Viðskipti innlent

Sparisjóðirnir lækka vexti

Sparisjóðinir hafa ákveðið að lækka vexti inn- og útlána um allt að 0,5% frá 11. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðunum.

Þar segir að sparisjóðirnir lækka vexti á inn- og útlánum í framhaldi af ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans.

Þetta hefur í för með sér að vextir á óverðtryggðum inn- og útlánum lækka um allt að 0,5% frá 11. maí.

Sparisjóðirnir stíga hér með enn einu sinni fram af ábyrgð og standa með sínum viðskiptavinum með lækkun vaxta, að því er segir í tilkynningunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×