Viðskipti innlent

Hampiðjan greiður tæpar 75 milljónir í arð

Aðalfundur Hampiðjunnar hf. haldinn var s.l. föstudag samþykkti að greiddur verði arður til hluthafa að upphæð tæplega 75 milljóna kr. fyrir síðasta ár. Arðgreiðslan nemur 1,3% af eigin fé Hampiðjunnar hf. í árslok.

Í tilkynningu segir að arðurinn verði greiddur í viku 18. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 8. apríl, þ.e. viðskipti sem fara fram á þeim degi koma fram í hlutaskrá félagsins á arðsréttindadeginum 13. apríl. Arðleysisdagurinn er 11. apríl.   

Af öðrum tillögum sem samþykktar voru má nefna að þóknun til stjórnarmanna fyrir liðið ár verður 700.000 kr, formaður fái þrefaldan hlut eða 2,1 milljón kr.

Sjálfkjörið var í félagsstjórn. Formaður félagsstjórnar er Bragi Hannesson. Meðstjórnendur eru Árni Vilhjálmsson, Jón Guðmann Pétursson, Kristján Loftsson og Sigurgeir Guðmannsson.

Eins og kunnugt er af fréttum skilaði Hampiðjan 425 milljón kr. hagnaði á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×