FME þegir þunnu hljóði um Fons Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. janúar 2010 12:30 Milljarðar fóru frá Glitni til Fons rétt fyrir bankahrunið. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, vill ekkert tjá sig um það hvort verið sé að rannsaka milljarða lánveitingar Glitnis til eignarhaldsfélagsins Fons vikurnar fyrir bankahrunið. Glitnir gerði lánasamninga og samninga um framvirk hlutabréfaviðskipti við Fons upp á samtals 7,2 milljarða króna rétt fyrir hrun bankans. Glitnir gerði lánasamninga við Fons upp á samtals 7,2 milljarða króna rétt fyrir hrun bankans, að því er fram kemur í gögnum sem Vilhjálmur Bjarnason, sem var hluthafi bankans, fékk afhent í síðustu viku. Vilhjálmur sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að gögnin sýni stjórnendur bankans hafi verið að ausa peningum út í tóma vitleysu á sama tíma og þeir þóttust vera að reyna að bjarga honum. Um er að ræða samnina sem gerðir eru á tímabilinu 5. september til 8. október 2008, síðustu vikurnar fyrir hrun bankans en síðasti samningurinn er samningur um framvirk hlutabréfaviðskipti daginn eftir að Glitnir var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu. Morgunblaðið varpaði fram spurningu í leiðara blaðsins í gær um hvort einhver væri að rannsaka þessar lánveitingar og sagði þær siðlausar og löglausar. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segist ekki geta tjáð sig um hvort verið sé að rannsaka lánveitingarnar. Nú hefur komið fram í dagsljósið að það fóru milljarðar út úr Glitni banka síðustu vikurnar fyrir bankahrunið til eignarhaldsfélagsins Fons, sem var nátengt stærsta hluthafa bankans. Er Fjármálaeftirlitið að rannsaka þetta? „Ég vildi að ég gæti svarað þér, en ég verð að gefa þetta sama leiðinlega svar ég get ekki tjáð mig um einstök mál eða einstaklinga sem gætu verið í rannsókn eða sæta ekki rannsókn," segir Gunnar Þ. Andersen. Er samt ekki eðlilegt að rannsaka þetta í ljósi þess að það fóru milljarðar til félagsins rétt fyrir hrunið? „Það þarf ekki að vera. Þetta getur verið eðlilegur flutningur, eins og hann getur verið óeðlilegur," segir Gunnar. Tengdar fréttir Pálmi „sat uppi með svarta pétur“ Pálmi Haraldsson, sem átti Fons eignarhaldsfélag, hafnar því að nokkuð fé hafi runnið frá Glitni banka til Fons dagana 5. september til 8. október 2008, rétt fyrir og eftir að FME tók Glitni banka yfir. Þá hefur skiptastjóri þrotabús Fons hafnað kröfum Glitnis. 30. janúar 2010 15:15 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, vill ekkert tjá sig um það hvort verið sé að rannsaka milljarða lánveitingar Glitnis til eignarhaldsfélagsins Fons vikurnar fyrir bankahrunið. Glitnir gerði lánasamninga og samninga um framvirk hlutabréfaviðskipti við Fons upp á samtals 7,2 milljarða króna rétt fyrir hrun bankans. Glitnir gerði lánasamninga við Fons upp á samtals 7,2 milljarða króna rétt fyrir hrun bankans, að því er fram kemur í gögnum sem Vilhjálmur Bjarnason, sem var hluthafi bankans, fékk afhent í síðustu viku. Vilhjálmur sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að gögnin sýni stjórnendur bankans hafi verið að ausa peningum út í tóma vitleysu á sama tíma og þeir þóttust vera að reyna að bjarga honum. Um er að ræða samnina sem gerðir eru á tímabilinu 5. september til 8. október 2008, síðustu vikurnar fyrir hrun bankans en síðasti samningurinn er samningur um framvirk hlutabréfaviðskipti daginn eftir að Glitnir var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu. Morgunblaðið varpaði fram spurningu í leiðara blaðsins í gær um hvort einhver væri að rannsaka þessar lánveitingar og sagði þær siðlausar og löglausar. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segist ekki geta tjáð sig um hvort verið sé að rannsaka lánveitingarnar. Nú hefur komið fram í dagsljósið að það fóru milljarðar út úr Glitni banka síðustu vikurnar fyrir bankahrunið til eignarhaldsfélagsins Fons, sem var nátengt stærsta hluthafa bankans. Er Fjármálaeftirlitið að rannsaka þetta? „Ég vildi að ég gæti svarað þér, en ég verð að gefa þetta sama leiðinlega svar ég get ekki tjáð mig um einstök mál eða einstaklinga sem gætu verið í rannsókn eða sæta ekki rannsókn," segir Gunnar Þ. Andersen. Er samt ekki eðlilegt að rannsaka þetta í ljósi þess að það fóru milljarðar til félagsins rétt fyrir hrunið? „Það þarf ekki að vera. Þetta getur verið eðlilegur flutningur, eins og hann getur verið óeðlilegur," segir Gunnar.
Tengdar fréttir Pálmi „sat uppi með svarta pétur“ Pálmi Haraldsson, sem átti Fons eignarhaldsfélag, hafnar því að nokkuð fé hafi runnið frá Glitni banka til Fons dagana 5. september til 8. október 2008, rétt fyrir og eftir að FME tók Glitni banka yfir. Þá hefur skiptastjóri þrotabús Fons hafnað kröfum Glitnis. 30. janúar 2010 15:15 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Pálmi „sat uppi með svarta pétur“ Pálmi Haraldsson, sem átti Fons eignarhaldsfélag, hafnar því að nokkuð fé hafi runnið frá Glitni banka til Fons dagana 5. september til 8. október 2008, rétt fyrir og eftir að FME tók Glitni banka yfir. Þá hefur skiptastjóri þrotabús Fons hafnað kröfum Glitnis. 30. janúar 2010 15:15