Viðskipti innlent

Tryggvi Þór: Ófullnægjandi skýringar frá Landsbankanum

Vaxtaálag bankanna á lán til atvinnuveganna er að hækka verulega og í sumum tilvikum stefnir í að það verði allt að tvöfalt hærra en það var fyrir tveimur árum. Ófullnægjandi skýringar fengust á þessu á fundi bankamanna með þingnefnd í morgun.

Vaxtaálag kemur ofan á svonefnda libor- eða grunnvexti af erlendum lánum. Fyrir tveimur árum nam álagið frá einu og hálfu prósenti upp í tvö, en nú stefnir það í fjögur prósent, sem er meira en tvöföldun í vissum tilvikum. Þetta kemur verst niður á fyrirtækjum, sem fjármagna sig með erlendum lánum, eins og til dæmis sjávarútvegurinn.

Af þessu tilefni óskaði Tryggvi Þór Herbertsson alþingismaður og annar maður Sjáflstæðisflokksins í efnahags- og skattanefnd Alþingis, eftir fundi í morgun með helstu stjórnendum Landsbankans, sem er ríkisbanki, til þess að fá fram skýrinmgar bankans á þessum hækkunum. Fundurinn stóð í hálfa aðra klukkusutnd og sagði Tryggvi þór að honum loknum, að hann gæfi hreint ekki mikið fyrir skýringarnar sem fengust.

Þær hafi einna helst verið þær að rekstrarkostnaður bankans væri svo mikill að hækkunin væri nauðsynleg. Sér virtist sem bankamenn hefðu ekki hugsað til enda að þetta myndi auka vanskil, og þar með gjaldþrot , með tilheyrandi afskriftum lána í kjölfarið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×