Viðskipti innlent

Norræn ofurtölvumiðstöð á Íslandi

Mennta- og menningarmálaráðherra boðar í dag, mánudaginn 11. apríl, til blaðamannafunda þar sem verkefni um rekstur norrænnar ofurtölvumiðstöðvar á Íslandi verður kynnt.

Í tilkynningu segir að Háskóli Íslands handsali þá samkomulag um rekstur verkefnisins. Alls bárust þrjár umsóknir í verkefnið frá norrænum háskólum en Háskóli Íslands, undir forystu Reiknistofnunar HÍ og Thor Data Center í Hafnarfirði, hreppti hnossið. Ráherra hefur stutt verkefnið frá upphafi.

Að verkefninu standa, auk Háskóla Íslands, þrjár stofnanir á Norðurlöndum. Hver um sig hafa þessar stofnanir yfirumsjón með rekstri ofurtölvuvera í hverju landi en hafa nú kosið að leggja 750 þúsund evrur, jafnvirði um 120 milljóna króna, í rekstur ofurtölvuvers hér á landi.

Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára og munu háskólar á Norðurlöndum samnýta verið. Heildarfjárfesting í verkefninu er um 200 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×