Serrano fær sænsku Gullkúna 12. apríl 2011 15:29 Mynd: Serrano Íslenska veitingahúsakeðjan Serrano hlaut í gær hin eftirsóttu sænsku matvælaverðlaun Gullkúna. Verðlaunin voru afhent á Grand Hotel í Stokkhólmi að viðstöddu fjölmenni við árlega athöfn þar sem saman koma þekktustu veitinga- og matreiðslumenn Svíþjóðar ásamt stjórnendum stærstu matvælafyrirtækjanna þar í landi. Gullkúin eru gjarnan kölluð „óskarsverðlaun" matvælaiðnaðarins í Svíþjóð og því er mikill heiður fyrir litla veitingahúsakeðju eins og Serrano að hljóta þau, að því er kemur fram í tilkynningu frá Serrano. Besti skyndibiti ársins Gullkúin er veitt í fimm flokkum og bar Serrano sigur úr býtum í flokknum „Besti skyndibitinn". Hinir flokkarnir eru: Besti umhverfisárangur, besti sælkeraskólinn, besta framreiðsla fyrir eldri borgara og besta sælkeraverslunin. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir því að veita Serrano verðlaunin sagði meðal annars: „Ný hugsun og sköpunarkraftur gefur skyndibitanum sem fólk fær á Serrano nýja vídd. Gæði og metnaður einkenna matseðil Serrano enda er ferskt hráefni uppistaðan í framleiðslunni. Framsýni og eldmóður stofnenda og stjórnenda leiðir til þess að gesturinn fær þetta „litla aukalega" sem dómnefnd var að leita eftir. Hér er á ferðinni úthugsað konsept og góður matur, sem samanlagt á stærstan þátt í jákvæðri upplifun sænskra neytenda." Emil Helgi Lárusson og Einar Örn Einarsson stofnuðu Serrano árið 2002. Serrano staðirnir eru nú níu talsins, sex á Íslandi og þrír í Svíþjóð en fjórði staðurinn opnar á föstudaginn í Stokkhólmi. Ákvörðunin um að fara í útrás til Svíþjóðar var tekin að vel yfirlögðu ráði. Borgin er höfuðborg Norðurlanda þegar litið er til viðskipta og flestar erlendar keðjur velja að opna sín útibú fyrst þar áður en farið er til annarra Norðurlanda. Þeir Emil Helgi og Einar Örn hafa lagt áherslu á að vanda vel við opnun nýrra staða í Svíþjóð. Lögð hefur verin áhersla á að ná góðum árangri með þá staði sem þegar hafa verið opnaðir sem og að velja rétta staðsetningu fyrir næstu staði. Þetta er í annað sinn sem Serrano í Svíþjóð er verðlaunað en skyndibitakeðjan tók við verðlaunum sem bragðlaukur ársins í nóvember á síðasta ári. Emil Helgi er að vonum ánægður með verðlaunin: „Serrano telst enn vera nýung í Svíþjóð og til að byrja með þurftu gestirnir oft að spyrja margra spurninga. Okkur tókst að koma með eitthvað sem sænskir neytendur þekktu ekki áður en virðast kunna vel að meta. Það er ánægjulegt að sjá sömu gestina aftur og aftur". Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Íslenska veitingahúsakeðjan Serrano hlaut í gær hin eftirsóttu sænsku matvælaverðlaun Gullkúna. Verðlaunin voru afhent á Grand Hotel í Stokkhólmi að viðstöddu fjölmenni við árlega athöfn þar sem saman koma þekktustu veitinga- og matreiðslumenn Svíþjóðar ásamt stjórnendum stærstu matvælafyrirtækjanna þar í landi. Gullkúin eru gjarnan kölluð „óskarsverðlaun" matvælaiðnaðarins í Svíþjóð og því er mikill heiður fyrir litla veitingahúsakeðju eins og Serrano að hljóta þau, að því er kemur fram í tilkynningu frá Serrano. Besti skyndibiti ársins Gullkúin er veitt í fimm flokkum og bar Serrano sigur úr býtum í flokknum „Besti skyndibitinn". Hinir flokkarnir eru: Besti umhverfisárangur, besti sælkeraskólinn, besta framreiðsla fyrir eldri borgara og besta sælkeraverslunin. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir því að veita Serrano verðlaunin sagði meðal annars: „Ný hugsun og sköpunarkraftur gefur skyndibitanum sem fólk fær á Serrano nýja vídd. Gæði og metnaður einkenna matseðil Serrano enda er ferskt hráefni uppistaðan í framleiðslunni. Framsýni og eldmóður stofnenda og stjórnenda leiðir til þess að gesturinn fær þetta „litla aukalega" sem dómnefnd var að leita eftir. Hér er á ferðinni úthugsað konsept og góður matur, sem samanlagt á stærstan þátt í jákvæðri upplifun sænskra neytenda." Emil Helgi Lárusson og Einar Örn Einarsson stofnuðu Serrano árið 2002. Serrano staðirnir eru nú níu talsins, sex á Íslandi og þrír í Svíþjóð en fjórði staðurinn opnar á föstudaginn í Stokkhólmi. Ákvörðunin um að fara í útrás til Svíþjóðar var tekin að vel yfirlögðu ráði. Borgin er höfuðborg Norðurlanda þegar litið er til viðskipta og flestar erlendar keðjur velja að opna sín útibú fyrst þar áður en farið er til annarra Norðurlanda. Þeir Emil Helgi og Einar Örn hafa lagt áherslu á að vanda vel við opnun nýrra staða í Svíþjóð. Lögð hefur verin áhersla á að ná góðum árangri með þá staði sem þegar hafa verið opnaðir sem og að velja rétta staðsetningu fyrir næstu staði. Þetta er í annað sinn sem Serrano í Svíþjóð er verðlaunað en skyndibitakeðjan tók við verðlaunum sem bragðlaukur ársins í nóvember á síðasta ári. Emil Helgi er að vonum ánægður með verðlaunin: „Serrano telst enn vera nýung í Svíþjóð og til að byrja með þurftu gestirnir oft að spyrja margra spurninga. Okkur tókst að koma með eitthvað sem sænskir neytendur þekktu ekki áður en virðast kunna vel að meta. Það er ánægjulegt að sjá sömu gestina aftur og aftur".
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira