Fleiri fréttir

Danir borga milljarða fyrir lélega fjárfestingaráðgjöf

Ný rannsókn á vegum danska fjármálaeftirlitsins sýnir að almenningur í Danmörku borgar allt að 1,3 miljarða danskra kr., eða tæplega 30 milljarða kr., á hverju ári fyrir lélega ráðgjöf um fjárfestingar í bönkum landsins.

Mikil hlutafjárauking áformuð hjá Atlantic Petroleum

Aðalfundur Atlantic Petroleum samþykkti heimild til stjórnar félagsins um að auka hlutafé þess um allt að 200 milljónir danskra kr. eða 4,6 milljarða kr. að nafnverði. Heimildin gildir til ársloka 2014.

Vangaveltur um að Pfizer losi Deutsche Bank við Actavis

Financial Times greinir frá því að bandaríski lyfjarisinn Pfizer gæti losað Deutsche Bank við höfuðverkinn Actavis. Þetta virðist upplagður samingur, Pfizer þarf að eignast samheitalyfjafyrirtæki og Deutsche Bank þarf að losna við um 4 milljarða evra sem bankinn lánaði Actavis þegar Björgólfur Thor Björgólfsson keypti félagið 2007.

Sala Sjóvar frestast líklega

Sölu Sjóvár verður að öllum líkindum frestað þar sem verðhugmyndir fjárfesta ríma ekki við væntingar ríkissjóðs og skilanefndar Glitnis. Fjármálaráðherra segir að fyrirtækið verði ekki selt á undirverði.

Tölvuþrjótur græddi tugi milljóna á hlutabréfum

Rússneski tölvuþrjóturinn Valery Maltsev græddi um 30 milljónir kr. með því að „hakka“ sig inn í hlutabréfaviðskiptakerfið hjá Scotttrade og breyta þar kaupverðum á hlutabréfum. Scotttrade er stærsta vefsíða heimsins þar sem boðið er upp á hlutabréfaviðskipti.

Samdráttur í fiskútflutningi kemur við kaunin í Grimsby

Töluverður samdráttur í útflutningi íslenskra útgerða á ferskum fiski til Bretlands frá áramótum kemur nú við kaunin á fiskvinnslum í Grimsby. Blaðið Grimsby Telegraph greinir frá þessu og þar segir að höfuðorsökin liggi í 5% gjaldi á þennan útflutning sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra boðaði fyrr í vetur.

Flýja Bretland vegna skattahækkana

Tveir stærstu vínframleiðendur í heimi ætla að flytja starfsemi sína frá Bretlandi vegna mikilla skattahækkanna þar í landi.

Læknir með Asperger einn sárafárra sem sá bankahrunið fyrir

Bandarískur læknir með einhverfu var einn sárafárra einstaklinga sem sá bankahrunið fyrir. Hann veðjaði gegn Wall Street og græddi nánast óskiljanlega háar upphæðir fyrir vikið. Hinn umdeildi Íslandsvinur Michael Lewis komst að þessu en hann segir að kapítalistarnir hafi næstum tortímt markaðshagkerfinu með eigin heimsku.

Forsætisráðherra: Erum ekki að fara selja orku fyrir Icesave

„Þetta er bara uppspuni, forsætisráðherra hefur ekki tekið neina afstöðu í þessu né skoðað þetta sérstaklega,“ segir Hrannar B. Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur um frétt varðandi Planck stofnunina í Hollandi.

Glitnir lánaði Byr og Byr lánaði FL Group sömu upphæð

Glitnir lánaði Byr Sparisjóði þrjá milljarða króna á sama tíma og sjóðurinn lánaði FL Group sömu upphæð. Grunur leikur á að Glitnir hafi með þessum hætti komist hjá því að vera beinn lánveitandi stærsta hluthafa síns, FL Group.

Kaupþing rannsakar 20 aflandsfélög vegna tugmilljarða viðskipta

Skilanefnd Kaupþings hefur tekið rúmlega 20 félög og félagasamstæður í þekktum skattaskjólum til sérstakrar athugunar vegna tugmilljarða viðskipta þeirra við gamla Kaupþing. Fjöldi félaga innan hverrar samstæðu er á bilinu tvö til 250 og eru þau staðsett á Bresku Jómfrúareyjum, Ermasundseyjum, á Kýpur, í Panama og Lúxemborg. Eigendur margra þeirra eru Íslendingar búsettir erlendis.

Planck stofnunin býður stjórnvöldum lausn á Icesave

Planck stofnunin í Hollandi (Planck Foundation) hefur boðið íslenskum stjórnvöldum áætlun sem felur í sér að Íslendingar borgi Icesave skuldina með orkusölu til Bretlands og Hollands. Orkan yrði send í gegnum háspennukapal sem þegar eru framleiddir hjá Siemens og ABB. Slíkir kaplar eru í notkun í Japan, Kína, Bandaríkjunum og fleiri löndum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,35 prósent

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 1,58 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel sem hækkaði um 1,43 prósent, og Eik banka sem fór upp um 1,27 prósent. Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 9 prósent og tæp 1,98 prósent í Century Aluminum. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,35 prósent og endaði í 937,2 stigum.

Áfram mikil velta á skuldabréfamarkaði

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í dag í 16,8 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,3% í 5,1 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 11,7 milljarða kr. viðskiptum.

Eyrir Invest tapaði fjórðum milljörðum króna

Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest tapaði rúmum 23,6 milljónum evra í fyrra. Þetta jafngildir fjórum milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist félagið um 8,8 milljónir evra í hittifyrra.

Íslandsbanki setur Hafnarslóð í söluferli

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur verið falið að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á 100% hlut í Hafnarslóð sem er í dag í eigu Miðengis ehf., dótturfélags Íslandsbanka hf. Hafnarslóð ehf. er fasteignafélag sem á lóð og leikskóla við Vesturbrú 7 í Garðabæ.

Orkuveita Reykjavíkur tapaði 2,5 milljörðum í fyrra

Rekstrarhagnaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR) fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, EBITDA, árið 2009 var 13,0 milljarðar króna. Að teknu tilliti til þeirra þátta nemur halli af rekstrinum 2,5 milljörðum króna og ræðst það að mestu af 7,6% veikingu íslensku krónunnar frá upphafi til loka árs. Á árinu 2008 varð halli að fjárhæð 73,0 milljarðar króna af rekstrinum.

Trichet styður hertari reglur um skuldatryggingamarkaðinn

Jean- Claude Trichet seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB) segir að hann styðji það að settar verði hertari reglur um skuldatryggingamarkaðinn. Trichet segir mikilvægt að þessi markaður sé ekki misnotaður til spákaupmennsku.

Klámmyndasýningar þurfa að bera fullan vsk í Belgíu

Evrópudómstóllinn hefur fellt dóm í máli klámbíóeigenda í Ghent í Belgíu gegn belgískum stjórnvöldum. Samkvæmt dóminum eiga sýningar á myndum hans að bera fullan virðisaukaskatt (vsk) eins og aðrar vörur.

Innflutningur á byggingarefnum hefur hrapað

Minnkandi umsvif byggingariðnaðarins koma glögglega í ljós þegar tölur Hagstofunnar um innflutning hinna ýmsu byggingarefna eru skoðaðar. Á síðasta ári dróst innflutningur á timbri saman um 40% frá fyrra ári og um 70% á steypustyrktarjárni fyrir sama tímabil í tonnum talið.

Evran aftur að lækka gangvart dollaranum

Evran hefur á síðustu þremur dögum lækkað um 1,5% gagnvart Bandaríkjadollar en öll hækkun á þessum gjaldmiðlakrossi sem átt hefur sér stað frá síðustu mánaðarmótum er nú úr sögunni.

Árið í fyrra var hryllingur fyrir danskt atvinnulíf

Velta danskra fyrirtækja dróst saman um rúmlega 14% á síðasta ári sem samsvarar 482 milljörðum danskra kr. eða um 11.000 milljörðum kr. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Danmerkur.

Forráðamenn í Grimsby hafa áhyggjur af Icesavedeilunni

Forráðamenn í Grimsby hafa áhyggjur af Icesavedeilunni milli Íslands og Bretlands og Hollands. Vilja þeir helst ljúka málinu sem allra fyrst og komu þeim skilaboðum áleiðis til Irranca-Davies sjávarútvegsráðherra Bretlands þegar hann heimsótti Grimsby í vikunni.

Stjórnvöld vöruð við Lehman Brothers löngu fyrir fallið

Bandarísk stjórnvöld, það er fjármálaeftirlit landsins (SEC) og seðlabanki New York ríkis voru vöruð við að eitthvað óhreint væri í pokahorninu hjá Lehman Brothers í mars árið 2008. Skilaboðin komu því sex mánuðum áður en Lehman Brothers varð gjaldþrota.

Telegraph fjallar um nýjar verslanir Jóns Ásgeirs

Breska blaðið Telegraph fjallar í dag um áform Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um að opna nýjar lágvöruverslanir í London undir nafninu Best Price. Sjálfur hefur Jón Ásgeir neitað því að þetta standi til.

Actavis gæti reynt að kaupa Stada Arzneimittel

Töluverðar vangaveltur eru komnar upp í Þýskalandi um að Actavis og bandaríski lyfjarisinn Pfizer leggi fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Stada Arzneimittel. Eins og kunnugt er af fréttum í gær töpuðu Actavis og Pfizer baráttunni um Ratiopharm til Teva.

Greining: Verðbólgan verður 8,9% í mars

Greining MP Banka reiknar með því að ársverðbólgan fari í 8,9% í marsmánuði og aukist því um rúmt hálft annað prósentustig frá febrúar. Þetta kemur fram í Markaðsvísi greiningarinnar.

Nafni Færeyjabanka breytt í BankNordik

Føroya Banki er orðinn alþjóðlegur og með æ fleiri erlenda viðskiptavini sem eiga erfitt með að bera nafnið fram. Því ætti að breyta því, segir stjórnarformaður bankans, Klaus Rasmussen. Fyrir næsta aðalfund mun stjórnin því leggja til að nafninu verði breytt í BankNordik.

Upplýsingar veittar um Landsvirkjun

Lagt verður til við forsætisráðherra fyrir lok næsta mánaðar að opinber fyrirtæki svo sem Landsvirkjun, RÚV og Orkuveita Reykjavíkur verði sett undir upplýsingalög. Þannig hefði almenningur og fjölmiðlar betri aðgang að gögnum þessara stofnana.

Ný stjórn Arion banka kosin í dag - sænskur stjórnarformaður

Ný stjórn Arion banka var kosin á hluthafafundi bankans í dag, fimmtudaginn 18. mars. Á stjórnarfundi Arion banka sem var haldinn í kjölfarið var Monica Caneman kjörin stjórnarformaður en aðrir stjórnarmenn eru Guðrún Johnsen, varaformaður, Kristján Jóhannsson, Steen Hemmingsen og Theodór S. Sigurbergsson. Varamenn stjórnar eru: Agnar Kofoed-Hansen, Jóhannes R. Jóhannesson, Ólafur Helgi Ólafsson, María Grétarsdóttir og Guðrún Björnsdóttir.

GAMMA: Vanhugsað að aflétta gjaldeyrishöftum strax

Það er mat Róberts Helgason sjóðsstjóra GAMMA að aflétting gjaldeyshafta með öllu á þessu ári, eða jafnvel á næsta ári, verði að teljast vanhugsuð ákvörðun sem og illa ígrunduð. Íslenskt efnahagslíf hefur nú þegar fengið að kynnast því mjög náið hvernig er að notast við fljótandi örmynt í því regluverki sem stýrir frjálsu flæði stærstu mynta heims.

Fjárfestingastofa: Töluvert um fyrirspurnir frá Kína

Þórður Hilmarsson forstöðumaður Fjárfestingastofu Íslands segir að töluvert hafi verið um fyrirspurnir frá kínverskum aðilum um fjárfestingarmöguleika á Íslandi. „Enn sem komið er snúast þessar fyrirspurnir að mestu um möguleika á fjárfestingum í orkufrekum eða orkuháðum iðnaði," segir Þórður.

Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um þrjú prósent

Gengi hlutabréfa Marel hækkaði um 3,09 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem hækkaði um 1,95 prósent, og Færeyjabanka, sem fór upp um 0,95 prósent.

Bauð 50% af kostnaðaráætlun í vinnubúðir við Búðarháls

Tilboð í byggingu vinnubúða við Búðarhálsvirkjun voru opnuð á skrifstofu Landsvirkjunar í gær. Snilldarverk ehf. og Hnullungur ehf. áttu lægsta boðið eða rúmlega 30,6 milljónir kr. Nam tilboðið rúmlega helmingi af kostnaðaráætlun verksins.

Hertz kaupir 50 nýjar Skodabifreiðar af HEKLU

Undirritaður hefur verið samningur milli HEKLU og Bílaleigunnar Hertz um kaup á 50 nýjum Skoda Octavia og Skoda Yeti bifreiðum sem verða afhentar á vormánuðum en bílaleigan stefnir að því að vera búin að endurnýja allan bílaflota sinn haustið 2011. Von er á enn frekari samningum um tugi bíla til viðbótar.

Íslenski bílaflotinn með þeim elstu í Evrópu

Íslenski einkabílaflotinn er nokkuð eldri en bílaflotar flestra helstu Evrópuríkja og munar tæpum tveimur árum á meðalaldri bíla á Íslandi og bíla í Evrópusambandslöndunum.

Sjá næstu 50 fréttir