Norrænt ofurtölvuver skapar tækifæri hérlendis 11. apríl 2011 16:24 Norrænt ofurtölvuver sem sett verður upp hérlendis skapar tækifæri. Jafnframt er það viðurkenning á að Ísland sé ákjósanlegur staður fyrir orkufreka tölvuvinnslu. Þetta kemur fram í tilkynningu um ofurtölvuverið frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þar segir að aðstæður til rannsókna á Íslandi batna til muna á næstunni þegar íslenskir vísindamenn fá aðgang að norrænu ofurtölvuveri sem starfrækt verður hér á landi. Háskóli Íslands handsalaði í dag samkomulag um rekstur versins til næstu þriggja ára. Háskólinn var meðal þriggja norrænna háskóla sem buðu í rekstur ofurtölvuversins og varð hlutskarpastur. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur stutt verkefnið frá upphafi og kemur að því með fjárframlagi. Heildarfjárfesting í verkefninu nemur rúmlega einni milljón evra eða um 200 milljónum króna. Að verkefninu standa, auk Háskóla Íslands, þrjár erlendar stofnanir: Danish Center for Scientific Computing, Swedish National Infrastructure for Computing og UNINETT Sigma í Noregi. Þær hafa yfirumsjón með uppbyggingu og rekstri ofurtölvuvera í sínu heimalandi en hafa nú kosið að setja upp sameiginlegt ofurtölvuver hér á landi. Framlag þeirra til verkefnisins er um 750 þúsund evrur, jafnvirði um 120 milljóna króna. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára og munu háskólar og rannsóknastofnanir á Norðurlöndum samnýta ofurtölvuverið. Verið hýsir reiknifreka tölvuvinnslu til vísindarannsókna fyrir háskólana. Þátttaka Íslands í verkefninu felur ótvírætt í sér aukin tækifæri til samstarfs um vísindarannsóknir og nýsköpun og sömuleiðis markaðssetningu Íslands sem ákjósanlegs staðar fyrir orkufreka samhliða tölvuvinnslu. Í umsögn matsnefndar um umsókn Háskóla Íslands er sérstaklega bent á legu landsins, umhverfisvænan orkubúskap og verðlag orkunnar en þessi atriði eru fordæmisgefandi fyrir verkefni af sama toga. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Norrænt ofurtölvuver sem sett verður upp hérlendis skapar tækifæri. Jafnframt er það viðurkenning á að Ísland sé ákjósanlegur staður fyrir orkufreka tölvuvinnslu. Þetta kemur fram í tilkynningu um ofurtölvuverið frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þar segir að aðstæður til rannsókna á Íslandi batna til muna á næstunni þegar íslenskir vísindamenn fá aðgang að norrænu ofurtölvuveri sem starfrækt verður hér á landi. Háskóli Íslands handsalaði í dag samkomulag um rekstur versins til næstu þriggja ára. Háskólinn var meðal þriggja norrænna háskóla sem buðu í rekstur ofurtölvuversins og varð hlutskarpastur. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur stutt verkefnið frá upphafi og kemur að því með fjárframlagi. Heildarfjárfesting í verkefninu nemur rúmlega einni milljón evra eða um 200 milljónum króna. Að verkefninu standa, auk Háskóla Íslands, þrjár erlendar stofnanir: Danish Center for Scientific Computing, Swedish National Infrastructure for Computing og UNINETT Sigma í Noregi. Þær hafa yfirumsjón með uppbyggingu og rekstri ofurtölvuvera í sínu heimalandi en hafa nú kosið að setja upp sameiginlegt ofurtölvuver hér á landi. Framlag þeirra til verkefnisins er um 750 þúsund evrur, jafnvirði um 120 milljóna króna. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára og munu háskólar og rannsóknastofnanir á Norðurlöndum samnýta ofurtölvuverið. Verið hýsir reiknifreka tölvuvinnslu til vísindarannsókna fyrir háskólana. Þátttaka Íslands í verkefninu felur ótvírætt í sér aukin tækifæri til samstarfs um vísindarannsóknir og nýsköpun og sömuleiðis markaðssetningu Íslands sem ákjósanlegs staðar fyrir orkufreka samhliða tölvuvinnslu. Í umsögn matsnefndar um umsókn Háskóla Íslands er sérstaklega bent á legu landsins, umhverfisvænan orkubúskap og verðlag orkunnar en þessi atriði eru fordæmisgefandi fyrir verkefni af sama toga.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira