Jóni Ásgeiri stefnt fyrir dómstól í New York Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. maí 2010 22:20 Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson eru báðir á meðal hinna stefndu. Mynd/ Anton. Skilanefnd Glitnis hefur stefnt sjö manns fyrir dómstól í New York vegna 2 milljarða dala kröfu. Upphæðin nemur um 260 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi bandaríkjadals í dag. Hinir stefndu eru fyrrum aðaleigendur bankans, stjórnendur hans og stjórnendur fyrirtækja sem honum tengdust, að því er Reuters greinir frá. Þeir eru hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, Pálmi Haraldsson, Þorsteinn Jónsson, Lárus Welding, Jón Sigurðsson og Hannes Smárason. Endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers er einnig stefnt. Samkvæmt stefnunni eru hinir stefndu sakaðir um að hafa tekið fjármuni út úr bankanum og nýtt þá í eigin þágu og í þágu fyrirtækja sinna. Fjármagnið hafi meðal annars komið með sölu skuldabréfa á Manhattan og víðar í Bandaríkjunum. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hafði samband við Árna Tómasson, formann skilanefndar Glitnis í kvöld. Hann sagði að von væri á fréttatilkynningu frá skilanefndinni vegna málsins í fyrramálið og vildi ekki tjá sig nánar um það. Tengdar fréttir Bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti „Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann." 12. maí 2010 08:24 Óskað kyrrsetninga á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim Dómstóll í London hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hvar sem er í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem slitastjórn Glitnis sendi frá sér í nótt. 12. maí 2010 07:56 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Skilanefnd Glitnis hefur stefnt sjö manns fyrir dómstól í New York vegna 2 milljarða dala kröfu. Upphæðin nemur um 260 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi bandaríkjadals í dag. Hinir stefndu eru fyrrum aðaleigendur bankans, stjórnendur hans og stjórnendur fyrirtækja sem honum tengdust, að því er Reuters greinir frá. Þeir eru hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, Pálmi Haraldsson, Þorsteinn Jónsson, Lárus Welding, Jón Sigurðsson og Hannes Smárason. Endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers er einnig stefnt. Samkvæmt stefnunni eru hinir stefndu sakaðir um að hafa tekið fjármuni út úr bankanum og nýtt þá í eigin þágu og í þágu fyrirtækja sinna. Fjármagnið hafi meðal annars komið með sölu skuldabréfa á Manhattan og víðar í Bandaríkjunum. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hafði samband við Árna Tómasson, formann skilanefndar Glitnis í kvöld. Hann sagði að von væri á fréttatilkynningu frá skilanefndinni vegna málsins í fyrramálið og vildi ekki tjá sig nánar um það.
Tengdar fréttir Bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti „Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann." 12. maí 2010 08:24 Óskað kyrrsetninga á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim Dómstóll í London hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hvar sem er í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem slitastjórn Glitnis sendi frá sér í nótt. 12. maí 2010 07:56 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti „Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann." 12. maí 2010 08:24
Óskað kyrrsetninga á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim Dómstóll í London hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hvar sem er í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem slitastjórn Glitnis sendi frá sér í nótt. 12. maí 2010 07:56
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf