Serrano fær sænsku Gullkúna 12. apríl 2011 15:29 Mynd: Serrano Íslenska veitingahúsakeðjan Serrano hlaut í gær hin eftirsóttu sænsku matvælaverðlaun Gullkúna. Verðlaunin voru afhent á Grand Hotel í Stokkhólmi að viðstöddu fjölmenni við árlega athöfn þar sem saman koma þekktustu veitinga- og matreiðslumenn Svíþjóðar ásamt stjórnendum stærstu matvælafyrirtækjanna þar í landi. Gullkúin eru gjarnan kölluð „óskarsverðlaun" matvælaiðnaðarins í Svíþjóð og því er mikill heiður fyrir litla veitingahúsakeðju eins og Serrano að hljóta þau, að því er kemur fram í tilkynningu frá Serrano. Besti skyndibiti ársins Gullkúin er veitt í fimm flokkum og bar Serrano sigur úr býtum í flokknum „Besti skyndibitinn". Hinir flokkarnir eru: Besti umhverfisárangur, besti sælkeraskólinn, besta framreiðsla fyrir eldri borgara og besta sælkeraverslunin. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir því að veita Serrano verðlaunin sagði meðal annars: „Ný hugsun og sköpunarkraftur gefur skyndibitanum sem fólk fær á Serrano nýja vídd. Gæði og metnaður einkenna matseðil Serrano enda er ferskt hráefni uppistaðan í framleiðslunni. Framsýni og eldmóður stofnenda og stjórnenda leiðir til þess að gesturinn fær þetta „litla aukalega" sem dómnefnd var að leita eftir. Hér er á ferðinni úthugsað konsept og góður matur, sem samanlagt á stærstan þátt í jákvæðri upplifun sænskra neytenda." Emil Helgi Lárusson og Einar Örn Einarsson stofnuðu Serrano árið 2002. Serrano staðirnir eru nú níu talsins, sex á Íslandi og þrír í Svíþjóð en fjórði staðurinn opnar á föstudaginn í Stokkhólmi. Ákvörðunin um að fara í útrás til Svíþjóðar var tekin að vel yfirlögðu ráði. Borgin er höfuðborg Norðurlanda þegar litið er til viðskipta og flestar erlendar keðjur velja að opna sín útibú fyrst þar áður en farið er til annarra Norðurlanda. Þeir Emil Helgi og Einar Örn hafa lagt áherslu á að vanda vel við opnun nýrra staða í Svíþjóð. Lögð hefur verin áhersla á að ná góðum árangri með þá staði sem þegar hafa verið opnaðir sem og að velja rétta staðsetningu fyrir næstu staði. Þetta er í annað sinn sem Serrano í Svíþjóð er verðlaunað en skyndibitakeðjan tók við verðlaunum sem bragðlaukur ársins í nóvember á síðasta ári. Emil Helgi er að vonum ánægður með verðlaunin: „Serrano telst enn vera nýung í Svíþjóð og til að byrja með þurftu gestirnir oft að spyrja margra spurninga. Okkur tókst að koma með eitthvað sem sænskir neytendur þekktu ekki áður en virðast kunna vel að meta. Það er ánægjulegt að sjá sömu gestina aftur og aftur". Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Íslenska veitingahúsakeðjan Serrano hlaut í gær hin eftirsóttu sænsku matvælaverðlaun Gullkúna. Verðlaunin voru afhent á Grand Hotel í Stokkhólmi að viðstöddu fjölmenni við árlega athöfn þar sem saman koma þekktustu veitinga- og matreiðslumenn Svíþjóðar ásamt stjórnendum stærstu matvælafyrirtækjanna þar í landi. Gullkúin eru gjarnan kölluð „óskarsverðlaun" matvælaiðnaðarins í Svíþjóð og því er mikill heiður fyrir litla veitingahúsakeðju eins og Serrano að hljóta þau, að því er kemur fram í tilkynningu frá Serrano. Besti skyndibiti ársins Gullkúin er veitt í fimm flokkum og bar Serrano sigur úr býtum í flokknum „Besti skyndibitinn". Hinir flokkarnir eru: Besti umhverfisárangur, besti sælkeraskólinn, besta framreiðsla fyrir eldri borgara og besta sælkeraverslunin. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir því að veita Serrano verðlaunin sagði meðal annars: „Ný hugsun og sköpunarkraftur gefur skyndibitanum sem fólk fær á Serrano nýja vídd. Gæði og metnaður einkenna matseðil Serrano enda er ferskt hráefni uppistaðan í framleiðslunni. Framsýni og eldmóður stofnenda og stjórnenda leiðir til þess að gesturinn fær þetta „litla aukalega" sem dómnefnd var að leita eftir. Hér er á ferðinni úthugsað konsept og góður matur, sem samanlagt á stærstan þátt í jákvæðri upplifun sænskra neytenda." Emil Helgi Lárusson og Einar Örn Einarsson stofnuðu Serrano árið 2002. Serrano staðirnir eru nú níu talsins, sex á Íslandi og þrír í Svíþjóð en fjórði staðurinn opnar á föstudaginn í Stokkhólmi. Ákvörðunin um að fara í útrás til Svíþjóðar var tekin að vel yfirlögðu ráði. Borgin er höfuðborg Norðurlanda þegar litið er til viðskipta og flestar erlendar keðjur velja að opna sín útibú fyrst þar áður en farið er til annarra Norðurlanda. Þeir Emil Helgi og Einar Örn hafa lagt áherslu á að vanda vel við opnun nýrra staða í Svíþjóð. Lögð hefur verin áhersla á að ná góðum árangri með þá staði sem þegar hafa verið opnaðir sem og að velja rétta staðsetningu fyrir næstu staði. Þetta er í annað sinn sem Serrano í Svíþjóð er verðlaunað en skyndibitakeðjan tók við verðlaunum sem bragðlaukur ársins í nóvember á síðasta ári. Emil Helgi er að vonum ánægður með verðlaunin: „Serrano telst enn vera nýung í Svíþjóð og til að byrja með þurftu gestirnir oft að spyrja margra spurninga. Okkur tókst að koma með eitthvað sem sænskir neytendur þekktu ekki áður en virðast kunna vel að meta. Það er ánægjulegt að sjá sömu gestina aftur og aftur".
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira