Merkel styður Draghi í stöðu seðlabankastjóra Evrópu 11. maí 2011 10:44 Angela Merkel kanslari Þýskalands styður Mario Draghi seðlabankastjóra Ítalíu í stöðu bankastjóra seðlabanka Evrópu (ECB). Þar með er talið nær víst að Draghi taki við af Jean-Claude Trichet þegar sá lætur af störfum í október n.k. Merkel segir í viðtali við þýska blaðið Die Zeit að hún þekki Draghi og að hann sé áhugaverð og reynslumikil persóna. Þar að auki sé hann á sömu línu og þýsk stjórnvöld hvað varðar stöðugleika í samfélaginu og trausta efnahagsstjórn. Í frétt um málið á Bloomberg segir að þetta sé fyrsta yfirlýsingin sem Merkel hefur gefið um stöðu bankastjóra ECB og hún var staðfest af talsmanni hennar Steffen Seibert. ”Þetta sagði hún nákvæmlega,” segir Seibert í tölvupósti til Bloomberg. Nicolas Sarkozy forseti Frakklands tjáði Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu í síðasta mánuði að hann styddi Draghi í æðsta embætti ECB, sem er það næstáhrifamesta í fjármálum heimsins á eftir stöðu seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Hið sama hefur Elena Salgado fjármálaráðherra Spánar gert. Mario Draghi er menntaður hagfræðingur frá MIT og hefur áður unnið hjá Alþjóðabankanum og Goldman Sachs. Þá er hann formaður fjármálastöðugleikanefndar ESB. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Angela Merkel kanslari Þýskalands styður Mario Draghi seðlabankastjóra Ítalíu í stöðu bankastjóra seðlabanka Evrópu (ECB). Þar með er talið nær víst að Draghi taki við af Jean-Claude Trichet þegar sá lætur af störfum í október n.k. Merkel segir í viðtali við þýska blaðið Die Zeit að hún þekki Draghi og að hann sé áhugaverð og reynslumikil persóna. Þar að auki sé hann á sömu línu og þýsk stjórnvöld hvað varðar stöðugleika í samfélaginu og trausta efnahagsstjórn. Í frétt um málið á Bloomberg segir að þetta sé fyrsta yfirlýsingin sem Merkel hefur gefið um stöðu bankastjóra ECB og hún var staðfest af talsmanni hennar Steffen Seibert. ”Þetta sagði hún nákvæmlega,” segir Seibert í tölvupósti til Bloomberg. Nicolas Sarkozy forseti Frakklands tjáði Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu í síðasta mánuði að hann styddi Draghi í æðsta embætti ECB, sem er það næstáhrifamesta í fjármálum heimsins á eftir stöðu seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Hið sama hefur Elena Salgado fjármálaráðherra Spánar gert. Mario Draghi er menntaður hagfræðingur frá MIT og hefur áður unnið hjá Alþjóðabankanum og Goldman Sachs. Þá er hann formaður fjármálastöðugleikanefndar ESB.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira