Viðskipti innlent

Sparekassen Lolland skráður í Kauphöllina

Sparekassen Lolland A/S hefur hafið viðskipti á hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum í Kauphöllinni á Íslandi undir kauphallaraðilaauðkenninu EIK.

Í tilkynningu segir að Sparekassen Lolland A/S hafi tekið yfir kauphallaraðild Eik Bank Danmark A/S.

Í annarri tilkynningu segir að Eik Bank Danmark A/S  hefur sagt upp kauphallaraðild sinni að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum Kauphallarinnar. Uppsögnin hefur tekið gildi. Eik Bank varð sem kunnugt er gjaldþrota í vetur.

Sparekassen Lolland A/S, sem er sparisjóður,  hefur starfað á Lollandi og víðar í Danmörku frá árinu 1870. Á þessu ári keypti bankinn netbanka EIK Banki  af bankaumsýslu Danmerkur og breytti nafni hans í Finansbanken. Netbankinn er rekinn sem sjálfstæð eining innan Sparekassen Lolland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×