Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag ríkisins komið yfir 700 punkta

Ekkert lát er á hækkunun á skudlatryggingaálagi ríkisins og er það nú komið í tæpa 703 punkta. Hefur það hækkað um 38 punkta frá því í gærdag eða um 5,57% samkvæmt mælingu CMA gagnaveitunnar.

Samhliða þessu hafa líkurnar á þjóðargjaldþroti Íslands einnig aukist og mælast nú 37,7%. Þegar líkurnar voru hvað lægstar síðasta haust stóðu þær í rúmum 20%

Eftir að forsetinn ákvað að senda Icesave málið í þjóðaratkvæði rauk skuldatryggingaálagið upp á við en það hafði stöðugt farið lækkandi á seinnihluta síðasta árs. Náði það í október s.l. niður í um 350 punkta. Hækkunin á því síðan þá nemur því um 100%.

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð í 703 punktum samsvarar því að reiða þurfi fram rúmlega 7 % af nafnverði skuldabréfs til að tryggja eiganda þess gegn greiðslufalli næstu 5 árin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×