Viðskipti innlent

Hagnaður N1 nam 277 milljónum í fyrra

Mynd/Vísir.

Hagnaður N1 hf. árið 2009 er 277,4 milljónir kr. eftir skatta. Veltufé frá rekstri nam 1,8 milljarður kr. en var 1,2 milljarður kr. árið áður. Eigið fé félagsins er rúmlega 6,6 milljarðar kr. í árslok 2009.

Þetta kemur fram í tilkynningu um uppgjörið. Þar segir að rekstrartekjur félagsins nema 40 milljörðum kr. samanborið við 43,8 milljarða kr. árið 2008. Hagnaður fyrir afskriftir og leigugjöld nemur 3.455 millj. kr. samanborið við 3.408 millj. kr. árið 2008.

Bókfært verð eigna félagsins í lok árs 2009 nam 25,3 milljörðum kr. eða svipað og það var í árslok 2008.

Í lok ársins námu heildarskuldir og skuldbindingar tæpum 18,7 milljörðum kr. og þar af námu langtímaskuldir 7,5 milljörðum kr.

Rekstrarhorfur árið 2010 eru áfram erfiðar vegna óstöðugleika í efnahagsmálum. Kjarnastarfsemi félagsins hefur gengið vel miðað við aðstæður það sem af er árinu 2010 en áfram má búast við erfiðu rekstrarumhverfi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×