Aukinn samdráttur á Íslandi en aukinn hagvöxtur erlendis 29. janúar 2010 10:57 Á sama tíma og aukinnar bjartsýni gætir um hagvöxt í helstu iðnríkjum heims í ár er svartsýnin vaxandi varðandi hagvaxtarhorfur hér á landi.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þessi þróun sjáist þetta vel í tveim hagspám sem komu út í þessari viku, þ.e. annars vegar spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) fyrir efnahagsástandið í heiminum sem birt var á þriðjudaginn og hins vegar efnahagspá Seðlabankans sem birt var á miðvikudaginn.Endurreisnarstarfið í kjölfar lausafjárkreppunnar sem reið yfir fjármálaheiminn á árinu 2008 hefur verið mun erfiðara hér en víðast hvar og birtist það nú í því að íslenska hagkerfið situr eftir í samdrætti á sama tíma og dágóður hagvöxtur er komin víðast hvar í löndunum umhverfis okkur.Í efnahagsspá AGS er spáin fyrir hagvöxt í heiminum í ár hækkuð um 0,8 prósentur frá síðustu spá sem birt var í október á síðasta ári. Spáir sjóðurinn nú 3,9% hagvexti í heiminum í ár sem er vel viðunandi vöxtur. Spáir stofnunin því að helstu iðnríki heims vaxi um 2,1% í ár og er það einnig 0,8 prósenta hækkun frá síðustu spá þeirra í október. Er það ekki síst aukin bjartsýni um hagvöxt í Bandaríkjunum og í Þýskalandi sem er að valda þessari hækkun, en þessi hagkerfi hafa verið að taka við sér undanfarið eftir erfiðan samdrátt á síðasta ári.Í ofangreindri efnahagsspá Seðlabanka Íslands fyrir Ísland er reiknað með því að samdrátturinn í ár verði meiri hér á landi en bankinn gerði ráð fyrir í sinni síðustu spá sem kom út í nóvember á síðasta ári. Reiknar bankinn nú með því að samdrátturinn verði 3,4% sem er 1 prósentustigi meiri samdráttur en bankinn spáði áður. Það hefur tafið uppbyggingarstarfið að ekki hafi tekist að leysa deiluna um bætur til innistæðueigenda útibúa Landsbankans og setur það mark sitt á hagvaxtarhorfur.Ef ofangreindar spár ganga eftir verður meiri munur á þróun landsframleiðslu í ár hér á landi annars vegar og í helstu iðnríkjum hins vegar en var á síðastliðnu ári. AGS reiknar með því að samdrátturinn á heimsvísu hafi verið 0,9% í fyrra og 3,2% í helstu iðnríkjum heims.Hér á landi var samdrátturinn 7,7% að mati Seðlabankans. Munurinn eru 4,5 prósentur gagnvart iðnríkjunum en verður í ár samkvæmt ofangreindum spám 5,5 prósentur. Munurinn á hagvaxtarþróuninni hér á landi og í heiminum umhverfis okkur er því að aukast hvað þetta varðar og Íslandi í óhag. Fjármálakreppan hér á landi er bæði dýpri, meira langvarandi og erfiðari viðureignar en víðast hvar. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Á sama tíma og aukinnar bjartsýni gætir um hagvöxt í helstu iðnríkjum heims í ár er svartsýnin vaxandi varðandi hagvaxtarhorfur hér á landi.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þessi þróun sjáist þetta vel í tveim hagspám sem komu út í þessari viku, þ.e. annars vegar spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) fyrir efnahagsástandið í heiminum sem birt var á þriðjudaginn og hins vegar efnahagspá Seðlabankans sem birt var á miðvikudaginn.Endurreisnarstarfið í kjölfar lausafjárkreppunnar sem reið yfir fjármálaheiminn á árinu 2008 hefur verið mun erfiðara hér en víðast hvar og birtist það nú í því að íslenska hagkerfið situr eftir í samdrætti á sama tíma og dágóður hagvöxtur er komin víðast hvar í löndunum umhverfis okkur.Í efnahagsspá AGS er spáin fyrir hagvöxt í heiminum í ár hækkuð um 0,8 prósentur frá síðustu spá sem birt var í október á síðasta ári. Spáir sjóðurinn nú 3,9% hagvexti í heiminum í ár sem er vel viðunandi vöxtur. Spáir stofnunin því að helstu iðnríki heims vaxi um 2,1% í ár og er það einnig 0,8 prósenta hækkun frá síðustu spá þeirra í október. Er það ekki síst aukin bjartsýni um hagvöxt í Bandaríkjunum og í Þýskalandi sem er að valda þessari hækkun, en þessi hagkerfi hafa verið að taka við sér undanfarið eftir erfiðan samdrátt á síðasta ári.Í ofangreindri efnahagsspá Seðlabanka Íslands fyrir Ísland er reiknað með því að samdrátturinn í ár verði meiri hér á landi en bankinn gerði ráð fyrir í sinni síðustu spá sem kom út í nóvember á síðasta ári. Reiknar bankinn nú með því að samdrátturinn verði 3,4% sem er 1 prósentustigi meiri samdráttur en bankinn spáði áður. Það hefur tafið uppbyggingarstarfið að ekki hafi tekist að leysa deiluna um bætur til innistæðueigenda útibúa Landsbankans og setur það mark sitt á hagvaxtarhorfur.Ef ofangreindar spár ganga eftir verður meiri munur á þróun landsframleiðslu í ár hér á landi annars vegar og í helstu iðnríkjum hins vegar en var á síðastliðnu ári. AGS reiknar með því að samdrátturinn á heimsvísu hafi verið 0,9% í fyrra og 3,2% í helstu iðnríkjum heims.Hér á landi var samdrátturinn 7,7% að mati Seðlabankans. Munurinn eru 4,5 prósentur gagnvart iðnríkjunum en verður í ár samkvæmt ofangreindum spám 5,5 prósentur. Munurinn á hagvaxtarþróuninni hér á landi og í heiminum umhverfis okkur er því að aukast hvað þetta varðar og Íslandi í óhag. Fjármálakreppan hér á landi er bæði dýpri, meira langvarandi og erfiðari viðureignar en víðast hvar.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira