Fleiri fréttir Arnór: Hrapaleg mistök að slíta samstarfinu við AGS Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segir að það væru hrapaleg mistök að slíta samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS). Það myndi kosta lægra gengi en ella og ekki yrði ráðlegt að leysa gjaldeyrishöftin á sama tíma. 24.3.2010 14:08 LÍÚ segir þörf á 100 milljarða afskriftum í sjávarútvegi Afskrifa þarf allt að tuttugu prósent af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja eða um hundrað milljarða króna til að þau geti starfað eðlilega og ráðið við sínar skuldbindingar. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri Landssambands Íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). 24.3.2010 13:09 Hotel D´Angleterre í hendur skilanefndar Landsbankans Skilanefnd Landsbankans (LBI) hefur leyst til sín allar eignir Nordic Partners. Stjórnendateymi í Lettlandi undir forystu Daumants Vitols eignast 51% hlutafjár í NP Limited. Aðrar eignir sem LBI leysir til sín frá Nordis Partners eru 5 Dornier þotur og þrjú hótel í Kaupmannahöfn, þar á meðal Hotel D´Angleterre. 24.3.2010 12:55 Gengi krónunnar veikist, vísitalan í 230 stig Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð það sem af er degi eða um 0,66%. Gengisvísitalan er nú aftur komin í 230 stig eftir að hafa verið undir því gildi að undanförnu. 24.3.2010 12:23 Léttara andrúmsloft í stærsta hagkerfi Evrópu Andrúmsloftið í þýska atvinnulífinu er allt að léttast samkvæmt Ifo vísitölunni sem mælir væntingar stjórnenda í 7.000 þýskum fyrirtækjum í hverjum mánuði en mælingar fyrir mars mánuði voru birtar nú í morgun. 24.3.2010 12:01 Greining: Verðbólgan hefur náð hámarki Greining Íslandsbanka telur að verðbólgan hafi nú náð hámarki og að draga fari úr verðbólgu að nýju í næsta mánuði. Spáir greiningin nú 0,9% hækkun vísitölunnar á öðrum ársfjórðungi ársins, og á seinni helmingi ársins telur greiningin að hækkun vísitölunnar muni nema aðeins 1,1% gangi spáin eftir. 24.3.2010 11:52 Auður Capital tapaði 88 milljónum í fyrra Tap Auðar Capital nam 88 milljónum króna í fyrra. Fjárhagsstaða félagsins er mjög traust, fyrirtækið er skuldlaust og eigið fé nemur rúmum 1,1 milljarði króna. 24.3.2010 11:17 Íslandsbanki frestar vaxtahækkunum á húsnæðislán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að fresta vaxtaendurskoðun verðtryggðra og erlendra húsnæðislána bankans sem eru á vaxtaendurskoðun á þessu ári, til ársins 2013 Er þetta gert til að koma til móts við þá viðskiptavini bankans sem eru með húsnæðislán og hafa þurft að takast á við hækkandi greiðslubyrði í kjölfarið á veikingu íslensku krónunnar og aukinni verðbólgu. 24.3.2010 10:24 SFO íhugar rannsókn á viðskiptaháttum Rio Tinto Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), íhugar nú að hefja rannsókn á viðskiptaháttum Rio Tinto. Kemur þetta í framhaldi af því að fjórir starfsmenn Rio Tinto í Kína hafa viðurkennt að hafa þegið mútur. Kínversk stjórnvöld eru stærsti viðskiptavinur Rio Tinto sem m.a. rekur álverið í Straumsvík. 24.3.2010 10:02 Markaðurinn gerir ráð fyrir 35% endurheimtum hjá Straumi Verð á skuldabréfum í Straumi er nú komið í 35% af nafnverði þeirra að því er kemur fram á vefsíðunni Keldan. Samkvæmt þessu gerir markaðurinn ráð fyrir að þetta hlutfall muni endurheimtast upp í kröfur þrotabúsins. 24.3.2010 09:24 Verðbólgan í takt við spár sérfræðinga Ársverðbólgan er nokkuð í takt við spár sérfræðinga sem gerðu ráð fyrir að verðbólgan myndi mælast á bilinu 8,5 til 8,9%. 24.3.2010 09:08 Verðbólgan 8,5 prósent Verðbólgan mælist nú 8,5 prósent. