Viðskipti innlent

Málstofa um framtíð peningamála í Háskólanum í dag

Í dag boðar efnahags- og viðskiptaráðuneytið til málstofu um mótun framtíðarstefnu í peningamálum. Málstofan hefst kl. 15:00 í sal HT-102 í Háskóla Íslands (á Háskólatorgi). Frummælendur verða Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Friðrik Már Baldursson prófessor og Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.

Í tilkynningu segir að gert er ráð fyrir að málstofan standi í tvær klukkustundir. Málstofan er haldin í samvinnu við Seðlabanka Íslands og Háskóla Íslands.

Málstofan er öllum opin.

Dagskrá:

15:00   Þórólfur Matthíasson prófessor, forseti Hagfræðideildar, setur málstofuna.

15:05   Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur S.Í.: Peningastefna eftir höft.

15:30   Friðrik Már Baldursson prófessor: Valkostir í peningamálum.

15:45   Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur: Þjóðhagsvarúð, er það lausnarorðið?

16:00   Almennar umræður.

Fundarstjóri:

Björn Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneyti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×