Viðskipti innlent

Hlutabréf Haga rafrænt skráð í júní

Stjórn Haga hefur ákveðið að hlutabréf í félaginu verði tekin til rafrænnar skráningar í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands þann 23. júní n.k. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag.

Ekki er orðið ljóst hvenær hlutabréfin verða tekin til viðskipta í Kauphöllinni.

Fram kemur að frá þeim tíma muni hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu ógildast í samræmi við heimild í lögum um verðbréfaviðskipti. Sem kunnugt er á félagið 1998 ehf. Haga en það félag er svo aftur komið í 95,7% eigu Arion banka.

Öll hlutabréf Haga hf. verða gefin út í einum flokki og verður nafnverð þeirra 1 króna á hlut.

Samkvæmt auglýsingunni í Lögbirtingarblaðinu er skorað á alla sem telja sig eiga kröfur á hendur Haga að hafa samband við skrifstofu Haga í Kópavogi innan þriggja mánaða.

Eins og fram hefur komið í fréttum tilkynnti Arion banki í febrúar s.l. að Hagar yrðu skráðir á markað. Samtímis var sagt að stjórnendum Haga yrði leyft að kaup allt að 15% hlut í félaginu á sama verði og aðrir fjárfestar. Jóhannes Jónsson mun samkvæmt þessu eiga kost á að kaupa 10% hlut.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×