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í mars er 362,9 stig og hækkaði hún um 0,55% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 346,0 stig og hækkaði hún um 1,05% frá febrúar. Þetta kemur fram í frétt frá Haqstofunni. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs því hækkað um 8,5% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 12,0%. Verðbólgan var 7,3% við síðustu mælingu í febrúar. 24.3.2010 09:00 Hagnaður N1 nam 277 milljónum í fyrra Hagnaður N1 hf. árið 2009 er 277,4 milljónir kr. eftir skatta. Veltufé frá rekstri nam 1,8 milljarður kr. en var 1,2 milljarður kr. árið áður. Eigið fé félagsins er rúmlega 6,6 milljarðar kr. í árslok 2009. 24.3.2010 08:39 Fimmta hver króna ríkissjóðs fer í vaxtagreiðslur Í fyrra voru heildarvaxtagjöld ríkissjóðs 90 milljarðar kr eða 19,5% af tekjum ríkissjóðs og samkvæmt fjárlögum 2010 verða vaxtagjöld í ár 94,3 milljarða kr eða rúm 20% af heildartekjum. Fimmta hver króna sem greidd er í ríkissjóð fer því í vaxtagreiðslur af skuldum ríkissins. 24.3.2010 08:10 Dráttarvextir lækkaðir í 16% Dráttarvextir lækka frá og með 1. apríl næstkomandi um hálfa prósentu og verða 16%. 24.3.2010 08:03 Styrkja vernd minnihluta Ríkisstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að vísa tveimur frumvörpum Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, til þingflokka stjórnarflokkanna og Alþingis. Þau eru frumvarp um breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög sem fjallar um vernd minnihluta hluthafa og frumvarp til laga um rannsókn á fjárhagsstöðu skuldugra heimila, sem leggur til að ráðherra verði heimilt að að hleypa af stokkunum víðtækri rannsókn á fjárhagsstöðu heimila og áhrifum úrræða í skuldamálum. 23.3.2010 17:38 Hlutabréf Century Aluminum hækkaði um 6,25 prósent Gengi hlutabréfa Century Aluminum, móðurfélags álversins á Grundartanga, hækkaði um 6,25 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa Icelandair Group, sem hækkaði um 3,45 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Bakkavarar Group um 3,33 prósent, Eik Banka um 1,81 prósent og Marels um 1,3 prósent. 23.3.2010 16:23 Daufur dagur á skuldabréfamarkaðinum Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði lítillega í dag í litlum viðskiptum 2,5 milljarða kr. Bæði GAMMAi: Verðtryggt og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkuðu lítillega. 23.3.2010 15:44 Sjávarútvegurinn skuldar þrotabúum 300 milljarða Reikna má út að sjávarútvegurinn, það er útgerð og fiskvinnsla, skuldi nú þrotabúum stóru bankanna þriggja um 300 milljarða kr. af heildarskuldum sínum sem nema hátt í 600 milljörðum kr. í dag. 23.3.2010 15:27 Mikill hallarekstur á ríkissjóði í janúar Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs er handbært fé frá rekstri neikvætt um tæpa 13 milljarða kr., sem er tæplega 29 milljarða kr. lakari útkoma en árið 2009. Tekjur reyndust 27,6 milljörðum kr. minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um tæpa 3,8 milljarða kr. 23.3.2010 13:26 Hlutabréf Haga rafrænt skráð í júní Stjórn Haga hefur ákveðið að hlutabréf í félaginu verði tekin til rafrænnar skráningar í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands þann 23. júní n.k. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag. 23.3.2010 12:54 Íslendingar langt í frá einir að glíma við vaxandi skuldir Heildarskuldir hins opinbera í lok síðasta árs námu 1.176 milljörðum kr. sem jafngildir 78% af landsframleiðslu. Þetta er auðvitað slæm staða en ekki má þó gleyma því að Ísland er langt því frá eina ríkið sem glímir við vaxandi skuldir um þessar mundir. 