Arnór: Hrapaleg mistök að slíta samstarfinu við AGS 24. mars 2010 14:08 Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segir að það væru hrapaleg mistök að slíta samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS). Það myndi kosta lægra gengi en ella og ekki yrði ráðlegt að leysa gjaldeyrishöftin á sama tíma. Þetta kom fram í máli Arnórs á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs um fjárfestingaumhverfið hér á landi sem fram fór í morgun. Arnór var einn af ræðumönnum fundarins. Ræðan í heild er á vefsíðu Seðlabankans. „Meginviðfangsefni þeirrar efnahagsáætlunar sem mótuð hefur verið í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er að endurheimta traust á getu ríkissjóðs til að standa við erlendar skuldbindingar sínar," segir Arnór. „Hvernig verður það gert? Í fyrsta lagi með því að móta stefnu í ríkisfjármálum sem er nægilega aðhaldssöm til þess að sannfæra erlenda fjármálamarkaði um að ríkissjóður Íslands muni, þrátt fyrir tímabundna skuldasöfnun í kjölfar bankahrunsins, hafi fulla burði til þess að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þ.e.a.s. að skuldastaðan sé sjálfbær til langs tíma litið. Í öðru lagi þarf að sýna fram á að ríkissjóður hafi aðgang að gjaldeyri til þess að greiða upp, ef í harðbakkann slær, lán sem falla á gjalddaga á næstu tveimur árum. Enn vantar herslumuninn upp á að seinna skilyrðið sé uppfyllt, en það hefur tafist af ástæðum sem allir þekkja. Hér er mikilvægt að hafa í huga að bankar, erlendir sem innlendir, eru aðilar sem bjóða regnhlíf á sólardögum, en vilja óðar fá hana til baka þegar fer að rigna. Þeir sem þurfa regnhlíf á rigningardögum þurfa að geta sýnt fram á að þeir hafi þegar regnhlíf við hendina. Lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins o.fl. eru okkar regnhlíf. Í þriðja lagi er samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ekki aðeins mikilvægt vegna þeirra lána sem tengjast efnahagsáætluninni. Sjóðurinn er nokkurs konar vottunarstofa fyrir efnahagsstefnu landa sem ratað hafa í efnahagslegar ógöngur. Vottun hans er ekki einungis forsenda þess að önnur lönd vilji lána okkur heldur einnig erlendir bankar og fjárfestar. Í mörgum tilfellum er hún forsenda þess að alþjóðlegir fjárfestar vilja fjárfesta í innlendu atvinnulífi. Þetta hefur komið mjög skýrt fram í viðtölum við fjölda erlendra bankamanna, sem eru reiðbúnir að taka Ísland á markað um leið og greiðist úr þeirri óvissu sem tefur framgang efnahagsáætlunarinnar. Mörgum þykir mixtúran bragðvond sem sjóðurinn leggur fyrir og hafa lagt fram óskir um bragðbetri efnahagsstefnu án aðildar sjóðsins. Vitaskuld væri æskilegt að geta beitt ríkisfjármálum til þess að milda hagsveifluna. Það eru hins vegar forréttindi landa sem ekki búa við skert lánstraust. Ísland nýtur ekki þeirra forréttinda, frekar en Grikkland, Lettland og nokkur önnur ríki. Að kasta frá sér regnhlíf sjóðsins og halda tómhent á fund erlendra bankamanna til þess að endurfjármagna þau stóru lán sem falla á gjalddaga á næstu tveimur árum væru hrapaleg mistök. Með lánum sem þegar eru í höfn er reyndar búið að afla gjaldeyrisforða til þess að ríkissjóður geti staðið í skilum næstu tvö ár án mikilla gjaldeyriskaupa. Í því felst hins vegar að gjaldeyrisforðinn yrði minni en ásættanlegt er. Það myndi kosta lægra gengi en ella og ekki yrði ráðlegt að leysa höftin á sama tíma. Í fjórða lagi er mikilvægt að taka fyrstu skrefin til afnáms haftanna sem fyrst eftir að þeim markmiðum sem lýst hefur verið hér að framan hefur verið náð. Markmiðið er að þegar síðustu höftin hverfi þá verði það atburður sem fáir veita eftirtekt. Við lærðum það af fjármálahruninu að skjótt skipast veður í lofti. Þegar stormurinn er genginn yfir og það styttir upp, getur það líka gerst hraðar en flestir sjá fyrir." Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segir að það væru hrapaleg mistök að slíta samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS). Það myndi kosta lægra gengi en ella og ekki yrði ráðlegt að leysa gjaldeyrishöftin á sama tíma. Þetta kom fram í máli Arnórs á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs um fjárfestingaumhverfið hér á landi sem fram fór í morgun. Arnór var einn af ræðumönnum fundarins. Ræðan í heild er á vefsíðu Seðlabankans. „Meginviðfangsefni þeirrar efnahagsáætlunar sem mótuð hefur verið í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er að endurheimta traust á getu ríkissjóðs til að standa við erlendar skuldbindingar sínar," segir Arnór. „Hvernig verður það gert? Í fyrsta lagi með því að móta stefnu í ríkisfjármálum sem er nægilega aðhaldssöm til þess að sannfæra erlenda fjármálamarkaði um að ríkissjóður Íslands muni, þrátt fyrir tímabundna skuldasöfnun í kjölfar bankahrunsins, hafi fulla burði til þess að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þ.e.a.s. að skuldastaðan sé sjálfbær til langs tíma litið. Í öðru lagi þarf að sýna fram á að ríkissjóður hafi aðgang að gjaldeyri til þess að greiða upp, ef í harðbakkann slær, lán sem falla á gjalddaga á næstu tveimur árum. Enn vantar herslumuninn upp á að seinna skilyrðið sé uppfyllt, en það hefur tafist af ástæðum sem allir þekkja. Hér er mikilvægt að hafa í huga að bankar, erlendir sem innlendir, eru aðilar sem bjóða regnhlíf á sólardögum, en vilja óðar fá hana til baka þegar fer að rigna. Þeir sem þurfa regnhlíf á rigningardögum þurfa að geta sýnt fram á að þeir hafi þegar regnhlíf við hendina. Lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins o.fl. eru okkar regnhlíf. Í þriðja lagi er samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ekki aðeins mikilvægt vegna þeirra lána sem tengjast efnahagsáætluninni. Sjóðurinn er nokkurs konar vottunarstofa fyrir efnahagsstefnu landa sem ratað hafa í efnahagslegar ógöngur. Vottun hans er ekki einungis forsenda þess að önnur lönd vilji lána okkur heldur einnig erlendir bankar og fjárfestar. Í mörgum tilfellum er hún forsenda þess að alþjóðlegir fjárfestar vilja fjárfesta í innlendu atvinnulífi. Þetta hefur komið mjög skýrt fram í viðtölum við fjölda erlendra bankamanna, sem eru reiðbúnir að taka Ísland á markað um leið og greiðist úr þeirri óvissu sem tefur framgang efnahagsáætlunarinnar. Mörgum þykir mixtúran bragðvond sem sjóðurinn leggur fyrir og hafa lagt fram óskir um bragðbetri efnahagsstefnu án aðildar sjóðsins. Vitaskuld væri æskilegt að geta beitt ríkisfjármálum til þess að milda hagsveifluna. Það eru hins vegar forréttindi landa sem ekki búa við skert lánstraust. Ísland nýtur ekki þeirra forréttinda, frekar en Grikkland, Lettland og nokkur önnur ríki. Að kasta frá sér regnhlíf sjóðsins og halda tómhent á fund erlendra bankamanna til þess að endurfjármagna þau stóru lán sem falla á gjalddaga á næstu tveimur árum væru hrapaleg mistök. Með lánum sem þegar eru í höfn er reyndar búið að afla gjaldeyrisforða til þess að ríkissjóður geti staðið í skilum næstu tvö ár án mikilla gjaldeyriskaupa. Í því felst hins vegar að gjaldeyrisforðinn yrði minni en ásættanlegt er. Það myndi kosta lægra gengi en ella og ekki yrði ráðlegt að leysa höftin á sama tíma. Í fjórða lagi er mikilvægt að taka fyrstu skrefin til afnáms haftanna sem fyrst eftir að þeim markmiðum sem lýst hefur verið hér að framan hefur verið náð. Markmiðið er að þegar síðustu höftin hverfi þá verði það atburður sem fáir veita eftirtekt. Við lærðum það af fjármálahruninu að skjótt skipast veður í lofti. Þegar stormurinn er genginn yfir og það styttir upp, getur það líka gerst hraðar en flestir sjá fyrir."
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira