Formaður FLE: „Ef álitin eru röng þá hafa menn ekki staðið sig vel“ 12. maí 2010 10:43 Í stefnunni segir að Sigurður B. Arnþórsson hafi verið sá endurskoðandi hjá PwC sem helst bar ábyrgð á vinnu PwC fyrir Glitni. „Ég hef ekki náð að kynna mér þessi mál til þess að átta mig almennilega á því hver eðlileg viðbrögð eru," segir Þórir Ólafsson, formaður félags löggiltra endurskoðenda (FLE) spurður hvort stjórnin ætli að bregðast við því að framkvæmdarstjóri félagsins, Sigurður B. Arnþórsson, er sérstaklega nefndur í stefnu slitanefnd Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félögum. PricewaterhouseCoopers (PwC) hefur einnig verið stefnt fyrir að brjóta gegn starfsskyldum sínum í störfum fyrir Glitni seinnihluta ársins 2007 að því er segir í stefnu þeirri sem slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fyrir dómstóli í New York og birt er á vefsíðu slitastjórnarinnar. „Félagið (FLE) tekur þetta eflaust til umfjöllunar," segir Þórir sem vinnur einnig hjá PricewaterhouseCoopers. Í stefnu Glitnis koma fram ásakanir um slæm vinnubrögð PwC. Í stefnunni má nefna að PwC hafi vitað að ein af skýrslum þeirra væri fölsk hvað staðreyndir varðar. PwC varð ekki við kröfum Fjármálaeftirlitsins (FME) um að greina á réttann hátt frá tengdum aðilum bankans fyrir skuldabréfaútboðið í New York sem greint er frá í annarri frétt hér á síðunni. PwC gaf út yfirlýsingar sem beinlínís voru rangar. Í stefnunni segir að Sigurður B. Arnþórsson hafi verið sá endurskoðandi hjá PwC sem helst bar ábyrgð á vinnu PwC fyrir Glitni. Sigurður hafi m.a. staðið að undirbúningnum fyrir skuldabréfaútboð og hafi skrifað undir skýrslu PwC til FME um útboðið og þá skýrslu sem fylgdi með útboðinu í New York. Þórir segir að það sé hugsanlegt að menn dragi sig til hlés séu málsatvik með þeim hætti.„Ef álitin eru röng þá hafa menn ekki staðið sig vel," segir Þórir sem rekur þann varnagla að hann hafi ekki séð skýrslu Glitnis og geti því ekki tjáð sig efnislega um málið. Tengdar fréttir Glitnir hélt upplýsingum leyndum fyrir FME Stjórn Glitnis hélt mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) árið 2007. Um er að ræða upplýsingar um lánveitingar bankans til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og tengdra aðila. Þessi lán voru langt umfram lög og reglur um hve hátt hlutfall þessi lán máttu vera sem hlutfall af eigin fé Glitnis. 12. maí 2010 09:23 Bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti „Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann." 12. maí 2010 08:24 Óskað kyrrsetninga á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim Dómstóll í London hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hvar sem er í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem slitastjórn Glitnis sendi frá sér í nótt. 12. maí 2010 07:56 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Sjá meira
„Ég hef ekki náð að kynna mér þessi mál til þess að átta mig almennilega á því hver eðlileg viðbrögð eru," segir Þórir Ólafsson, formaður félags löggiltra endurskoðenda (FLE) spurður hvort stjórnin ætli að bregðast við því að framkvæmdarstjóri félagsins, Sigurður B. Arnþórsson, er sérstaklega nefndur í stefnu slitanefnd Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félögum. PricewaterhouseCoopers (PwC) hefur einnig verið stefnt fyrir að brjóta gegn starfsskyldum sínum í störfum fyrir Glitni seinnihluta ársins 2007 að því er segir í stefnu þeirri sem slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fyrir dómstóli í New York og birt er á vefsíðu slitastjórnarinnar. „Félagið (FLE) tekur þetta eflaust til umfjöllunar," segir Þórir sem vinnur einnig hjá PricewaterhouseCoopers. Í stefnu Glitnis koma fram ásakanir um slæm vinnubrögð PwC. Í stefnunni má nefna að PwC hafi vitað að ein af skýrslum þeirra væri fölsk hvað staðreyndir varðar. PwC varð ekki við kröfum Fjármálaeftirlitsins (FME) um að greina á réttann hátt frá tengdum aðilum bankans fyrir skuldabréfaútboðið í New York sem greint er frá í annarri frétt hér á síðunni. PwC gaf út yfirlýsingar sem beinlínís voru rangar. Í stefnunni segir að Sigurður B. Arnþórsson hafi verið sá endurskoðandi hjá PwC sem helst bar ábyrgð á vinnu PwC fyrir Glitni. Sigurður hafi m.a. staðið að undirbúningnum fyrir skuldabréfaútboð og hafi skrifað undir skýrslu PwC til FME um útboðið og þá skýrslu sem fylgdi með útboðinu í New York. Þórir segir að það sé hugsanlegt að menn dragi sig til hlés séu málsatvik með þeim hætti.„Ef álitin eru röng þá hafa menn ekki staðið sig vel," segir Þórir sem rekur þann varnagla að hann hafi ekki séð skýrslu Glitnis og geti því ekki tjáð sig efnislega um málið.
Tengdar fréttir Glitnir hélt upplýsingum leyndum fyrir FME Stjórn Glitnis hélt mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) árið 2007. Um er að ræða upplýsingar um lánveitingar bankans til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og tengdra aðila. Þessi lán voru langt umfram lög og reglur um hve hátt hlutfall þessi lán máttu vera sem hlutfall af eigin fé Glitnis. 12. maí 2010 09:23 Bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti „Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann." 12. maí 2010 08:24 Óskað kyrrsetninga á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim Dómstóll í London hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hvar sem er í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem slitastjórn Glitnis sendi frá sér í nótt. 12. maí 2010 07:56 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Sjá meira
Glitnir hélt upplýsingum leyndum fyrir FME Stjórn Glitnis hélt mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) árið 2007. Um er að ræða upplýsingar um lánveitingar bankans til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og tengdra aðila. Þessi lán voru langt umfram lög og reglur um hve hátt hlutfall þessi lán máttu vera sem hlutfall af eigin fé Glitnis. 12. maí 2010 09:23
Bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti „Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann." 12. maí 2010 08:24
Óskað kyrrsetninga á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim Dómstóll í London hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hvar sem er í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem slitastjórn Glitnis sendi frá sér í nótt. 12. maí 2010 07:56