Viðskipti innlent

Actavis selur Norgesplaster

Actavis hefur selt Norgesplaster, verksmiðju í Vennesla í Noregi sem framleiðir plástra og íþróttateip. Kaupendurnir eru norskir fjárfestar. Kaupverðið er ekki gefið upp.

Í frétt um málið á vefsíðu Actavis segir að Actavis eignaðist Norgesplaster með kaupunum á samheitalyfjasviði Alpharma í desember 2005. Sala verksmiðjunnar er liður í áframhaldandi samþættingu á starfsemi Actavis Group, en félagið einbeitir sér að kjarnastarfsemi sem tengist framleiðslu og sölu samheitalyfja. Starfsemi sölu- og markaðssviðs Actavis í Osló verður óbreytt.

Núverandi starfsmenn Norgesplaster, 36 manns, munu áfram starfa hjá verksmiðjunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×