Fleiri fréttir

Enginn vöxtur í útlánum bankanna

Vöxtur útlána innlánsstofnana virðist enn sama sem enginn. Hins vegar hefur nýjum lánum Íbúðalánasjóðs fjölgað um 30% fyrstu fjóra mánuði ársins í samanburði við sama tímabili árið að undan.

Spá 17% aukningu í íbúðasölu á þessu ári

Íbúðafjárfesting dróst saman um 17% árið 2010, en árið 2011 er reiknað með 17% vexti og gert er ráð fyrir talsverðum vexti út spátímann. Þó er ekki um mikla fjármuni að tefla framan af vegna þess hve lítil íbúðafjárfesting er.

Spáir áframhaldandi afgangi af vöruskiptunum

Hagstofan segir að horfur eru á áframhaldandi afgangi af vöruskiptajöfnuði á næstu árum. Samkvætm þjóðhagsspá Hagstofunnar er reiknað er með að útflutningur aukist um 2,1% árið 2011.

Spáir hóflegum hagvexti fram til ársins 2016

Þjóðhagsspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir hóflegum hagvexti næstu árin eða um 3% á ári frá 2012 og til 2016. Þá er gert ráð fyrir að verðbólgan haldist lág og að gengi krónunnar breytist lítið á spátímanum.

Þjóðhagsspá: Landsframleiðslan aukist um 3,1 prósent á næsta ári

Gert er ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 2,5 prósent á þessu ári og 3,1 prósent á því næsta. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem kemur út í dag. Spáin nær til ársins 2016. Gert er ráð fyrir að einkaneysla og fjárfestingar aukist á þessu ári og næstu ár. Samneysla dróst hinsvegar saman á þessu ári um 2,6 prósent en búist er við að hún taki við sér að nýju árið 2014.

Margir fjárfestar áhugasamir

Söluferli á starfsemi Icelandic Group (IG) í Bandaríkjunum og tengdri starfsemi í Kína er formlega hafið.

Töluvert dregur úr seinkunum hjá Iceland Express

Tímaáætlanir Iceland Express halda betur í þessari viku en þeirri síðustu. Rúmlega þriðja hver vél Iceland Express, til og frá Keflavík, hélt áætlun í vikunni. Þetta hlutfall var aðeins 17% í vikunni á undan.

Ný flotbryggja sjósett í Norðurbugt

Ný flotbryggja var sjósett í Norðurbugt Vesturhafnarinnar í þessari viku. Bryggjan er framleidd hjá Loftorku í Borgarnesi og er úr steinsteypu en það er fyrirtækið Króli sem sá um framkvæmd og uppsetningu bryggjunnar.

Örlátur Buffett gefur 205 milljarða

Ofurfjárfestirinn Warren Buffett hefur gefið 1,78 milljarða dollara eða um 205 milljarða kr. til góðgerðarsamtaka. Megnið af þessari gjöf fer til Bill and Melinda Gates Foundation.

Landsbankinn vill ekki taka Olís yfir

Unnið er að endurskipulagningu skulda eigenda olíuverslunarinnar Olís við Landsbankann. Bankinn hefur ekki í hyggju að ganga að veðum og taka fyrirtækið yfir.

Sameining við sparisjóði könnuð

Nefnd um endurskoðun á lánastarfsemi Byggðastofnunar leggur til að kannaðir verði kostir þess að fjármálastarfsemi Byggðastofnunar verði sameinuð starfsemi sparisjóðanna í kjölfar endurskipulagningar á sparisjóðakerfinu. Þá verði samstarf við sjóði á borð við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Frumtak einnig könnuð.

Eignir brugghússins Mjaðar kyrrsettar

Eignir brugghússins Mjaðar í Stykkishólmi, sem framleiðir bjórtegundirnar Jökul og Skriðjökul, hafa verið kyrrsettar af sýslumanni. RUV segir frá þessu og vitnar í Skessuhorn.

Prentmet fékk Svaninn

Prentmet í Reykjavík hefur fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Prentmet hafi frá stofnun lagt sig fram við að minnka neikvæð umhverfisáhrif með skipulagðri endurvinnslu og öðrum áherslum sem styðja við umhverfisvernd. Markmiðin séu skýr og skuldbinding eigenda og stjórnenda fyrirtækisins er augljós og greinilega mikill áhugi meðal alls starfsfólks. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti fyrirtækinu vottunina.

Þjóðverjar að eignast kauphöllina í New York

Fyrsta þröskuldinum fyrir eignarhaldi Þjóðverja á kauphöllinni í New York (NYSE) hefur verið rutt úr veginum. Hluthafar í NYSE Euronext hafa samþykkt að selja meirihlutaeign í kauphöllinni til Deutsche Börse sem hefur höfuðstöðvar í fjármálahverfi Frankfurt í Þýskalandi.

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar ört

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar ört þessa stundina. Brentolían hefur hækkað úr 114 dollurum á tunnuna og upp í rúma 116 dollara á síðustu tveimur tímum og bandaríska léttolían nálgast 99 dollara á tunnuna eftir að hafa byrjað daginn í rúmum 96 dollurum.

Vaxtahækkanir valda aðeins skaða

Áform í peningastefnunefnd Seðlabankans um hækkun vaxta valda áhyggjum. Þau áform geta ekki valdið heimilum og fyrirtækjum öðru en skaða.

Seðlabankinn í mál gegn Samkeppniseftirlitinu

Seðlabanki Íslands vill ekki afhenda gögn um útlán bankanna og ætlar að fara með deilumál við Samkeppniseftirlitið fyrir dómstóla. Áfallnar dagsektir vegna málsins nema nú þegar yfir 10 milljónum króna.

