Fleiri fréttir

Hluta skulda sparisjóðanna breytt í eigið fé/víkjandi lán

Seðlabanki Íslands mun í dag senda sparisjóðum landsins bréf með lýsingu á þeim skilmálum sem í boði eru við endurfjármögnun sparisjóðanna. Samtals nema kröfur bankans á hendur sparisjóðum um 9,6 milljörðum kr. að nafnverði en Seðlabankinn er meðal stærstu kröfuhafa hjá um átta sparisjóðum.

Actavis selur Norgesplaster

Actavis hefur selt Norgesplaster, verksmiðju í Vennesla í Noregi sem framleiðir plástra og íþróttateip. Kaupendurnir eru norskir fjárfestar. Kaupverðið er ekki gefið upp.

Framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum flaug í boði Glitnis og Milestone

Framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabanka Íslands flaug tvisvar með einkaþotu sem Glitnir og Milestone leigðu saman. Hann segir þá Steingrím Wernerson vera bestu vini og flugu þeir á þotunni í frí. Á farþegarlistum koma meðal annars fyrir nöfn alþingismanns og aðstoðarmanns ráðherra í núverandi ríkisstjórn.

Krónan ekki sterkari gagnvart evru frá miðju sumri

Eftir styrkingu krónu í síðustu viku er hún nú sterkari gagnvart evru en hún hefur verið frá miðju síðasta sumri. Krónan styrktist um tæpt prósent gagnvart evru í vikunni er leið og kostar evran nú 177,5 kr. á innlendum gjaldeyrismarkaði, en hæst fór evran í rúmar 186 kr. í annarri viku nóvembermánaðar í fyrra.

Fjármagn flæðir út úr Evrópu á methraða

Fjárfestar eru að draga fé sitt út úr Evrópu á methraða á sama tíma og seðlabankar draga úr evrukaupum sínum. Þetta þýðir að evran sem gjalderyisforðamynt er langt frá því að fella dollarann úr sessi.

Álverð fellur á heimsmarkaði eins og aðrar hrávörur

Álverðið á markaðinum í London hefur fallið töluvert undanfarnar tvær vikur og er komið niður í 2.095 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hæst fór verðið í rúma 2.300 dollara fyrrrihluta janúarmánaðar.

ÍLS einnig á neikvæðum horfum hjá S&P

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) greindi frá því þann 29. janúar 2010, að það hefði haldið lánshæfismati Íbúðalánasjóð (ÍLS) áfram á athugunarlista með neikvæðum vísbendingum.

LSS yfirtekur allan rekstur LSK

Stjórnir Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, LSS, og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, LSK, hafa staðfest samning sem undirritaður var hinn 18. janúar sl., um að LSS annist allan daglegan rekstur LSK frá 1. mars 2010 að telja.

Laun á Íslandi 2006 með þeim hæstu í Evrópu

Árið 2006 voru laun á Íslandi, umreiknuð í evrur, með þeim hæstu í Evrópu. Aftur á móti ef tekið er tillit til jafnvirðisgildis, það er mismunandi verðlags, eru laun á Íslandi í mörgum tilvikum nær meðaltali Evrópusambandsríkjanna 27 og falla í sumum tilvikum undir það.

Íslandsbanki lækkar vexti

Íslandsbanki lækkar vexti frá og með deginum í dag, 1. febrúar, á óverðtryggðum húsnæðislánum og óverðtryggðum kjörvöxtum skuldabréfalána í kjölfarið á lækkun stýrivaxta Seðlabankans í síðustu viku.

Strauss-Kahn ítrekar samúð með Íslendingum

Dominique Strauss-Kahn forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ítrekaði samúð sína með íslenskum almenningi í viðtali við austrríska blaðið Standard um helgina.

Sænska öryggislögreglan og FBI stoppuðu söluna á Saab

Í ljós hefur komið að sænska öryggislögereglan og bandaríska alríkislögreglan FBI stoppuðu söluna á Saab í desember s.l. Ástæðan voru tengsl Antonovgroup við skipulagða glæpastarfsemi í Rússlandi. Salan fór síðan fram í þessum mánuði eftir að Antonovgroup var komin úr kaupendahópnum.

Settu nýtt aflamet smábáta

Þriggja manna áhöfn á hraðfiskibátnum Tryggva Eðvalds SH frá Rifi á Snæfellsnesi, setti í gær nýtt aflamet smábáta á einum mánuði, og það svo um munaði.

Ekki rætt um skráningu á markað

Eiginfjárhlutfall 365 miðla mun ríflega tvöfaldast gangi hlutafjáraukning fyrirtækisins upp á einn milljarð króna eftir. Málið verður tekið fyrir á hluthafafundi fyrirtækisins í fyrramálið.

Kostnaðurinn ásættanlegur

Páll Bendiktsson, talsmaður skilanefndar Landsbanka, segist ekki hissa á háum kostnaði við skilanefnd bankans. Fram kom í Fréttablaðinu á laugardag að kostnaðurinn hafi numið 11,5 milljörðum króna í fyrra og var hann hærri en hjá skilanefndum Glitnis og Kaupþings.

Buðu aflandsviðskipti fram að þroti

Starfsmenn Straums buðu íslenskum útflutningsfyrirtækjum upp á gjaldeyrisviðskipti á aflandsmörkuðum eftir að Alþingi samþykkti gjaldeyrishöft Seðlabankans í nóvember 2008 og þar til skömmu áður en hann fór í þrot í mars í fyrra. Tilboð bankans hljóðaði upp á tíu prósenta hærra gengi en skráð var hjá Seðlabankanum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Telur að Rússar hafi ætlað að knésetja húsnæðislánarisa

Hank Paulson, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna fullyrðir í ævisögu sinni sem kemur á morgun að Rússar hafi lagt til við Kínverja að ríkin myndu selja skuldabréf sín gefin út af bandarísku húsnæðislánarisunum Fannie Mae og Freddie Mac og þannig knésetja fyrirtækin.

Peugeot innkallar einnig bíla

Franska bílaframleiðslufyrirtækið Peugeot ákvað í gærkvöldi að innkalla tæplega 100 þúsund bifreiðir af gerðinni Peugeot 107s og Citroen C1s. Fyrirtækið gerir þetta af sömu ástæðum og Toyota innkallaði bifreiðar á föstudag eftir að gallar í eldsneytisgjöf komu í ljós. Talið er að kalla þurfi inn fimm þúsund Toyota-bifreiðar hér á landi en allt að 1,8 milljónir bifreiðar í Evrópu vegna þessa.

Pálmi „sat uppi með svarta pétur“

Pálmi Haraldsson, sem átti Fons eignarhaldsfélag, hafnar því að nokkuð fé hafi runnið frá Glitni banka til Fons dagana 5. september til 8. október 2008, rétt fyrir og eftir að FME tók Glitni banka yfir. Þá hefur skiptastjóri þrotabús Fons hafnað kröfum Glitnis.

FME þegir þunnu hljóði um Fons

Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, vill ekkert tjá sig um það hvort verið sé að rannsaka milljarða lánveitingar Glitnis til eignarhaldsfélagsins Fons vikurnar fyrir bankahrunið. Glitnir gerði lánasamninga og samninga um framvirk hlutabréfaviðskipti við Fons upp á samtals 7,2 milljarða króna rétt fyrir hrun bankans.

Slippfélagið átti allt sitt undir Hempel

Landsbankinn, NBI, gerði nokkrar árangurslausar tilraunir til að selja málningarvöruverslunina Slippfélagið nálægt upplausnarvirði áður en tilboði eigenda Málningar í reksturinn var tekið fyrir tæpum hálfum mánuði, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Tuttugu milljarðar í rekstur slitastjórna og skilanefnda

Heildarkostnaður við rekstur slitastjórna og skilanefndir Glitnis, Kaupþings og Landsbankans nam 19,8 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Kostnaðurinn er mestur hjá slitastjórn og skilanefnd Landsbankans, en heildarkostnaður þeirra nam 15,3

Náið samstarf um rannsóknir á gjaldeyrisviðskiptabrotum

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa átt í viðamiklu samstarfi í tengslum við rannsóknir á brotum á gjaldeyrishöftum og lögum um gjaldeyrisviðskipti. Fjórir fyrrverandi starfsmenn Straums eru í haldi lögreglu vegna málsins.

Hilda hf. keypti í Føroya Banki

Hilda hf. jók í dag við hlut sinn í Føroya Banki P/F og á nú 7,72% í bankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu Kauphallarinnar.

Straumur sver af sér gjaldeyrisbraskarana

Straumur Burðarás Fjárfestingabanki hf. hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta af meintum brotum fyrrverandi Straums á reglum um gjaldeyrismál.

Reyna að takmarka bókhaldsbrellur og bankahnýsni

Meðal nýmæla í frumvarpi til laga um fjármálafyrirtæki eru ákvæði sem útiloka að bankar hafi sömu endurskoðendur árum saman sem minnkar líkur á bókhaldsbrellum. Þá verður bankastarfsmönnum veitt mikið aðhald því viðskiptavinir munu framvegis geta fengið upplýsingar um hvaða starfsmenn hafa skoðað fjárhagsupplýsingar um þá.

Nýherji tapaði tæplega 700 milljónum króna

Nýherji tapaði 686 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi sem er nýkominn út. Heildartekjur samstæðunnar voru 14.332 milljónir króna og drógust saman um 4% frá fyrra ári.

Bréf Century Aluminum féllu um tæp átta prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um rúm 7,7 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina lækkun dagsins. Eina hækkunin var á bréfum Marel, sem hækkaði um 0,67 prósent í dag.

Enn fremur rólegt á skuldabréfamarkaðinum

Áfram var fremur rólegt á skuldabréfamarkaðinum í dag en heildarveltan nam 8,62 milljörðum kr. Þar af var nokkuð meira um viðskipti með verðtryggð bréf. GBI vísitalan lækkaðu um tæp 0,6%.

Hæstiréttur hafnaði skattasnúningum Glitnis

Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum Glitnis, en bankinn taldi að ríkisskattstjóri hefði með ólögmætum hætti úrskurðað um álagningu tekjuskattsálags vegna vantalinna tekna Framtaks Fjárfestingarbanka. Glitnir reyndi að spara sér nokkuð hundruð milljónir króna í skattgreiðslur með því að nýta yfirfæranlegt rekstrartap Framtaks til frádráttar skattskyldum tekjum sínum, en ríkisskattstjóri hafnaði sjónarmiðum Glitnis í úrskurði sem bankinn reyndi að hnekkja fyrir dómstólum.

Hagvöxtur í Bandaríkjunum 5,7% í lok síðasta árs

Hagvöxtur í Bandaríkjunum nam 5,7% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og hefur hann ekki verið meiri undanfarin sex ár. Markaðir á Wall Street hafa verið í mikilli uppsveiflu eftir að fregnin barst út í dag.

Landbúnaðarsjóðir fitna umtalsvert í kreppunni

Landbúnaðarsjóðir, sem eru í vörslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra munu fitna umtalsvert í kreppunni. Ráðstöfunartekjur þessara sjóða námu 440 milljónum kr. á síðasta ári en verða rúmir 2,2 milljarðar kr. í ár. Ráðstöfunarféið sum sé nær fimmfaldast milli ára.

Opinberum störfum fjölgaði um 5.000 á tíu árum

Opinberum störfum á vegum ríkisins fjölgaði um tæplega 5.000 frá árinu 1999. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar þingmanns Samfylkingarinnar.

Grunaðir um stórfelld brot gegn gjaldeyrishöftum

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra grunar fyrrum starfsmenn Straums Fjárfestingabanka fyrir stórfelld brot gegn gildandi gjaldeyrishöftum samkvæmt fréttavef Viðskiptablaðsins, vb.is.

Engin stórtíðindi koma af fundinum í Haag

Engin stórtíðindi munu koma af fundinum um Icesave málið sem haldinn verður í Haag í Hollandi síðar í dag. Reuters hefur eftir talsmanni hollenska fjármálaráðuneytisins að á fundinum verði einungis farið yfir stöðuna „take stock" og ekki sé annað á dagskránni.

Skuldatryggingaálag ríkisins komið yfir 700 punkta

Ekkert lát er á hækkunun á skudlatryggingaálagi ríkisins og er það nú komið í tæpa 703 punkta. Hefur það hækkað um 38 punkta frá því í gærdag eða um 5,57% samkvæmt mælingu CMA gagnaveitunnar.

Telur vöru-og þjónustuviðskiptin skila 120-130 milljörðum

Miðað við tölur um vöruskipti áætlar greining Íslandsbanka að samanlagður afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum kunni að hafa verið á bilinu 120-130 milljarða kr. á síðasta ári. Það samsvarar 8-9% af vergri landsframleiðslu í fyrra, en til samanburðar áætlar Seðlabankinn í nýútkominni hagspá að þetta hlutfall hafi verið 6,7% á nýliðnu ári.

Bernskan gerir stóran samning við Vísi um pokabeitu

Bernskan ehf. sem rekur pokabeituverksmiðju í Súðavík hefur gert stóran samning við útgerðarfélagið Vísir í Grindavík. Bernskan mun smíða 5 beitingarvélar fyrir Vísir og ætlar að útvega útgerðinni 20 milljón pokabeitur á ársgrundvelli. Verðmæti samningsins er töluvert yfir 100 miljónum kr.

Tryggvi Þór: Ófullnægjandi skýringar frá Landsbankanum

Vaxtaálag bankanna á lán til atvinnuveganna er að hækka verulega og í sumum tilvikum stefnir í að það verði allt að tvöfalt hærra en það var fyrir tveimur árum. Ófullnægjandi skýringar fengust á þessu á fundi bankamanna með þingnefnd í morgun.

Fjögur fyrirtæki gerðu samninga í Indlandsför

Í nýlegri ferð á vegum Útflutningsráðs til Indlands skrifuðu fjögur íslensk fyrirtæki undir samstarfssamning við indversk fyrirtæki. Fyrirtækini sem hér um ræðir eru LSRetail sem skrifaði undir samstarfssamning við DVS, Marorka sem skrifaði undir samstarfssamning við Unique Maritime Group, Reykjavik Geothermal sem skrifaði undir samstarfssamning við Thermax og Össur sem skrifaði undir samstarfssamning við Velocity Healthcare.

Sjá næstu 50 fréttir