Viðskipti erlent

Zuckerberg sleppur frá Fésbókarbræðrum

JHH skrifar
Tyler og Cameron Winklevoss. Mynd/ afp
Tyler og Cameron Winklevoss. Mynd/ afp
Alríkisdómur í Bandaríkjunum vísaði í dag frá máli Tyler og Cameron Winklevoss, sem telja sig eiga hugmyndina að baki Facebook. Bræðurnir höfðuðu mál til að rifta sáttargjörð sem þeir gerðu við Mark Zuckerberg, stofnanda vefsíðunnar, vegna deilna um höfundarrétt.

Saga málsins er rakin í Hollywoodmyndinni The Social Network. Tvíburarnir fullyrða að þeir hafi ráðið Zuckerberg til þess að ljúka við forritun á samskiptasíðunni ConnectU árið 2003. Zuckerberg hafi hins vegar stolið hugmyndinni. Hann hafi sett Facebook í loftið í febrúar 2004, í stað þess að efna samkomulagið við tvíburana. Zuckerberg neitar ásökununum.

Fyrir tveimur árum urðu svo sættir sem fólust í því að tvíburarnir fengu greiddar 20 milljónir bandaríkjadala, um 2.2 milljarða króna. Að auki gátu þeir keypt mjög ríflegan hlut í Facebook fyrir 45 milljónir bandaríkjadala. Dómurinn segir að með hjálp lögmanna og fjármálaráðgjafa hafi tvíburarnir gert samning sem virðist vera mjög hagstæður fyrir þá. Dómurinn sér enga ástæðu til að rifta þeim samningi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×