Viðskipti innlent

Sameining við sparisjóði könnuð

Katrín Júlíusdóttir
Katrín Júlíusdóttir
Nefnd um endurskoðun á lánastarfsemi Byggðastofnunar leggur til að kannaðir verði kostir þess að fjármálastarfsemi Byggðastofnunar verði sameinuð starfsemi sparisjóðanna í kjölfar endurskipulagningar á sparisjóðakerfinu. Þá verði samstarf við sjóði á borð við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Frumtak einnig könnuð.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir margt gott í tillögum nefndarinnar. Vinnan sé liður í úttekt á stjórnsýslunni svo hægt sé að bæta þjónustuna. Hún segir að tillögurnar verði skoðaðar og niðurstöður kynntar með haustinu.

„Markmiðið er að styðja betur við verkefni stofnunarinnar. Hún hefur skýrt hlutverk samkvæmt lögum, en hefur ekki alveg haft tækin og tólin til að sinna þeim.“ Nefndin telur að lög og reglugerð um stofnunina verði að endurskoða í heild út frá starfsemi hennar, en ekki eingöngu lánastarfsemi. Þá vill hún að athugað verði hvort hægt sé að undanskilja stofnunina frá þeim kröfum sem gerðar eru til eiginhlutfalls fjármálafyritækja.

Stjórn stofnunarinnar hefur heimild til að veita ábyrgðir, en nýtir þær í litlum mæli í dag. Nefndin vill að skoðað verði hvort slíkt eigi að auka.

- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×