Fleiri fréttir

Um 7 milljarða króna hagnaður á fyrstu þremur mánuðum

Hagnaður eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2010 nam 7,2 milljörðum króna og er það í framhaldi af 8,8 milljarða króna hagnaði þrjá síðustu mánuði ársins 2009. Árshlutareikningur samstæðu OR var samþykktur á stjórnarfundi í dag.

Lítilsháttar hækkun á GBI vísitölunni

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði lítillega í dag í 9,5 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 0,4 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 9,1 milljarða kr. viðskiptum.

Reyndi fjársvik í Landsbankanum, dæmdur í fangelsi

Breski viðskiptamaðurinn og fjársvikarinn Peter Guestyn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í dag fyrir dómi í London. Meðal ákæruliða gegn honum var tilraun til að svíkja 70 milljónir dollara, eða rúmlega 9 milljarða kr. í Landsbankanum árið 2005.

Vill að einn bankanna verði í erlendri eigu

Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra vill að einn af stóru bönkunum þremur verði í eigu erlends banka til frambúðar. Í samtali við Fréttastofu segir Gylfi að þar sé hann að horfa til Arion banka eða Íslandsbanka. Staða Landsbankans sé önnur en þessara tveggja banka.

Afglöp og vítaverð vanræksla endurskoðenda Glitnis

Slitastjórn Glitnis stefnir endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers fyrir afglöp í trúnaðarstarfi og vítaverða vanrækslu. Endurskoðendurnir eru sakaðir um að hafa gróflega rangfært áhættu Glitnis og stuðlað að sviksamlegri fjáröflun bankans í New York.

Atvinnuleysið var 9% í apríl

Skráð atvinnuleysi í apríl 2010 var 9% en að meðaltali 14.669 manns voru atvinnulausir og minnkar atvinnuleysi um 2,6% frá mars, eða um 390 manns að meðaltali.

Kaupin á TM voru glórulaus fyrir Glitni

Í stefnu slitastjórnar Glitnis fyrir dómstóli í New York er fjallað um leikfléttuna í kringum kaupin á Tryggingamiðstöðinni (TM) en þau kaup eru sögð hafa verið glórulaus fyrir Glitni. Á endanum tapaði bankinn tæplega 26 milljörðum kr. á þessum kaupum.

Hótar að stefna formanni slitastjórnar Glitnis persónulega

Pálmi Haraldsson, oft kenndur við Fons, hótar að stefna Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar Glitnis, persónulega vegna stefnu slitastjórnar Glitnis á hendur honum auk Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og klíku hans, eins og það er orðað í stefnunni sjálfri.

Pálmi Haralds: Vanþekking slitastjórnar Glitnis með ólíkindum

„Málssókn þessi er tilhæfulaus með öllu og gerð í þeim augljósa tilgangi að setja stefndu í þá stöðu að geta ekki varið sig," segir athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson í yfirlýsingu vegna ákvörðunar slitastjórnar Glitnis að höfða mál á hendur honum og fleiri aðilum fyrir dómstól í Bandaríkjunum. Pálmi segir að málssóknin gegn sér sé augljóslega byggð á misskilningi og vanþekkingu slitastjórnarinnar á því hverjir sátu í stjórn Glitnis. Sú staðreynd eins og sér sé með ólíkindum.

Formaður FLE: „Ef álitin eru röng þá hafa menn ekki staðið sig vel“

„Ég hef ekki náð að kynna mér þessi mál til þess að átta mig almennilega á því hver eðlileg viðbrögð eru,“ segir Þórir Ólafsson, formaður félags löggiltra endurskoðenda (FLE) spurður hvort stjórnin ætli að bregðast við því að framkvæmdarstjóri félagsins, Sigurður B. Arnþórsson, er sérstaklega nefndur í stefnu skilanefndar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félögum.

Útlán ÍLS minnka um helming milli mánaða

Þróun útlána Íbúðalánasjóðs (ÍLS) undanfarið er til marks um þá ládeyðu sem ríkir á innlendum fasteignamarkaði þessa dagana. Í apríl námu almenn útlán ÍLS til íbúðakaupa rúmum 800 milljónir kr. sem er ríflega helmingi lægri fjárhæð en þau voru í mars síðastliðnum þegar þau voru 1,8 milljarða kr.

Ísland í harðri samkeppni á sjávarafurðamörkuðum

Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, sölufyrirtækis Samherja í Bretlandi, segir Ísland eiga í harðri samkeppni á mörkuðum fyrir sjávarafurðir. Hann segir að á meðal helstu samkeppnisaðila séu t.d. Norðmenn sem búi við mikinn stöðugleika og öflugan stuðning stjórnvalda í markaðsstarfi og sölutryggingu afurða.

Sparisjóðirnir lækka vexti

Sparisjóðinir hafa ákveðið að lækka vexti inn- og útlána um allt að 0,5% frá 11. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðunum.

Endurskoðendur Glitnis brutu gegn starfsskyldum sínum

PricewaterhouseCoopers (PwC) brutu gegn starfsskyldum sínum í störfum fyrir Glitni seinnihluta ársins 2007 að því er segir í stefnu þeirri sem slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fyrir dómstóli í New York og birt er á vefsíðu slitastjórnarinnar.

Glitnir hélt upplýsingum leyndum fyrir FME

Stjórn Glitnis hélt mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) árið 2007. Um er að ræða upplýsingar um lánveitingar bankans til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og tengdra aðila. Þessi lán voru langt umfram lög og reglur um hve hátt hlutfall þessi lán máttu vera sem hlutfall af eigin fé Glitnis.

Bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti

„Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann."

Jóni Ásgeiri stefnt fyrir dómstól í New York

Skilanefnd Glitnis hefur stefnt sjö aðaleigendum og stjórnendum bankans fyrir dómstól í New York vegna 2 milljarða dala kröfu. Upphæðin nemur um 260 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi bandaríkjadals í dag.

Segir næg tækifæri hafa verið til að hafa áhrif á aðra

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segist hafa haft næg tækifæri til að hafa áhrif á aðra grunaða í málum hans og mótmælir gæsluvarðhaldinu yfir sér. Framburður hans stangast á við framburð annarra sem grunaðir eru í málinu.

Óskað eftir handtökuskipun á Sigurð Einarsson

Óskað hefur verið eftir því að gefin verði út handtökuskipun á Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings. Hann hefur ekki enn sinnt kalli sérstaks saksóknara um að mæta í yfirheyrslu. Tveir háttsettir fyrrverandi yfirmenn Kaupþings hafa verið í yfirheyrslum hjá sérstökum

Áfram rólegt á skuldabréfamarkaði

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 6,3 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 1,2 milljarðs kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 4,7 milljarða kr. viðskiptum.

Vangaveltur um plan A og B hjá Seðlabankanum

„Á síðasta vaxtaákvörðunarfundi mátti ekki merkja annað en að áhugi Seðlabankans að framfylgja Plani A um háa vexti og afnám hafta væri inni, en Plan B, þar sem gjaldeyrishöftin fá framlengt dvalarleyfi og vextir lækkaðir hressilega, væri úti."

Míla og SIP skrifa undir samning

Nýlega skrifuðu Fjarskiptafyrirtækið SIP ehf. og Míla ehf. undir samning um sambönd í tveimur símstöðvum í Mývatnssveit.

Farþegum Icelandair fækkaði um 17% í apríl

Farþegum Icelandair Group fækkaði um 17% í apríl miðað við apríl í fyrra. Farþegafjöldinn í apríl í ár var rétt rúmlega 73.000 manns en í sama mánuði í fyrra var hann tæplega 88.400 manns.

Íslandsbanki lækkar vexti

Íslandsbanki lækkar í dag vexti á inn- og útlánum í kjölfarið á lækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands. Þetta hefur í för með sér að vextir á óverðtryggðum inn- og útlánum lækka um 0,5% en breytilegir vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum lækka á sama tíma um 0,25%.

Óróinn á mörkuðum veldur metverði á gulli

Heimsmarkaðsverð á gulli fór í 1.218,5 dollara únsan í New York núna eftir hádegið og hefur verðið aldrei verið hærri í sögunni. Það er óróinn sem nú ríkir á mörkuðum vegna skuldavanda Evrópuríkja sem veldur þessari miklu hækkun á gullinu.

Afar lítill áhugi erlendra aðila á ríkisbréfum í apríl

Svo virðist sem áhugi erlendra aðila á ríkisbréfum hafi verið afar lítill í apríl síðastliðnum. Samkvæmt Markaðsupplýsingum sem Lánamál sendu frá sér í gær keyptu erlendir aðilar ekkert í þeim ríkisbréfaflokkum sem í boði voru í apríl, þ.e. RIKB11 og nýja verðtryggða flokknum RIKS21 sem hleypt var af stokkunum í mánuðinum.

Yfir 60 milljarða viðsnúningur hjá Lego í Danmörku

Kirkbi A/S móðurfélag leikfangarisans Lego í Danmörku skilaði hagnaði upp á 2,4 milljarða danskra kr. á síðasta ári. Árið áður nam tapið af rekstrinum 550 miljónum danskra kr. og er þetta því viðsnúningur upp á tæplega 3 milljarða danskra kr. eða um 64 milljarða kr. á mili áranna.

Hollenska þingið gagnrýnir seðlabanka landsins harðlega

Rannsóknarnefnd hollenska þingsins gagnrýnir harðlega að hollenski seðlabankinn hafi ekki sett Landsbankanum strangari skilyrði fyrir innkomu á hollenska fjármálamarkaðinn. Seðlabankinn hafi skilgreint valdheimildir sínar óþarflega þröngt í sambandi við Icesave.

Veruleg lækkun á skuldatryggingaálagi Íslands

Veruleg lækkun hefur orðið á skuldatryggingaálagi Ríkissjóðs Íslands og í raun hefur það ekki verið lægra síðan í byrjun september árið 2008, eða með öðrum orðum fyrir bankahrun. Í lok dagsins í gær stóð álagið til 5 ára í 271 punktum (2,71%) og hafði það lækkað um heila 72 punkta frá því síðastliðinn föstudag.

Gott gengi á mörkuðum erlendis bætir stöðu lífeyrissjóða

Það sem veldur miklilli aukningu á eignum lífeyrissjóðanna er gott gengi á hlutabréfamörkuðum erlendis. Eignir lífeyrisjóðanna í erlendum hlutabréfasjóðum jukust um 21 milljarð kr. í marsmánuði en alls jukust erlendar eignir sjóðanna um 25 milljarða kr.

Grikkland biður um fyrsta hlutann af lánapakkanum

Gríska ríkisstjórnin mun í dag fara formlega fram á að fá greiddan fyrsta hlutann, eða 20 milljarða evra, af lánapakka ESB/AGS upp á 110 milljarða evra sem veita á landinu. Þetta er haft eftir heimildarmanni í gríska fjármálaráðuneytinu í frétt á fréttastofunni ritzau um málið.

Atvinnumiðstöð opnuð í Hafnarfirði í dag

Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar verður opnuð í dag klukkan 16:00 að Strandgötu 4. Þar verður sinnt svæðisbundinni vinnumiðlun, ráðgjöf og annarri þjónustu við atvinnuleitendur í Hafnarfirði. Þetta þróunarverkefni byggist á samstarfs- og þjónustusamningi milli Vinnumálastofnunar og Hafnarfjarðarbæjar með aðild Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði.

Síldarvinnslan kaupir Margréti EA af Samherja

Síldarvinnslan hf. hefur fest kaup á Margréti EA-710 af Samherja hf. Margrét EA er eitt öflugasta uppsjávarskip íslenska flotans. Skipið var smíðað í Noregi 1998 og er 2.188 brúttótonn, 1.270 brúttórúmlestir og 71,1 metri að lengd og 13 metrar að breidd.

Leigusamningum fækkar töluvert milli mánaða

Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga á landinu var 625 í apríl 2010 og fækkar þeim um 20,9% frá mars 2010 og fækkar um 4,6% frá apríl 2009. Þetta kemur fram á vefsíðu Fasteignaskrár Íslands.

Hagnaður Carlsberg langt umfram væntingar

Carlsberg, stærsta brugghús Danmerkur, skilaði hagnaði upp á 471 milljón danskra kr. eða rúmlega 10 milljörðum kr. eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi árs. Þessi hagnaður er langt umfram væntingar sérfræðinga sem töldu að tap upp á 54 milljónir danskra kr. yrði á rekstrinum.

Landsbankinn býður 25% lækkun á höfuðstól erlendra lána

Landsbankinn býður nú fyrirtækjum og einstaklingum 25% höfuðstólslækkun lána í erlendri mynt gegn því að láni sé breytt í verðtryggð eða óverðtryggð lán í íslenskum krónum. Jafnframt hefur bankaráð Landsbankans samþykkt aðrar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum, einstaklingum og heimilum til að styðja við endurreisn íslensks efnahagslífs.

Krónan þarf að vera stöðug í áratug

„Ég sé ekki fyrir mér að hægt sé að afnema verðtrygginguna á skömmum tíma, en það er hins vegar hægt að vinna kerfis­bundið að breytingum sem sjálfkrafa draga úr vægi hennar,“ sagði Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, á opnum fundi viðskiptanefndar Alþingis í gær.

Sigurður setur skilyrði fyrir heimkomu

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur ekki orðið við beiðni sérstaks saksóknara um að koma fyrr til yfirheyslu vegna rannsóknar á málefnum Kaupþings. Sigurður hefur verið boðaður til yfirheyrslu næstkomandi föstudag og setur skilyrði fyrir að flýta för sinni að hann verði ekki handtekinn við komuna til landsins. Hann hefur einnig boðið sérstökum saksóknara að yfirheyra sig í Bretlandi.

Búið að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs og Hannesar

Búið er að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smárasonar hér á landi. Eignir þeirra hrökkva ekki upp í kyrrsetningarbeiðni Skattrannsóknarstjóra og munar þar rúmlega tvöhundruð milljónum króna.

Sjá næstu 50 fréttir