Viðskipti innlent

Alex Jurshevski: Ætlum ekki að græða á vanda Íslands

Alex Jurshevski, sérfræðingur í skuldavanda fullvalda ríkja og einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Recovery Partners, segir að fyrirtækið leitist ekki við að hagnast á kostnað fyrirtækja eða þjóða í vanda. Auk þess ráðleggi fyrirtækið ekki ríkisstjórnum um útgjaldastefnu eða einkavæðingu.

„Recovery Partners er ekki við þessar aðstæður að leita eftir fjárfestingamöguleikum fyrir sig sjálft, né heldur mun gera það í framtíðinni hvað snertir Ísland eða íslenska hagsmuni," segir í fréttatilkynningu sem Jurshevski hefur sent frá sér vegna þess að hann telur að sumir fjölmiðlar og bloggarar hafi gefið ónákvæma mynd af fyrirtækinu að undanförnu. Hann var nýverið gestur í Silfri Egils. Meðal þess sem rifjað hefur verið upp er að Jurshevski sagðist fyrir þremur árum vonast eftir kreppu. Þannig gæti hann hagnast á erfiðleikum og vanmati annarra.

„Við erum ekki komnir hingað til að veita ríkisstjórninni ráð um einkavæðingu eða tengd mál," segir Jurshevski. Recovery Partners sé fyrirtæki sérfræðinga með mikla reynslu sem fjalli um stjórnun ríkisskulda og áhættustýringu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×