Viðskipti innlent

FME afturkallar starfsleyfi Askar, VBS og Sparisjóðabankans

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur afturkallað starfsleyfi Askar Capital hf., Sparisjóðabanka Íslands hf. og VBS fjárfestingarbanka hf.

Fjallað er um málið á vefsíðu FME. Þar segir að Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi Askar Capital sem lánafyrirtækis, þar sem kveðinn hefur verið upp úrskurður um slit fyrirtækisins samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

Það sama á við um Sparisjóðabanka Íslands hf. og VBS fjárfestingarbanka hf. Afturköllun starfsleyfa framangreindra aðila miðast við 7. apríl 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×