Viðskipti innlent

Töluvert dregur úr seinkunum hjá Iceland Express

Tímaáætlanir Iceland Express halda betur í þessari viku en þeirri síðustu. Rúmlega þriðja hver vél Iceland Express, til og frá Keflavík, hélt áætlun í vikunni. Þetta hlutfall var aðeins 17% í vikunni á undan.

Fjallað er um málið á vefsíðunni turisti.is þar sem birtar eru stundvísitölur fyrir bæði Iceland Express og Icelandair. Meðalseinkun á brottförum Icelandair fyrstu sjö dagana í júlí var tæpar fjórar mínútur en 40 mínútur hjá Iceland Express.

Þetta er töluverð bæting hjá báðum félögum því á tímabilinu 21. til 30. júní biðu farþegar Icelandair í tæpar tíu mínútur að meðaltali og þeir sem áttu bókað með Iceland Express þurftu alla jafna að sætta sig við klukkutíma seinkun. Þá fóru aðeins sautján prósent af vélum þess síðarnefnda í loftið á réttum tíma en núna er hlutfallið 40 prósent. Brottfarir Icelandair frá Keflavík stóðust áætlun í átta af hverjum tíu skiptum.

Þess ber að geta að frammistaða Iceland Express batnaði mjög mikið um miðja þessa viku og voru um það bil sextíu prósent af ferðum þess frá landinu á tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×