Arnar Gauti og Jóhanna Pálsdóttir ráðin til Elite

Arnar Gauti Sverrisson og Jóhanna Pálsdóttir hafa verið ráðinn til Elite á Íslandi. Arnar sem listrænn stjórnandi og Jóhanna sem framkvæmdastjóri. Þau taka við af Ingibjörgu Finnbogadóttur og Tinnu Aðalbjörnsdóttur sem hverfa til annarra verkefna.

ECB hækkar stýrivexti eins og vænst var

Evrópski seðlabankinn (ECB) hækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósentustig í dag eins og vænst var. Þar með eru stýrivextir bankans komnir í 1,5% og hafa ekki verið hærri síðan í mars 2009.

Ferðamenn aldrei verið fleiri í júnímánuði

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 65.606 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í júní síðastliðnum eða 11.215 fleiri en í sama mánuði í fyrra. Aukningin nemur 20,6% milli ára og hafa ferðamenn aldrei verið fleiri í júnímánuði.

Langt í almenna afléttingu gjaldeyrishafta

Greining Íslandsbanka telur að enn sé talsvert langt í almenna afléttingu gjaldeyrishaftanna. Ljóst sé að skriður þurfi að komast á aðra þætti í fyrrihluta áætlunar Seðlabankans en útboðin sem bankinn stendur fyrir.

MP banki með mestu veltuna í skuldabréfum

MP banki er með mesta veltu á skuldabréfamarkaði í Kauphöll Íslands fyrri helming ársins, samkvæmt upplýsingum frá Nasdaq OMXI. Velta bankans nam 632 milljörðum króna sem er 26% af allri veltu skuldabréfa í Kauphöllinni.

CMA: Minnsta lánaáhættan hjá Norðurlöndunum

Norðurlöndin, fyrir utan Íslands, eru í efstu sætunum hjá gagnaveitunni CMA hvað varðar minnstu lánaáhættuna á ríkisskuldabréfum. Þetta kemur fram í ársfjórðungsskýrslu CMA fyrir annan ársfjórðung ársins.

Bretar hafa endurheimt 113 milljarða frá KSF

Tryggingasjóður innistæðueigenda í Bretlandi (FSCS) hefur endurheimt 614 milljónir punda eða ríflega 113 milljarða kr. frá Kaupthing Singer & Freidlander (KSF) dótturbanka Kaupþings í London.

Kortleggja erlenda ferðamenn á Íslandi

Ferðamálastofa hefur samið við markaðsrannsóknafyrirtækið MMR um að gera könnun meðal erlendra ferðamanna á Íslandi á tímabilinu júní 2011 til maí 2012.

Endurskipulagningu Eikar lokið

Hluthafar og kröfuhafar Eikar fasteignafélags hf. hafa samþykkt endurskipulagningu félagsins í frjálsum samningum og óveðtryggðum kröfum á hendur fyrirtækinu hefur verið breytt í eigið fé. Þá hafa veðtryggðir kröfuhafar skuldbreytt og lengt í lánum Eikar sem tryggir gjaldfærni félagsins og að reksturinn verði traustur um ókomna tíð.

Þjóðverjar stofna fyrirtæki á Íslandi

Þýski flutningarisinn DB Schenker ætlar bráðlega að hefja hér vöruflutningamiðlun á láði og legi í samkeppni við dótturfyrirtæki Eimskips og Samskipa. Skrifstofan hér mun sjá um flutninga með ferskt sjávarfang um allan heim.

Verðmunurinn getur orðið allt að sexfaldur

Árgjöld sem fyrirtæki á Aðalmarkaði greiða Kauphöllinni eru einungis þriðjungur til helmingur af því sem tíðkast í kauphöllum í hinum Norðurlandaríkjunum. Munurinn getur orðið allt að sexfaldur fyrir fyrirtæki á First North-markaðnum. Allt fer þetta eftir stærð fyrirtækjanna, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

365 á þriðjungshlut í Birtíngi

Fjölmiðlafyrirtækið 365 eignaðist í janúar 47 prósenta hlut í Hjálmi, móðurfélagi tímaritaútgáfunnar Birtíngs. 365 á nú 30 prósent í Birtíngi í gegnum Hjálm. Viðskiptablaðið greindi frá þessu í gærkvöldi.

Hyggst gera AGS fjölbreyttari og leysa skuldavanda heimilanna

Christine Lagarde, nýji forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ætlar að gera stofnunina fjölbreyttari auk þess sem hún hyggst beita sér fyrir því að leysa skuldavanda heimilanna í Evrópu. Þetta tilkynnti hún í dag á fyrsta blaðamannafundi sínum sem forstjóri stofnunarinnar.

Möndlur, hnetur og eik í lokin

The Glenlivet er eitt vinsælasta maltviskí í heimi og eitt það sögufrægasta. Viskíið er til dæmis mest selda maltviskíið í Bandaríkjunum. Einhver kynni að draga þá ályktun að slík framleiðsla gerði að einhvert miðjumoð væri á veigunum. Svo er ekki.

Seðlabankinn vill kaupa krónur

Seðlabanki Íslands kallar eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum að útboðið sé liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011.

Evrópuleiðtogar æfir af reiði í garð Moody´s

Ýmsir leiðtogar í Evrópulöndum og í framkvæmdanefnd ESB eru æfir af reiði í garð matsfyrirtækisins Moody´s fyrir að hafa lækkað lánshæfiseinkunn Portúgal niður í ruslflokk.

Sjá næstu 50 fréttir