnun er samræmd og stál kámfrítt. „Tækin eru hljóðlát og orkunýting þeirra mun betri en áður," segir Ólafur Már. „Mottóið er lægra hljóð, minni orkueyðsla og meiri ró." Ólafur Már segir innra rými ofnanna hafa aukist úr 58-60 lítrum upp í 74 lítra. Því ráði ný einangrunartækni. Þrátt fyrir það taki ofnarnir 10% minni orku en áður. „Með hinni nýju THERMIC° AIR SYSTEM-hitadreifingu streymir hitinn jafnt innan ofnsins um það sem verið er að steikja eða baka," segir hann og bætir við að við stækkun ofnsins rúmi bökunarplötur og skúffur um 20% meira magn en áður og ofnglerið sé líka stærra. Um fjóra mismunandi verð- og gæðaflokka er að ræða á ofnunum. Þeir skiptast í línurnar 3, 5, 7, og 9 og verða fullkomnari eftir því sem tölurnar hækka. „Í tveimur hæstu klössunum er kominn innbyggður hjálparkokkur," segir Ólafur Már. „Hann virkar þannig að hægt er að stilla eldun eftir þyngd á kjötinu og þá kemur tillaga að eldamennskunni. Einnig er hægt að setja inn uppáhalds-uppskriftir og með einni stillingu kalla þær fram. Í þeirri línu erum við með gufuofna líka, sem bjóða ekki bara upp á gufueldun heldur líka steikingu þar sem einungis 25% af því gufumagni (rakastigi) er notað sem venjuleg gufueldun krefst." Í Ormsson er fjölbreytt úrval af helluborðum úr keramiki, bæði með hraðhita- og spansuðuhellum. Sum eru felld ofan í borðplötur úr steini og önnur fljóta ofan á og þá eru uppþvottavélarnar á framfarabraut. „Þróunin er þannig að uppþvottavélarnar eru með mun stærra innra rými og öflugra vatnsúðunarkerfi en áður, auk þess sem þær eru hljóðlátari," segir Ólafur Már. „Það er verið að fá sem mest út úr tækjunum."
Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira