Fleiri fréttir Samherji tekur upp hugbúnað frá Marel Hugbúnaðurinn Innova frá Marel verður innleiddur við framleiðslustýringu og vinnslueftirlit hjá öllum landvinnslueiningum Samherja og völdum skipum fyrirtækisins. Fulltrúar fyrirtækjanna undirrituðu samning þess efnis í síðustu viku. 11.5.2011 13:34 Fasteignamarkaðurinn kominn á svipað ról og 2008 Það sem af er ári hefur um 1.350 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu verið þinglýst sem er rúmlega 74% aukning frá sama tíma í fyrra og um 132% aukning frá sama tíma árið 2009. 11.5.2011 13:28 Somaxon höfðar mál gegn Actavis Bandariska lyfjafyrirtækið Somaxon Pharmaceuticals hefur höfðað dómsmál gegn Actavis vegna meintra brota gegn einkaleyfi. Málið snýst um umsókn Actavis um að framleiða samheitalyfsútgáfu og lyfinu Silenor sem notað er gegn svefnleysi. 11.5.2011 13:16 Forbes segir gullfótinn snúa aftur innan 5 ára Steve Forbes aðalritstjóri Forbes tímaritsins spáir því að Bandaríkjamenn taki upp gullfótinn innan fimm ára, það er bindi aftur gengi dollarans við verð á gulli. 11.5.2011 12:52 Landsvirkjun: Öll tilboð yfir kostnaðaráætlun Þrátt fyrir erfiða stöðu í mannvirkjageiranum reyndust öll tilboð, sem Landsvirkjun óskaði nýverið eftir, töluvert yfir kostnaðaráætlun. 11.5.2011 11:57 Mærsk er kóngurinn í dönsku kauphöllinni Danska skipafélagið A.P. Möller-Mærsk skilaði rjómauppgjöri eftir fyrsta ársfjórðung árins. Hagnaðurinn, eftir skatta, nam 6,35 milljörðum danskra kr. eða um 138 milljörðum kr. Hlutir í Mærsk hafa hækkað um rúmlega 3% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun og kosta nú 51.250 danskar kr. stykkið. 11.5.2011 11:13 Merkel styður Draghi í stöðu seðlabankastjóra Evrópu Angela Merkel kanslari Þýskalands styður Mario Draghi seðlabankastjóra Ítalíu í stöðu bankastjóra seðlabanka Evrópu (ECB). Þar með er talið nær víst að Draghi taki við af Jean-Claude Trichet þegar sá lætur af störfum í október n.k. 11.5.2011 10:44 Slegist um hluti í gjaldþrota dönskum banka Slegist er um hluti í eignarhaldsfélagi hins gjaldþrota banka Bonusbanken í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Tískuhúsið DK Company hóf að bjóða í hlutina á mánudaginn var en nú er fataframleiðandinn Smartguy farinn að kaupa hlutina og yfirbýður tískuhúsið. 11.5.2011 10:10 Jackie Kennedy seld fyrir milljarða Málverk Andy Warhol af Jacqueline Kennedy fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna var selt á uppboði hjá Sotheby´s í New York í gærkvöldi fyrir rúmlega 20 milljónir dollara eða vel yfir tvo milljarða kr. 11.5.2011 09:53 Tchenguiz ætlar í skaðabótamál við SFO Vincent Tchenguiz ætlar í skaðabótamál gegn efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO) vegna húsleita og handtöku hans og bróður hans Roberts í mars s.l. Húsleitirnar og handtökunnar voru liður í umfangsmiklum aðgerðum SFO í samvinnu við Sérstakan saksóknara á Íslandi og eru hluti af rannsókn þessara aðila á Kaupþingi. 11.5.2011 09:17 UBS og Merrill Lynch ráðgjafar við söluna á Iceland Slitastjórn Landsbankans hefur ráðið bankana UBS og Bank of America Merrill Lynch sem ráðgjafa við söluna á Iceland Foods verslunarkeðjunni. 11.5.2011 08:38 Berlingske: Morten Lund í íslenskum lánasirkus Berlingske Tidende birtir í dag úttekt um að Morten Lund hafi keypt danska fríblaðið Nyhedsavisen af Baugi með lánsfé sem Baugur útvegaði honum í gegnum Glitni og Straum. Fyrirsögnin á úttektinni er: Morten Lund í íslenskum lánasirkus. 11.5.2011 08:19 Leigusamningum fækkar töluvert milli mánaða Töluverð fækkun varð á þinglýstum leigusamningum um íbúðahúsnæði milli mánaðanna mars og apríl að því er segir á vefsíðu Þjóðskrár íslands.. Á landinu í heild fækkaði þeim úr rúmlega 700 og niður í rúmlega 600 talsins. Þetta er fækkun um rúm 13%. 11.5.2011 07:47 Hlutur einkageirans of rýr Viðskiptaráð Íslands (VÍ) hefur áhyggjur af vexti hins opinbera miðað við einkageirann. Hlutfallið milli geiranna hefur aukist um fimmtung frá árunum fyrir hrun. 11.5.2011 06:00 Sveitarfélag ætlar að stefna Arion banka vegna endurútreiknings Sveitarfélag á suðvesturhorninu ætlar að stefna Arion banka fyrir Héraðsdóm í næstu viku vegna endurútreiknings á gengisláni. Prófmál, sem getur haft víðtæk áhrif á endurútreikning á gengislánum í atvinnulífinu, segir hæstaréttarlögmaður. 10.5.2011 18:41 Viðsnúningur hjá Kópavogsbæ, milljarður í plús Rekstrarafkoma Kópavogsbæjar á árinu 2010 var betri en ráð var gert fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Hún var jákvæð um 1.032 milljónir króna en árið á undan var hún neikvæð upp á 4.068 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða bæjarins varð 988 milljónum krónum betri en áætlunin. 10.5.2011 17:53 Kaupþing fær leyfi til að áfrýja í Tchenguiz málum Áfrýjunardómstóll í Englandi hefur veitt Kaupþingi leyfi til að áfrýja niðurstöðu undirréttar í Englandi frá 16. mars 2011 þar sem frávísunarkröfum Kaupþings var hafnað í tveimur málum sem tengjast Tchenguiz bræðrunum. 10.5.2011 15:16 Bannað að framselja varanlegar aflaheimildir Í frumvarpi því um breytingar á kvótakerfinu sem sent verður þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna er alfarið bannað að framselja varanlegar aflaheimildir. Áfram verður hinsvegar hægt að framselja leigukvóta, það er kvóta til eins árs. 10.5.2011 14:17 Dani græðir 60 milljarða á sölu Skype Danski athafnamaðurinn Janus Friis mun fá tæpa 3 milljarða danskra kr. eða um 60 milljarða kr. út úr kaupum Microsoft á netsímafyrirtækinu Skype. Þetta skýrist af því að hann og sænskur félagi hans eiga ennþá 14% hlut í Skype. 10.5.2011 13:43 Lífeyrissjóðir orðnir helstu lánadrottnar heimilanna Lífeyrissjóðirnir eru orðnir lánadrottnar tæplega tveggja þriðju hluta af verðtryggðum skuldum íslenskra heimila. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um eignir lífeyrissjóðanna sem núna nema 1.965 milljörðum kr. 10.5.2011 12:55 Skuldatryggingaálag Íslands snarlækkar Skuldatryggingaálag Íslands hefur snarlækkað í dag og stendur í 215 punktum. Álagið var í 260 punktum fyrir síðustu helgi samkvæmt vefsíðunni keldan.is sem aftur sækir upplýsingar sínar til Bloomberg/CMA gagnaveitunnar. 10.5.2011 12:31 Kaup Microsoft á Skype staðfest Tímaritið Fortune hefur fengið staðfest að búið sé að ganga frá kaupum Microsoft á netsímafyrirtækinu Skype. Kaupverðið er 8,5 milljarðar dollara eða um 970 milljarðar kr. Inn í verðinu er yfirtaka á skuldum Skype. 10.5.2011 12:08 Sjóvá skilaði 811 milljóna hagnaði í fyrra Sjóvá skilaði 811 milljóna króna hagnaði á árinu 2010. Arðsemi eigin fjár var rúm 6,8% á tímabilinu. Eigið fé Sjóvár nam 12,3 milljörðum króna í lok árs og var eiginfjárhlutfallið 33,6%. 10.5.2011 11:40 Engar hvalveiðar fyrrihluta sumars Engar hvalveiðar verða á vegum Hvals hf fyrrihluta sumars, að minnsta kosti. Um þrjátíu manns missa vinnuna vegna þessa. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, tilkynnti starfsmönnum þetta í gær. 10.5.2011 11:18 Warren Buffett fær hlutverk í The Office Ofurfjárfestirinn Warren Buffett mun koma fram í gestahlutaverki í bandarísku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum The Office. Verður þátturinn með Buffett sýndur á fimmtudag. 10.5.2011 11:12 Hagnaður hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga Rekstur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga gekk vel á síðasta ári og var hagnaður eftir skatta 25,5 milljónir kr. Niðurstaða efnahagsreiknings um sl. áramót var um 7,5 milljarðar kr. Viðskiptavinum Sparisjóðs Suður-Þingeyinga fjölgar stöðugt. 10.5.2011 09:58 Hugmyndir um að fækka sparisjóðum Sparisjóðum landsins gæti fækkað í þrjá til fimm á næstunni samkvæmt nýrri skýrslu starfshóps um framtíð sparisjóðakerfisins. Til greina kemur að sameina jafnvel alla sjóði landsins í einn. 10.5.2011 09:51 Microsoft spáir í Skype Tölvurisinn Microsoft er nú í viðræðum við eigendur Skype um að fyrirtækið kaupi forritið, sem gerir fólki kleift að tala saman í gegnum Internetið í stað þess að nota síma. 10.5.2011 09:06 Uppgjör Danske Bank undir væntingum Danske Bank skilaði hagnaði fyrir skatt upp á 1,5 milljarð danskra kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta hefur valdið vonbrigðum meðal fjárfesta sem bjuggust við meiri hagnaði bankans. Hlutir í Danske Bank hafa fallið um 3% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. 10.5.2011 08:10 Íslenskur áliðnaður losar minna af gróðurhúsalofti Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í íslenskum áliðnaði nam að meðaltali 1,71 tonni á hvert framleitt tonn af áli í fyrra og dróst saman um 0,5% á milli ára. 10.5.2011 07:53 Kaup á evrubréfum ættu að hafa jákvæð áhrif Kaup Seðlabankans á evrubréfum ríkissjóðs fyrir 57 milljarða króna í síðustu viku ættu að hafa jákvæð áhrif hjá matsfyrirtækjum þegar þau endurskoða næst lánshæfismat Íslands. Sem kunnugt er hefur eitt matsfyrirtækjanna sett lánshæfismatið í ruslflokk og hin tvö eru með það einu haki fyrir ofan ruslflokk með neikvæðum horfum. 10.5.2011 07:49 Eignir lífeyrissjóða nálgast 2.000 milljarða Hrein eign lífeyrissjóða hér á landi var 1.965 milljarðar kr. í lok mars. Hún jókst um 16,2 milljarða kr. í mánuðinum eða um 0,8%, samkvæmt tölum sem Seðlabanki Íslands hefur birt. 10.5.2011 07:40 Gjaldeyrishöft blása upp fasteignaverðið Íslenskir fjárfestar eru farnir að sýna fasteignamarkaðnum aukinn áhuga. Þinglýstum samningum vegna fasteignakaupa hér á landi fjölgaði um 70 prósent á höfuðborgarsvæðinu fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tímabil 2010. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum hafa útlán þó ekki aukist í samræmi við það. 10.5.2011 07:36 Skoða byggingu olíubirgðastöðvar Hugmyndir eru uppi um að reisa 450.000 rúmmetra olíubirgðastöð á Eyri við Reyðarfjörð. Verkefnið er að frumkvæði verkfræðistofunnar Mannvits ehf. og hefur verið rætt á fundum nefnda og ráða Fjarðabyggðar undanfarið. 10.5.2011 05:30 Grikkland þarf meiri aðstoð Embættismönnum virtist í gær hafa tekist að sannfæra fjárfesta um að Grikkir ætluðu ekki að yfirgefa evrusvæðið. Í það minnsta komst kyrrð á gengi evrunnar eftir umrót sem stafaði af ótta við afdrif Grikklands. 10.5.2011 00:00 Starfsmenn Kaupþings þurfa að endurgreiða milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kaupþingi hafi verið óheimilt að fella niður persónulegar ábyrgðir af lánum starfsmanna til hlutabréfakaupa. Dómur þessa efnis féll í dag. Heildartala lánanna nam á sínum tíma 50 milljörðum króna. Þar af var Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri, með lán að upphæð 3,5 milljarðar króna með einni afborgun árið 2011. 9.5.2011 14:39 Smáralind ehf. greiðir upp skuldabréfaflokk Smáralind ehf. ætlar að greiða upp skuldabréfaflokk upp á samtals 2,1 milljarð kr. í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 9.5.2011 15:13 Tískuhús vill kaupa gjaldþrota banka Hlutabréf í eignarhaldsfélaginu Holdingselskabet af 1958 hafa átt rjómadag í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en þau hafa hækkað um 150% í verði frá því í morgun. Ástæðan er að tískuhúsið DK Company vill kaupa eina af eignum félagsins sem er hinn gjaldþrota banki Bonusbanken. 9.5.2011 14:50 Erlendir fjárfestar leggja 1,6 milljarð í lúxushótel Erlendir fjárfestar, undir forystu Svíans Håkon Ydner, ætla að fjárfesta fyrir 10 milljónir evra eða rúmlega 1,6 milljarð kr. í lúxushóteli við Leirubakka skammt frá Heklu. 9.5.2011 13:36 Sænskir fjárfestar sáu 50 milljarða gufa upp í morgun Þeir sænsku fjárfestar sem höfðu keypt hlutabréf í lyfjafyrirtækinu Diamyd Medical máttu horfa á eftir tæplega 3 milljörðum sænskra kr. eða ríflega 50 milljörðum kr., gufa upp í morgun. 9.5.2011 13:07 Sjómannafélagið áfrýjar gengisdómi Sjómannafélag Íslands hefur áfrýjað máli gegn Arion banka vegna ofgreiðslu af húsnæðisláni. Í febrúar var Arion banki dæmdur til að greiða Sjómannafélagi Íslands tæpar sex milljónir króna vegna ólögmæts gengistryggðs fasteignaláns. Orlofssjóður Sjómannafélag Íslands keypti íbúð í Reykjavík og tók lán hjá Kaupþingi banka til að fjármagna kaupin. Veðskuldabréf var gefið út 17. júlí 2007, en lánið hljóðaði upp á 15 milljónir króna til tuttugu ára. Lánið var greitt upp hraðar en gert var ráð fyrir, eða á tæpum þremur árum, og námu þá raungreiðslur til bankans tæpum 37 milljónum. 9.5.2011 13:03 Tæplega 70 starfa hjá nýrri einingu Landsbankans Eftir sameiningu tveggja dótturfélaga Landsbankans hf. á sviði eignaleigu, SP-Fjármögnun hf. og Avant hf., munu tæplega sjötíu starfsmenn starfa í hinni nýju rekstrareiningu. Félögin hafa verið alfarið í eigu Landsbankans um nokkurt skeið. 9.5.2011 12:37 Telur að afgangur af vöruskiptum verði minni í ár en í fyrra Greining Íslandsbanka telur að afgangur af vöruskiptum landsins geti orðið minni í ár en hann var í fyrra. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. 9.5.2011 12:20 Actavis opnar formlega nýjar höfuðstöðvar í Sviss Actavis opnaði formlega í dag nýjar skrifstofur framkvæmdastjórnar fyrirtækisins í Zug í Sviss. Nú þegar eru um 100 manns, frá 29 löndum, komin til starfa. Við lok annars ársfjórðungs er gert ráð fyrir því að allar sex hæðir nýju höfuðstöðvanna, verði skipaðar starfsmönnum Actavis, samtals um 150 manns. Þar af eru rúmlega 20 frá Íslandi. 9.5.2011 11:54 Frávísunarkröfu í Baugsmáli hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun frávísunarkröfu verjenda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Tryggva Jónssonar, Kristínar Jóhannesdóttur systur hans og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs, í máli sem Ríkislögreglustjóri hefur höfðað gegn þeim. 9.5.2011 11:48 Sjá næstu 50 fréttir
Samherji tekur upp hugbúnað frá Marel Hugbúnaðurinn Innova frá Marel verður innleiddur við framleiðslustýringu og vinnslueftirlit hjá öllum landvinnslueiningum Samherja og völdum skipum fyrirtækisins. Fulltrúar fyrirtækjanna undirrituðu samning þess efnis í síðustu viku. 11.5.2011 13:34
Fasteignamarkaðurinn kominn á svipað ról og 2008 Það sem af er ári hefur um 1.350 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu verið þinglýst sem er rúmlega 74% aukning frá sama tíma í fyrra og um 132% aukning frá sama tíma árið 2009. 11.5.2011 13:28
Somaxon höfðar mál gegn Actavis Bandariska lyfjafyrirtækið Somaxon Pharmaceuticals hefur höfðað dómsmál gegn Actavis vegna meintra brota gegn einkaleyfi. Málið snýst um umsókn Actavis um að framleiða samheitalyfsútgáfu og lyfinu Silenor sem notað er gegn svefnleysi. 11.5.2011 13:16
Forbes segir gullfótinn snúa aftur innan 5 ára Steve Forbes aðalritstjóri Forbes tímaritsins spáir því að Bandaríkjamenn taki upp gullfótinn innan fimm ára, það er bindi aftur gengi dollarans við verð á gulli. 11.5.2011 12:52
Landsvirkjun: Öll tilboð yfir kostnaðaráætlun Þrátt fyrir erfiða stöðu í mannvirkjageiranum reyndust öll tilboð, sem Landsvirkjun óskaði nýverið eftir, töluvert yfir kostnaðaráætlun. 11.5.2011 11:57
Mærsk er kóngurinn í dönsku kauphöllinni Danska skipafélagið A.P. Möller-Mærsk skilaði rjómauppgjöri eftir fyrsta ársfjórðung árins. Hagnaðurinn, eftir skatta, nam 6,35 milljörðum danskra kr. eða um 138 milljörðum kr. Hlutir í Mærsk hafa hækkað um rúmlega 3% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun og kosta nú 51.250 danskar kr. stykkið. 11.5.2011 11:13
Merkel styður Draghi í stöðu seðlabankastjóra Evrópu Angela Merkel kanslari Þýskalands styður Mario Draghi seðlabankastjóra Ítalíu í stöðu bankastjóra seðlabanka Evrópu (ECB). Þar með er talið nær víst að Draghi taki við af Jean-Claude Trichet þegar sá lætur af störfum í október n.k. 11.5.2011 10:44
Slegist um hluti í gjaldþrota dönskum banka Slegist er um hluti í eignarhaldsfélagi hins gjaldþrota banka Bonusbanken í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Tískuhúsið DK Company hóf að bjóða í hlutina á mánudaginn var en nú er fataframleiðandinn Smartguy farinn að kaupa hlutina og yfirbýður tískuhúsið. 11.5.2011 10:10
Jackie Kennedy seld fyrir milljarða Málverk Andy Warhol af Jacqueline Kennedy fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna var selt á uppboði hjá Sotheby´s í New York í gærkvöldi fyrir rúmlega 20 milljónir dollara eða vel yfir tvo milljarða kr. 11.5.2011 09:53
Tchenguiz ætlar í skaðabótamál við SFO Vincent Tchenguiz ætlar í skaðabótamál gegn efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO) vegna húsleita og handtöku hans og bróður hans Roberts í mars s.l. Húsleitirnar og handtökunnar voru liður í umfangsmiklum aðgerðum SFO í samvinnu við Sérstakan saksóknara á Íslandi og eru hluti af rannsókn þessara aðila á Kaupþingi. 11.5.2011 09:17
UBS og Merrill Lynch ráðgjafar við söluna á Iceland Slitastjórn Landsbankans hefur ráðið bankana UBS og Bank of America Merrill Lynch sem ráðgjafa við söluna á Iceland Foods verslunarkeðjunni. 11.5.2011 08:38
Berlingske: Morten Lund í íslenskum lánasirkus Berlingske Tidende birtir í dag úttekt um að Morten Lund hafi keypt danska fríblaðið Nyhedsavisen af Baugi með lánsfé sem Baugur útvegaði honum í gegnum Glitni og Straum. Fyrirsögnin á úttektinni er: Morten Lund í íslenskum lánasirkus. 11.5.2011 08:19
Leigusamningum fækkar töluvert milli mánaða Töluverð fækkun varð á þinglýstum leigusamningum um íbúðahúsnæði milli mánaðanna mars og apríl að því er segir á vefsíðu Þjóðskrár íslands.. Á landinu í heild fækkaði þeim úr rúmlega 700 og niður í rúmlega 600 talsins. Þetta er fækkun um rúm 13%. 11.5.2011 07:47
Hlutur einkageirans of rýr Viðskiptaráð Íslands (VÍ) hefur áhyggjur af vexti hins opinbera miðað við einkageirann. Hlutfallið milli geiranna hefur aukist um fimmtung frá árunum fyrir hrun. 11.5.2011 06:00
Sveitarfélag ætlar að stefna Arion banka vegna endurútreiknings Sveitarfélag á suðvesturhorninu ætlar að stefna Arion banka fyrir Héraðsdóm í næstu viku vegna endurútreiknings á gengisláni. Prófmál, sem getur haft víðtæk áhrif á endurútreikning á gengislánum í atvinnulífinu, segir hæstaréttarlögmaður. 10.5.2011 18:41
Viðsnúningur hjá Kópavogsbæ, milljarður í plús Rekstrarafkoma Kópavogsbæjar á árinu 2010 var betri en ráð var gert fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Hún var jákvæð um 1.032 milljónir króna en árið á undan var hún neikvæð upp á 4.068 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða bæjarins varð 988 milljónum krónum betri en áætlunin. 10.5.2011 17:53
Kaupþing fær leyfi til að áfrýja í Tchenguiz málum Áfrýjunardómstóll í Englandi hefur veitt Kaupþingi leyfi til að áfrýja niðurstöðu undirréttar í Englandi frá 16. mars 2011 þar sem frávísunarkröfum Kaupþings var hafnað í tveimur málum sem tengjast Tchenguiz bræðrunum. 10.5.2011 15:16
Bannað að framselja varanlegar aflaheimildir Í frumvarpi því um breytingar á kvótakerfinu sem sent verður þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna er alfarið bannað að framselja varanlegar aflaheimildir. Áfram verður hinsvegar hægt að framselja leigukvóta, það er kvóta til eins árs. 10.5.2011 14:17
Dani græðir 60 milljarða á sölu Skype Danski athafnamaðurinn Janus Friis mun fá tæpa 3 milljarða danskra kr. eða um 60 milljarða kr. út úr kaupum Microsoft á netsímafyrirtækinu Skype. Þetta skýrist af því að hann og sænskur félagi hans eiga ennþá 14% hlut í Skype. 10.5.2011 13:43
Lífeyrissjóðir orðnir helstu lánadrottnar heimilanna Lífeyrissjóðirnir eru orðnir lánadrottnar tæplega tveggja þriðju hluta af verðtryggðum skuldum íslenskra heimila. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um eignir lífeyrissjóðanna sem núna nema 1.965 milljörðum kr. 10.5.2011 12:55
Skuldatryggingaálag Íslands snarlækkar Skuldatryggingaálag Íslands hefur snarlækkað í dag og stendur í 215 punktum. Álagið var í 260 punktum fyrir síðustu helgi samkvæmt vefsíðunni keldan.is sem aftur sækir upplýsingar sínar til Bloomberg/CMA gagnaveitunnar. 10.5.2011 12:31
Kaup Microsoft á Skype staðfest Tímaritið Fortune hefur fengið staðfest að búið sé að ganga frá kaupum Microsoft á netsímafyrirtækinu Skype. Kaupverðið er 8,5 milljarðar dollara eða um 970 milljarðar kr. Inn í verðinu er yfirtaka á skuldum Skype. 10.5.2011 12:08
Sjóvá skilaði 811 milljóna hagnaði í fyrra Sjóvá skilaði 811 milljóna króna hagnaði á árinu 2010. Arðsemi eigin fjár var rúm 6,8% á tímabilinu. Eigið fé Sjóvár nam 12,3 milljörðum króna í lok árs og var eiginfjárhlutfallið 33,6%. 10.5.2011 11:40
Engar hvalveiðar fyrrihluta sumars Engar hvalveiðar verða á vegum Hvals hf fyrrihluta sumars, að minnsta kosti. Um þrjátíu manns missa vinnuna vegna þessa. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, tilkynnti starfsmönnum þetta í gær. 10.5.2011 11:18
Warren Buffett fær hlutverk í The Office Ofurfjárfestirinn Warren Buffett mun koma fram í gestahlutaverki í bandarísku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum The Office. Verður þátturinn með Buffett sýndur á fimmtudag. 10.5.2011 11:12
Hagnaður hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga Rekstur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga gekk vel á síðasta ári og var hagnaður eftir skatta 25,5 milljónir kr. Niðurstaða efnahagsreiknings um sl. áramót var um 7,5 milljarðar kr. Viðskiptavinum Sparisjóðs Suður-Þingeyinga fjölgar stöðugt. 10.5.2011 09:58
Hugmyndir um að fækka sparisjóðum Sparisjóðum landsins gæti fækkað í þrjá til fimm á næstunni samkvæmt nýrri skýrslu starfshóps um framtíð sparisjóðakerfisins. Til greina kemur að sameina jafnvel alla sjóði landsins í einn. 10.5.2011 09:51
Microsoft spáir í Skype Tölvurisinn Microsoft er nú í viðræðum við eigendur Skype um að fyrirtækið kaupi forritið, sem gerir fólki kleift að tala saman í gegnum Internetið í stað þess að nota síma. 10.5.2011 09:06
Uppgjör Danske Bank undir væntingum Danske Bank skilaði hagnaði fyrir skatt upp á 1,5 milljarð danskra kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta hefur valdið vonbrigðum meðal fjárfesta sem bjuggust við meiri hagnaði bankans. Hlutir í Danske Bank hafa fallið um 3% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. 10.5.2011 08:10
Íslenskur áliðnaður losar minna af gróðurhúsalofti Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í íslenskum áliðnaði nam að meðaltali 1,71 tonni á hvert framleitt tonn af áli í fyrra og dróst saman um 0,5% á milli ára. 10.5.2011 07:53
Kaup á evrubréfum ættu að hafa jákvæð áhrif Kaup Seðlabankans á evrubréfum ríkissjóðs fyrir 57 milljarða króna í síðustu viku ættu að hafa jákvæð áhrif hjá matsfyrirtækjum þegar þau endurskoða næst lánshæfismat Íslands. Sem kunnugt er hefur eitt matsfyrirtækjanna sett lánshæfismatið í ruslflokk og hin tvö eru með það einu haki fyrir ofan ruslflokk með neikvæðum horfum. 10.5.2011 07:49
Eignir lífeyrissjóða nálgast 2.000 milljarða Hrein eign lífeyrissjóða hér á landi var 1.965 milljarðar kr. í lok mars. Hún jókst um 16,2 milljarða kr. í mánuðinum eða um 0,8%, samkvæmt tölum sem Seðlabanki Íslands hefur birt. 10.5.2011 07:40
Gjaldeyrishöft blása upp fasteignaverðið Íslenskir fjárfestar eru farnir að sýna fasteignamarkaðnum aukinn áhuga. Þinglýstum samningum vegna fasteignakaupa hér á landi fjölgaði um 70 prósent á höfuðborgarsvæðinu fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tímabil 2010. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum hafa útlán þó ekki aukist í samræmi við það. 10.5.2011 07:36
Skoða byggingu olíubirgðastöðvar Hugmyndir eru uppi um að reisa 450.000 rúmmetra olíubirgðastöð á Eyri við Reyðarfjörð. Verkefnið er að frumkvæði verkfræðistofunnar Mannvits ehf. og hefur verið rætt á fundum nefnda og ráða Fjarðabyggðar undanfarið. 10.5.2011 05:30
Grikkland þarf meiri aðstoð Embættismönnum virtist í gær hafa tekist að sannfæra fjárfesta um að Grikkir ætluðu ekki að yfirgefa evrusvæðið. Í það minnsta komst kyrrð á gengi evrunnar eftir umrót sem stafaði af ótta við afdrif Grikklands. 10.5.2011 00:00
Starfsmenn Kaupþings þurfa að endurgreiða milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kaupþingi hafi verið óheimilt að fella niður persónulegar ábyrgðir af lánum starfsmanna til hlutabréfakaupa. Dómur þessa efnis féll í dag. Heildartala lánanna nam á sínum tíma 50 milljörðum króna. Þar af var Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri, með lán að upphæð 3,5 milljarðar króna með einni afborgun árið 2011. 9.5.2011 14:39
Smáralind ehf. greiðir upp skuldabréfaflokk Smáralind ehf. ætlar að greiða upp skuldabréfaflokk upp á samtals 2,1 milljarð kr. í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 9.5.2011 15:13
Tískuhús vill kaupa gjaldþrota banka Hlutabréf í eignarhaldsfélaginu Holdingselskabet af 1958 hafa átt rjómadag í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en þau hafa hækkað um 150% í verði frá því í morgun. Ástæðan er að tískuhúsið DK Company vill kaupa eina af eignum félagsins sem er hinn gjaldþrota banki Bonusbanken. 9.5.2011 14:50
Erlendir fjárfestar leggja 1,6 milljarð í lúxushótel Erlendir fjárfestar, undir forystu Svíans Håkon Ydner, ætla að fjárfesta fyrir 10 milljónir evra eða rúmlega 1,6 milljarð kr. í lúxushóteli við Leirubakka skammt frá Heklu. 9.5.2011 13:36
Sænskir fjárfestar sáu 50 milljarða gufa upp í morgun Þeir sænsku fjárfestar sem höfðu keypt hlutabréf í lyfjafyrirtækinu Diamyd Medical máttu horfa á eftir tæplega 3 milljörðum sænskra kr. eða ríflega 50 milljörðum kr., gufa upp í morgun. 9.5.2011 13:07
Sjómannafélagið áfrýjar gengisdómi Sjómannafélag Íslands hefur áfrýjað máli gegn Arion banka vegna ofgreiðslu af húsnæðisláni. Í febrúar var Arion banki dæmdur til að greiða Sjómannafélagi Íslands tæpar sex milljónir króna vegna ólögmæts gengistryggðs fasteignaláns. Orlofssjóður Sjómannafélag Íslands keypti íbúð í Reykjavík og tók lán hjá Kaupþingi banka til að fjármagna kaupin. Veðskuldabréf var gefið út 17. júlí 2007, en lánið hljóðaði upp á 15 milljónir króna til tuttugu ára. Lánið var greitt upp hraðar en gert var ráð fyrir, eða á tæpum þremur árum, og námu þá raungreiðslur til bankans tæpum 37 milljónum. 9.5.2011 13:03
Tæplega 70 starfa hjá nýrri einingu Landsbankans Eftir sameiningu tveggja dótturfélaga Landsbankans hf. á sviði eignaleigu, SP-Fjármögnun hf. og Avant hf., munu tæplega sjötíu starfsmenn starfa í hinni nýju rekstrareiningu. Félögin hafa verið alfarið í eigu Landsbankans um nokkurt skeið. 9.5.2011 12:37
Telur að afgangur af vöruskiptum verði minni í ár en í fyrra Greining Íslandsbanka telur að afgangur af vöruskiptum landsins geti orðið minni í ár en hann var í fyrra. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. 9.5.2011 12:20
Actavis opnar formlega nýjar höfuðstöðvar í Sviss Actavis opnaði formlega í dag nýjar skrifstofur framkvæmdastjórnar fyrirtækisins í Zug í Sviss. Nú þegar eru um 100 manns, frá 29 löndum, komin til starfa. Við lok annars ársfjórðungs er gert ráð fyrir því að allar sex hæðir nýju höfuðstöðvanna, verði skipaðar starfsmönnum Actavis, samtals um 150 manns. Þar af eru rúmlega 20 frá Íslandi. 9.5.2011 11:54
Frávísunarkröfu í Baugsmáli hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun frávísunarkröfu verjenda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Tryggva Jónssonar, Kristínar Jóhannesdóttur systur hans og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs, í máli sem Ríkislögreglustjóri hefur höfðað gegn þeim. 9.5.2011 11:48