23.3.2010 11:59 Evran áfram undir grískum áhrifum Evran heldur áfram að gefa eftir og er það Grikklandskrísan eftir sem áður sem ræður mestu þar um. Evran kostar þegar þetta er ritað (11:00) 1.351 dal. Evran hefur nú lækkað um 1,9% á síðustu fjórum viðskiptadögum. 23.3.2010 11:51 Alcoa prófar nýja tækni til að virkja sólarorku Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, og rannsóknamiðstöð orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna um endurnýjanlega orkugjafa vinna nú að prófunum á nýrri tækni til að virkja sólarorku. Markmiðið er að lækka kostnað við gerð og rekstur sólarspegla til raforkuframleiðslu og gera þá samkeppnishæfa við aðrar leiðir til orkuframleiðslu. 23.3.2010 10:43 Ótti veldur því að Danir spara sem aldrei fyrr Samanlagt á danskur almenningur um 798 milljarða danskra kr. eða vel yfir 18.000 milljarða kr. inni á reikningum í bönkum landsins. Þetta samsvarar því að hver Dani eigi 144.000 danskar kr. eða 3,3 milljónir kr. inni á bankabók sinni. 23.3.2010 10:32 Time Warner leggur fram 190 milljarða tilboð í MGM Time Warner mun leggja fram tilboð upp á 1,5 milljarða dollara eða 190 milljarða kr. í kvikmyndafyrirtækið MGM í dag. Þetta hefur BusinessWeek eftir ónafngreindum heimildum. Ein verðmætasta eign MGM er rétturinn til að gera James Bond kvikmyndirnar. 23.3.2010 09:40 Íslandsbanki með ráðleggingar í skattamálum Þar sem stutt er í skil á skattframtölum einstaklinga, eða 26. mars nk. stendur Íslandsbanki fyrir fundi um skattamál einstaklinga í dag, þriðjudaginn 23. mars kl. 17.00 í útibúi bankans við Gullinbrú. 23.3.2010 09:15 Leikhúsgestum fækkaði um 14% milli ára Samanlagður fjöldi gesta á leiksýningar leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga innanlands var tæplega 356 þúsund á síðasta leikári. Það samsvarar því að hver landsmaður hafi séð eina leiksýningu á leikárinu. Áhorfendum á síðasta leikári fækkaði um 56 þúsund frá því á leikárinu þar á undan. Það jafngildir fækkun gesta um 14 af hundraði. 23.3.2010 09:12 FBI og FSB unnu saman að því að uppræta bankagengi Bandaríska alríkislögreglan FBI og rússneska leyniþjónustan FSB (áður KGB) unnu saman að því að uppræta bankagengi sem herjað hafði á breska bankann Royal Bank of Scotland (RSB). Málið er eitt stærsta sinnar tegundar hvað varðar stuld á gögnum úr bönkum. 23.3.2010 09:06 Google gefur kínverskum stjórnvöldum fingurinn Leitarvélin Google hefur ákveðið að hundsa reglur kínverskra stjórnvalda um ritskoðun. Hefur netumferð Kínverja um Google nú verið flutt yfir á netþjónabú í Hong Kong en reglurnar um ritskoðunina ná ekki þangað. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð kínverskra stjórnvalda sem að öllum líkindum munu henda Google alfarið út úr landinu. 23.3.2010 08:38 FME veitir Arev verðbréfafyrirtæki auknar starfsheimildir Fjármálaeftirlitið (FME) veitti Arev verðbréfafyrirtæki hf. fyrr í mánuðinum auknar starfsheimildir sem verðbréfafyrirtæki og var starfsleyfi félagsins endurútgefið með tilliti til þess. 23.3.2010 08:03 Skuggastjórnendur ekki sóttir til saka Rannsóknir sérstaks saksóknara hafa leitt í ljós að hér á Íslandi var lítil sem engin fjarlægð mynduð við eigendur hlutafélaga, ólíkt því sem tíðkaðist erlendis. Hér á landi voru eigendur miklu stærri þátttakendur í stjórnun bankanna. Þeir munu að öllum líkindum sleppa, þar sem refsiábyrgðin var hjá stjórn og forstjóra. 22.3.2010 18:45 Tap Skipta nam 10 milljörðum króna Hagnaður Skipta, móðurfélags Símans, á árinu 2009 fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 8,7 milljörðum króna. Sala jókst um 2% frá fyrra ári, nam 39,7 milljörðum króna samanborið við 39 milljarða árið áður, að fram í kemur í tilkynningu fyrir fyrirtækinu. 22.3.2010 18:13 Alex Jurshevski: Ætlum ekki að græða á vanda Íslands Alex Jurshevski, sérfræðingur í skuldavanda fullvalda ríkja og einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Recovery Partners, segir að fyrirtækið leitist ekki við að hagnast á kostnað fyrirtækja eða þjóða í vanda. Auk þess ráðleggi fyrirtækið ekki ríkisstjórnum um útgjaldastefnu eða einkavæðingu. 22.3.2010 17:45 Gengi hlutabréfa Eik banka hækkaði um 4,4 prósent Gengi hlutabréfa í færeyska Eik banka hækkaði um 4,4 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar. 22.3.2010 17:03 Erlendum fjárfestum líður betur með krónueignir Í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa segir að þróun gengis krónunnar í síðustu viku bendi til þess að erlendum fjárfestum líði betur með krónueignir sínar. 22.3.2010 15:38 Fjárfestar vilja heldur lána Buffett en Obama Alþjóðlegi skuldabréfamarkaðurinn hefur sent þau skilaboð frá sér að það sé öruggara að lána Warren Buffett heldur en Barack Obama, það er bandarískum stjórnvöldum. 22.3.2010 15:17 Héraðsdómur skilgreinir hagnað sem launatekjur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið undir með yfirskattanefnd og úrskurðað að hagnað af viðskiptum með eignarhluti í fyrirtækjum beri að skilgreina sem launatekjur en ekki fjármagnstekjuskatt. 22.3.2010 14:33 Nefndin samþykkir fjárfestingu Magma Nefnd um erlendar fjárfestingar sest á fund klukkan þrjú í dag til að taka ákvörðun um hvort fjárfesting kanadíska félagsins Magma Energy í HS orku, standist ákvæði íslenskra laga. Búist er við því að fundurinn standi í tvær klukkustundir. Fundurinn er framhald af fundi nefndarinnar frá því á föstudag. Þá var búist við því að niðurstaða fengist í málið. 22.3.2010 13:47 Fiskimjöl skráð sem hvalamjöl vegna mistaka Vegna fréttar um ólöglegan útflutning á hvalaafurðum til Danmerkur hefur sjávarútvegs- og landbúnaðaráðuneytið sent frá sér tilkynningu þar sem segir að um mistök í tollskráningu hafi verið að ræða. 22.3.2010 13:39 Royal Greenland kaupir verksmiðju af Icelandic Seafood Grænlenski útgerðar og fiskvinnslurisinn Royal Greenland (RG) hefur fest kaup á kavíarverksmiðjunni Westfalia-Strentz Gmbh í Cuxhaven af Icelandic Seafood. RG hefur séð verksmiðjunni fyrir grásleppuhrognum í fjölda ára en mun nú sjálft annast allan ferilinn frá veiðum til vinnslu og sölu kavíars að því er segir á vefsíðu RG. 22.3.2010 12:28 Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fer fjölgandi Nokkuð fleiri kaupsamningum um íbúðarhúsnæði hefur verið þinglýst það sem af er þessu ári en á sama tímabili í fyrra. Þannig hafa að meðaltali verið gerðir um 44 samningar á viku hverri frá áramótum en á sama tíma í fyrra voru gerðir um 32 samningar og jafngildir þetta aukningu upp á ríflega þriðjung. 22.3.2010 11:50 Kauphöllin íhugar að kæra Bakkavör til FME Komi til þess að Bakkavör Group hf. verði breytt úr hlutafélagi í einkahlutafélag, án þess að hlutabréf þess hafi áður verið tekin úr viðskiptum í kauphöll samkvæmt þeim lögum sem um það gilda, lítur Kauphöllin svo á að um sé að ræða brot á samningi félagsins við Kauphöllina. 22.3.2010 11:23 Mikið álag á símakerfi Iceland Express Mikil álag hefur verið á símakerfi Iceland Express í morgun, enda gengur allt millilandaflug félagsins með eðlilegum hætti í dag. 22.3.2010 10:42 Dönsk svín fóðruð með ólöglegu íslensku hvalkjöti Dýraverndunarsamtökin WDCS, sem stuðla að verndun hvala og höfrunga, hafa ákært Dani fyrir að nota ólöglegt íslenskt hvalkjöt í svínafóður. Þetta kemur fram í skýrslu samtakanna um verslun Íslendinga með hvalaafurðir árin 2009 og 2010. 22.3.2010 10:36 Sjá næstu 50 fréttir
