Alcoa prófar nýja tækni til að virkja sólarorku 23. mars 2010 10:43 Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, og rannsóknamiðstöð orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna um endurnýjanlega orkugjafa vinna nú að prófunum á nýrri tækni til að virkja sólarorku. Markmiðið er að lækka kostnað við gerð og rekstur sólarspegla til raforkuframleiðslu og gera þá samkeppnishæfa við aðrar leiðir til orkuframleiðslu.Í tilkynningu segir að ný gerð sólarspegla, sem þróaðir voru af vísindamönnum við tæknimiðstöð Alcoa í Pittsburgh í Bandaríkjunum, voru nýlega settir upp til prófunar í Colorado í Bandaríkjunum, á prófunarsvæði rannsóknamiðstöðvar um endurnýjanlega orkugjafa . Ætlunin er að prófa getu þeirra til að framleiða orku og meta hvernig hönnun þeirra reynist í samanburði við eldri tækni.Þeir sólarspeglar sem nú eru á markaði nota flestir glerspegla til að safna sólarorku og breyta henni í hitaorku. Hitinn er síðan nýttur til að framleiða rafmagn með hefðbundinni túrbínu. Einn af kostum sólarspegla umfram sólarsellur, er að hægt er að geyma sólarorkuna sem þeir beisla sem varma og nýta hann til rafmagnsframleiðslu þegar þörf er á.Háglans-ál er notað í stað glers í sólarspeglunum sem Alcoa hefur þróað. Þeir eru um það bil 12X6 metrar á stærð. Álið er bæði endingarbetra og umhverfisvænna en brothætt gler. Hönnun Alcoa á sólarspeglunum byggir á þróun fyrirtækisins á íhlutum fyrir flugvéla- og bílaiðnaðinn og tók mið af því að búnaðurinn hentaði til fjöldaframleiðslu.Verkefnið er fjármagnað að hluta með 3,1 milljóna dala styrk frá orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna. Búist er við fyrstu niðurstöðum prófananna um mitt þetta ár og að því loknu taka við frekari rannsóknir. Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, og rannsóknamiðstöð orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna um endurnýjanlega orkugjafa vinna nú að prófunum á nýrri tækni til að virkja sólarorku. Markmiðið er að lækka kostnað við gerð og rekstur sólarspegla til raforkuframleiðslu og gera þá samkeppnishæfa við aðrar leiðir til orkuframleiðslu.Í tilkynningu segir að ný gerð sólarspegla, sem þróaðir voru af vísindamönnum við tæknimiðstöð Alcoa í Pittsburgh í Bandaríkjunum, voru nýlega settir upp til prófunar í Colorado í Bandaríkjunum, á prófunarsvæði rannsóknamiðstöðvar um endurnýjanlega orkugjafa . Ætlunin er að prófa getu þeirra til að framleiða orku og meta hvernig hönnun þeirra reynist í samanburði við eldri tækni.Þeir sólarspeglar sem nú eru á markaði nota flestir glerspegla til að safna sólarorku og breyta henni í hitaorku. Hitinn er síðan nýttur til að framleiða rafmagn með hefðbundinni túrbínu. Einn af kostum sólarspegla umfram sólarsellur, er að hægt er að geyma sólarorkuna sem þeir beisla sem varma og nýta hann til rafmagnsframleiðslu þegar þörf er á.Háglans-ál er notað í stað glers í sólarspeglunum sem Alcoa hefur þróað. Þeir eru um það bil 12X6 metrar á stærð. Álið er bæði endingarbetra og umhverfisvænna en brothætt gler. Hönnun Alcoa á sólarspeglunum byggir á þróun fyrirtækisins á íhlutum fyrir flugvéla- og bílaiðnaðinn og tók mið af því að búnaðurinn hentaði til fjöldaframleiðslu.Verkefnið er fjármagnað að hluta með 3,1 milljóna dala styrk frá orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna. Búist er við fyrstu niðurstöðum prófananna um mitt þetta ár og að því loknu taka við frekari rannsóknir.
Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira