Hluta skulda sparisjóðanna breytt í eigið fé/víkjandi lán 1. febrúar 2010 13:19 Seðlabanki Íslands mun í dag senda sparisjóðum landsins bréf með lýsingu á þeim skilmálum sem í boði eru við endurfjármögnun sparisjóðanna. Samtals nema kröfur bankans á hendur sparisjóðum um 9,6 milljörðum kr. að nafnverði en Seðlabankinn er meðal stærstu kröfuhafa hjá um átta sparisjóðum.Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, gerði grein fyrir málinu á morgunfundi efnahags- og viðskiptaráðuneytisins fyrir helgina. Þar fór hann yfir þær lausnir sem Seðlabankinn, fjármálaráðuneytið og sparisjóðirnir hafa unnið að við endurskipulagningu krafna Seðlabankans.Helstu skilmálar eru að hluti skulda sparisjóða verði breytt í eigið fé og/eða víkjandi lán en eftirstöðvum verði breytt í almennt lán. Hvati verður til staðar til uppgreiðslu á kröfum.Þá er ætlunin að stofnfé verði afskrifað að því marki sem varasjóður er neikvæður. Tryggvi Pálsson segir í þessu sambandi að þess sé vænst að stofnfjáreigendur taki það tap á sig.Auk þess er gert ráð fyrir að stofnfjárhlutir sem Seðlabankinn kann að eignast verði yfirteknir af ríkissjóði er feli Bankasýslu ríkisins að fara með eignarhaldið. Sparisjóðirnir þurfa að uppfylla lausafjárkröfur Seðlabankans og kröfur FME fyrir áframhaldandi starfsleyfi og að viðkomandi sparisjóðir dragi til baka umsókn sína um eiginfjárframlag frá ríkissjóði að skuldbreytingu lokinni.Tryggvi segir að fyrrgreindir skilmálar eigi aðeins við um þá sparisjóði þar sem Seðlabankinn er meðal stærstu kröfuhafa. Það á ekki við um Byr og Sparisjóðinn í Keflavík. „Þar mun Seðlabankinn væntanlega þurfa að taka þátt í þeim lausnum sem stærstu kröfuhafar leggja til," segir Tryggvi í samtali við Fréttastofu.Sem fyrr segir verður bréf Seðlabankans sent í dag en Tryggvi segir að síðan taki við samningaviðræður við sparisjóðina. „Við stefnum að því að klára endurskipulagningu krafna Seðlabankans í lok mars næstkomandi," segir Tryggvi.Þess ber að geta að kröfur Seðlabankans á þessa sparisjóði voru færðar til hans eftir fall Sparisjóðabankans. Við fallið voru innstæður sparisjóða hjá Sparisjóðabankanum færðar til Seðlabankans skv. ákvörðun FME en til mótvægis fékk Seðlabankinn fyrrnefndar kröfur a sparisjóðina. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Seðlabanki Íslands mun í dag senda sparisjóðum landsins bréf með lýsingu á þeim skilmálum sem í boði eru við endurfjármögnun sparisjóðanna. Samtals nema kröfur bankans á hendur sparisjóðum um 9,6 milljörðum kr. að nafnverði en Seðlabankinn er meðal stærstu kröfuhafa hjá um átta sparisjóðum.Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, gerði grein fyrir málinu á morgunfundi efnahags- og viðskiptaráðuneytisins fyrir helgina. Þar fór hann yfir þær lausnir sem Seðlabankinn, fjármálaráðuneytið og sparisjóðirnir hafa unnið að við endurskipulagningu krafna Seðlabankans.Helstu skilmálar eru að hluti skulda sparisjóða verði breytt í eigið fé og/eða víkjandi lán en eftirstöðvum verði breytt í almennt lán. Hvati verður til staðar til uppgreiðslu á kröfum.Þá er ætlunin að stofnfé verði afskrifað að því marki sem varasjóður er neikvæður. Tryggvi Pálsson segir í þessu sambandi að þess sé vænst að stofnfjáreigendur taki það tap á sig.Auk þess er gert ráð fyrir að stofnfjárhlutir sem Seðlabankinn kann að eignast verði yfirteknir af ríkissjóði er feli Bankasýslu ríkisins að fara með eignarhaldið. Sparisjóðirnir þurfa að uppfylla lausafjárkröfur Seðlabankans og kröfur FME fyrir áframhaldandi starfsleyfi og að viðkomandi sparisjóðir dragi til baka umsókn sína um eiginfjárframlag frá ríkissjóði að skuldbreytingu lokinni.Tryggvi segir að fyrrgreindir skilmálar eigi aðeins við um þá sparisjóði þar sem Seðlabankinn er meðal stærstu kröfuhafa. Það á ekki við um Byr og Sparisjóðinn í Keflavík. „Þar mun Seðlabankinn væntanlega þurfa að taka þátt í þeim lausnum sem stærstu kröfuhafar leggja til," segir Tryggvi í samtali við Fréttastofu.Sem fyrr segir verður bréf Seðlabankans sent í dag en Tryggvi segir að síðan taki við samningaviðræður við sparisjóðina. „Við stefnum að því að klára endurskipulagningu krafna Seðlabankans í lok mars næstkomandi," segir Tryggvi.Þess ber að geta að kröfur Seðlabankans á þessa sparisjóði voru færðar til hans eftir fall Sparisjóðabankans. Við fallið voru innstæður sparisjóða hjá Sparisjóðabankanum færðar til Seðlabankans skv. ákvörðun FME en til mótvægis fékk Seðlabankinn fyrrnefndar kröfur a sparisjóðina.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira