Viðskipti innlent

Íslandsbanki með ráðleggingar í skattamálum

Þar sem stutt er í skil á skattframtölum einstaklinga, eða 26. mars nk. stendur Íslandsbanki fyrir fundi um skattamál einstaklinga í dag, þriðjudaginn 23. mars kl. 17.00 í útibúi bankans við Gullinbrú.

Í tilkynningu segir að þar muni Guðmundur Skúli Hartvigsson, lögfræðingur hjá Deloitte, fjalla um þær breytingar sem hafa átt sér stað á skattlagningu og fara yfir það helsta sem snýr að skattframtölum einstaklinga í ár svo sem tekjuskatt, fjármagnstekjuskatt og auðlegðarskatt.

Ráðgjafar Eignastýringar Íslandsbanka verða jafnframt á staðnum og svara spurningum um lífeyrismál og sparnaðarleiðir.

Ekki þarf að skrá sig fyrirfram og þátttaka er ókeypis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×