Viðskipti innlent

Íslandsbanki lækkar vexti

Íslandsbanki lækkar vexti frá og með deginum í dag, 1. febrúar, á óverðtryggðum húsnæðislánum og óverðtryggðum kjörvöxtum skuldabréfalána í kjölfarið á lækkun stýrivaxta Seðlabankans í síðustu viku.

Kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfalána lækka um 0,25% og eru nú 8,75% og breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,5% og eru nú 8,0%.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að Íslandsbanki bjóði viðskiptavinum sínum höfuðstólslækkun á erlendum og verðtryggðum húsnæðislánum gegn því að lánunum sé breytt í óverðtryggð lán í íslenskum krónum.

Síðan bankinn hóf að bjóða þetta úrræði í nóvember síðastliðnum hafa verið gerðar þrjár breytingar á vöxtum útlána. Breytilegir vextir þessara lána hafa því lækkað úr 7,5% í 6,0% á tímabilinu að teknu tilliti til tveggja prósentustiga afsláttar sem veittur er fyrsta árið eftir höfuðstólslækkun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×