Arnór: Hrapaleg mistök að slíta samstarfinu við AGS Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segir að það væru hrapaleg mistök að slíta samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS). Það myndi kosta lægra gengi en ella og ekki yrði ráðlegt að leysa gjaldeyrishöftin á sama tíma. 24.3.2010 14:08
LÍÚ segir þörf á 100 milljarða afskriftum í sjávarútvegi Afskrifa þarf allt að tuttugu prósent af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja eða um hundrað milljarða króna til að þau geti starfað eðlilega og ráðið við sínar skuldbindingar. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri Landssambands Íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). 24.3.2010 13:09
Hotel D´Angleterre í hendur skilanefndar Landsbankans Skilanefnd Landsbankans (LBI) hefur leyst til sín allar eignir Nordic Partners. Stjórnendateymi í Lettlandi undir forystu Daumants Vitols eignast 51% hlutafjár í NP Limited. Aðrar eignir sem LBI leysir til sín frá Nordis Partners eru 5 Dornier þotur og þrjú hótel í Kaupmannahöfn, þar á meðal Hotel D´Angleterre. 24.3.2010 12:55
Gengi krónunnar veikist, vísitalan í 230 stig Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð það sem af er degi eða um 0,66%. Gengisvísitalan er nú aftur komin í 230 stig eftir að hafa verið undir því gildi að undanförnu. 24.3.2010 12:23
Léttara andrúmsloft í stærsta hagkerfi Evrópu Andrúmsloftið í þýska atvinnulífinu er allt að léttast samkvæmt Ifo vísitölunni sem mælir væntingar stjórnenda í 7.000 þýskum fyrirtækjum í hverjum mánuði en mælingar fyrir mars mánuði voru birtar nú í morgun. 24.3.2010 12:01
Greining: Verðbólgan hefur náð hámarki Greining Íslandsbanka telur að verðbólgan hafi nú náð hámarki og að draga fari úr verðbólgu að nýju í næsta mánuði. Spáir greiningin nú 0,9% hækkun vísitölunnar á öðrum ársfjórðungi ársins, og á seinni helmingi ársins telur greiningin að hækkun vísitölunnar muni nema aðeins 1,1% gangi spáin eftir. 24.3.2010 11:52
Auður Capital tapaði 88 milljónum í fyrra Tap Auðar Capital nam 88 milljónum króna í fyrra. Fjárhagsstaða félagsins er mjög traust, fyrirtækið er skuldlaust og eigið fé nemur rúmum 1,1 milljarði króna. 24.3.2010 11:17
Íslandsbanki frestar vaxtahækkunum á húsnæðislán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að fresta vaxtaendurskoðun verðtryggðra og erlendra húsnæðislána bankans sem eru á vaxtaendurskoðun á þessu ári, til ársins 2013 Er þetta gert til að koma til móts við þá viðskiptavini bankans sem eru með húsnæðislán og hafa þurft að takast á við hækkandi greiðslubyrði í kjölfarið á veikingu íslensku krónunnar og aukinni verðbólgu. 24.3.2010 10:24
SFO íhugar rannsókn á viðskiptaháttum Rio Tinto Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), íhugar nú að hefja rannsókn á viðskiptaháttum Rio Tinto. Kemur þetta í framhaldi af því að fjórir starfsmenn Rio Tinto í Kína hafa viðurkennt að hafa þegið mútur. Kínversk stjórnvöld eru stærsti viðskiptavinur Rio Tinto sem m.a. rekur álverið í Straumsvík. 24.3.2010 10:02
Markaðurinn gerir ráð fyrir 35% endurheimtum hjá Straumi Verð á skuldabréfum í Straumi er nú komið í 35% af nafnverði þeirra að því er kemur fram á vefsíðunni Keldan. Samkvæmt þessu gerir markaðurinn ráð fyrir að þetta hlutfall muni endurheimtast upp í kröfur þrotabúsins. 24.3.2010 09:24
Verðbólgan í takt við spár sérfræðinga Ársverðbólgan er nokkuð í takt við spár sérfræðinga sem gerðu ráð fyrir að verðbólgan myndi mælast á bilinu 8,5 til 8,9%. 24.3.2010 09:08
Verðbólgan 8,5 prósent Verðbólgan mælist nú 8,5 prósent. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í mars er 362,9 stig og hækkaði hún um 0,55% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 346,0 stig og hækkaði hún um 1,05% frá febrúar. Þetta kemur fram í frétt frá Haqstofunni. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs því hækkað um 8,5% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 12,0%. Verðbólgan var 7,3% við síðustu mælingu í febrúar. 24.3.2010 09:00
Hagnaður N1 nam 277 milljónum í fyrra Hagnaður N1 hf. árið 2009 er 277,4 milljónir kr. eftir skatta. Veltufé frá rekstri nam 1,8 milljarður kr. en var 1,2 milljarður kr. árið áður. Eigið fé félagsins er rúmlega 6,6 milljarðar kr. í árslok 2009. 24.3.2010 08:39
Fimmta hver króna ríkissjóðs fer í vaxtagreiðslur Í fyrra voru heildarvaxtagjöld ríkissjóðs 90 milljarðar kr eða 19,5% af tekjum ríkissjóðs og samkvæmt fjárlögum 2010 verða vaxtagjöld í ár 94,3 milljarða kr eða rúm 20% af heildartekjum. Fimmta hver króna sem greidd er í ríkissjóð fer því í vaxtagreiðslur af skuldum ríkissins. 24.3.2010 08:10
Dráttarvextir lækkaðir í 16% Dráttarvextir lækka frá og með 1. apríl næstkomandi um hálfa prósentu og verða 16%. 24.3.2010 08:03
Styrkja vernd minnihluta Ríkisstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að vísa tveimur frumvörpum Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, til þingflokka stjórnarflokkanna og Alþingis. Þau eru frumvarp um breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög sem fjallar um vernd minnihluta hluthafa og frumvarp til laga um rannsókn á fjárhagsstöðu skuldugra heimila, sem leggur til að ráðherra verði heimilt að að hleypa af stokkunum víðtækri rannsókn á fjárhagsstöðu heimila og áhrifum úrræða í skuldamálum. 23.3.2010 17:38
Hlutabréf Century Aluminum hækkaði um 6,25 prósent Gengi hlutabréfa Century Aluminum, móðurfélags álversins á Grundartanga, hækkaði um 6,25 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa Icelandair Group, sem hækkaði um 3,45 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Bakkavarar Group um 3,33 prósent, Eik Banka um 1,81 prósent og Marels um 1,3 prósent. 23.3.2010 16:23
Daufur dagur á skuldabréfamarkaðinum Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði lítillega í dag í litlum viðskiptum 2,5 milljarða kr. Bæði GAMMAi: Verðtryggt og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkuðu lítillega. 23.3.2010 15:44
Sjávarútvegurinn skuldar þrotabúum 300 milljarða Reikna má út að sjávarútvegurinn, það er útgerð og fiskvinnsla, skuldi nú þrotabúum stóru bankanna þriggja um 300 milljarða kr. af heildarskuldum sínum sem nema hátt í 600 milljörðum kr. í dag. 23.3.2010 15:27
Mikill hallarekstur á ríkissjóði í janúar Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs er handbært fé frá rekstri neikvætt um tæpa 13 milljarða kr., sem er tæplega 29 milljarða kr. lakari útkoma en árið 2009. Tekjur reyndust 27,6 milljörðum kr. minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um tæpa 3,8 milljarða kr. 23.3.2010 13:26
Hlutabréf Haga rafrænt skráð í júní Stjórn Haga hefur ákveðið að hlutabréf í félaginu verði tekin til rafrænnar skráningar í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands þann 23. júní n.k. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag. 23.3.2010 12:54
Íslendingar langt í frá einir að glíma við vaxandi skuldir Heildarskuldir hins opinbera í lok síðasta árs námu 1.176 milljörðum kr. sem jafngildir 78% af landsframleiðslu. Þetta er auðvitað slæm staða en ekki má þó gleyma því að Ísland er langt því frá eina ríkið sem glímir við vaxandi skuldir um þessar mundir. 23.3.2010 11:59
Evran áfram undir grískum áhrifum Evran heldur áfram að gefa eftir og er það Grikklandskrísan eftir sem áður sem ræður mestu þar um. Evran kostar þegar þetta er ritað (11:00) 1.351 dal. Evran hefur nú lækkað um 1,9% á síðustu fjórum viðskiptadögum. 23.3.2010 11:51
Alcoa prófar nýja tækni til að virkja sólarorku Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, og rannsóknamiðstöð orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna um endurnýjanlega orkugjafa vinna nú að prófunum á nýrri tækni til að virkja sólarorku. Markmiðið er að lækka kostnað við gerð og rekstur sólarspegla til raforkuframleiðslu og gera þá samkeppnishæfa við aðrar leiðir til orkuframleiðslu. 23.3.2010 10:43
Ótti veldur því að Danir spara sem aldrei fyrr Samanlagt á danskur almenningur um 798 milljarða danskra kr. eða vel yfir 18.000 milljarða kr. inni á reikningum í bönkum landsins. Þetta samsvarar því að hver Dani eigi 144.000 danskar kr. eða 3,3 milljónir kr. inni á bankabók sinni. 23.3.2010 10:32
Time Warner leggur fram 190 milljarða tilboð í MGM Time Warner mun leggja fram tilboð upp á 1,5 milljarða dollara eða 190 milljarða kr. í kvikmyndafyrirtækið MGM í dag. Þetta hefur BusinessWeek eftir ónafngreindum heimildum. Ein verðmætasta eign MGM er rétturinn til að gera James Bond kvikmyndirnar. 23.3.2010 09:40
Íslandsbanki með ráðleggingar í skattamálum Þar sem stutt er í skil á skattframtölum einstaklinga, eða 26. mars nk. stendur Íslandsbanki fyrir fundi um skattamál einstaklinga í dag, þriðjudaginn 23. mars kl. 17.00 í útibúi bankans við Gullinbrú. 23.3.2010 09:15
Leikhúsgestum fækkaði um 14% milli ára Samanlagður fjöldi gesta á leiksýningar leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga innanlands var tæplega 356 þúsund á síðasta leikári. Það samsvarar því að hver landsmaður hafi séð eina leiksýningu á leikárinu. Áhorfendum á síðasta leikári fækkaði um 56 þúsund frá því á leikárinu þar á undan. Það jafngildir fækkun gesta um 14 af hundraði. 23.3.2010 09:12
FBI og FSB unnu saman að því að uppræta bankagengi Bandaríska alríkislögreglan FBI og rússneska leyniþjónustan FSB (áður KGB) unnu saman að því að uppræta bankagengi sem herjað hafði á breska bankann Royal Bank of Scotland (RSB). Málið er eitt stærsta sinnar tegundar hvað varðar stuld á gögnum úr bönkum. 23.3.2010 09:06
Google gefur kínverskum stjórnvöldum fingurinn Leitarvélin Google hefur ákveðið að hundsa reglur kínverskra stjórnvalda um ritskoðun. Hefur netumferð Kínverja um Google nú verið flutt yfir á netþjónabú í Hong Kong en reglurnar um ritskoðunina ná ekki þangað. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð kínverskra stjórnvalda sem að öllum líkindum munu henda Google alfarið út úr landinu. 23.3.2010 08:38
FME veitir Arev verðbréfafyrirtæki auknar starfsheimildir Fjármálaeftirlitið (FME) veitti Arev verðbréfafyrirtæki hf. fyrr í mánuðinum auknar starfsheimildir sem verðbréfafyrirtæki og var starfsleyfi félagsins endurútgefið með tilliti til þess. 23.3.2010 08:03
Skuggastjórnendur ekki sóttir til saka Rannsóknir sérstaks saksóknara hafa leitt í ljós að hér á Íslandi var lítil sem engin fjarlægð mynduð við eigendur hlutafélaga, ólíkt því sem tíðkaðist erlendis. Hér á landi voru eigendur miklu stærri þátttakendur í stjórnun bankanna. Þeir munu að öllum líkindum sleppa, þar sem refsiábyrgðin var hjá stjórn og forstjóra. 22.3.2010 18:45
Tap Skipta nam 10 milljörðum króna Hagnaður Skipta, móðurfélags Símans, á árinu 2009 fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 8,7 milljörðum króna. Sala jókst um 2% frá fyrra ári, nam 39,7 milljörðum króna samanborið við 39 milljarða árið áður, að fram í kemur í tilkynningu fyrir fyrirtækinu. 22.3.2010 18:13
Alex Jurshevski: Ætlum ekki að græða á vanda Íslands Alex Jurshevski, sérfræðingur í skuldavanda fullvalda ríkja og einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Recovery Partners, segir að fyrirtækið leitist ekki við að hagnast á kostnað fyrirtækja eða þjóða í vanda. Auk þess ráðleggi fyrirtækið ekki ríkisstjórnum um útgjaldastefnu eða einkavæðingu. 22.3.2010 17:45
Gengi hlutabréfa Eik banka hækkaði um 4,4 prósent Gengi hlutabréfa í færeyska Eik banka hækkaði um 4,4 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar. 22.3.2010 17:03
Erlendum fjárfestum líður betur með krónueignir Í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa segir að þróun gengis krónunnar í síðustu viku bendi til þess að erlendum fjárfestum líði betur með krónueignir sínar. 22.3.2010 15:38
Fjárfestar vilja heldur lána Buffett en Obama Alþjóðlegi skuldabréfamarkaðurinn hefur sent þau skilaboð frá sér að það sé öruggara að lána Warren Buffett heldur en Barack Obama, það er bandarískum stjórnvöldum. 22.3.2010 15:17
Héraðsdómur skilgreinir hagnað sem launatekjur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið undir með yfirskattanefnd og úrskurðað að hagnað af viðskiptum með eignarhluti í fyrirtækjum beri að skilgreina sem launatekjur en ekki fjármagnstekjuskatt. 22.3.2010 14:33
Nefndin samþykkir fjárfestingu Magma Nefnd um erlendar fjárfestingar sest á fund klukkan þrjú í dag til að taka ákvörðun um hvort fjárfesting kanadíska félagsins Magma Energy í HS orku, standist ákvæði íslenskra laga. Búist er við því að fundurinn standi í tvær klukkustundir. Fundurinn er framhald af fundi nefndarinnar frá því á föstudag. Þá var búist við því að niðurstaða fengist í málið. 22.3.2010 13:47
Fiskimjöl skráð sem hvalamjöl vegna mistaka Vegna fréttar um ólöglegan útflutning á hvalaafurðum til Danmerkur hefur sjávarútvegs- og landbúnaðaráðuneytið sent frá sér tilkynningu þar sem segir að um mistök í tollskráningu hafi verið að ræða. 22.3.2010 13:39
Royal Greenland kaupir verksmiðju af Icelandic Seafood Grænlenski útgerðar og fiskvinnslurisinn Royal Greenland (RG) hefur fest kaup á kavíarverksmiðjunni Westfalia-Strentz Gmbh í Cuxhaven af Icelandic Seafood. RG hefur séð verksmiðjunni fyrir grásleppuhrognum í fjölda ára en mun nú sjálft annast allan ferilinn frá veiðum til vinnslu og sölu kavíars að því er segir á vefsíðu RG. 22.3.2010 12:28
Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fer fjölgandi Nokkuð fleiri kaupsamningum um íbúðarhúsnæði hefur verið þinglýst það sem af er þessu ári en á sama tímabili í fyrra. Þannig hafa að meðaltali verið gerðir um 44 samningar á viku hverri frá áramótum en á sama tíma í fyrra voru gerðir um 32 samningar og jafngildir þetta aukningu upp á ríflega þriðjung. 22.3.2010 11:50
Kauphöllin íhugar að kæra Bakkavör til FME Komi til þess að Bakkavör Group hf. verði breytt úr hlutafélagi í einkahlutafélag, án þess að hlutabréf þess hafi áður verið tekin úr viðskiptum í kauphöll samkvæmt þeim lögum sem um það gilda, lítur Kauphöllin svo á að um sé að ræða brot á samningi félagsins við Kauphöllina. 22.3.2010 11:23
Mikið álag á símakerfi Iceland Express Mikil álag hefur verið á símakerfi Iceland Express í morgun, enda gengur allt millilandaflug félagsins með eðlilegum hætti í dag. 22.3.2010 10:42
Dönsk svín fóðruð með ólöglegu íslensku hvalkjöti Dýraverndunarsamtökin WDCS, sem stuðla að verndun hvala og höfrunga, hafa ákært Dani fyrir að nota ólöglegt íslenskt hvalkjöt í svínafóður. Þetta kemur fram í skýrslu samtakanna um verslun Íslendinga með hvalaafurðir árin 2009 og 2010. 22.3.2010 10:36