Telur vöru-og þjónustuviðskiptin skila 120-130 milljörðum 29. janúar 2010 12:11 Miðað við tölur um vöruskipti áætlar greining Íslandsbanka að samanlagður afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum kunni að hafa verið á bilinu 120-130 milljarða kr. á síðasta ári. Það samsvarar 8-9% af vergri landsframleiðslu í fyrra, en til samanburðar áætlar Seðlabankinn í nýútkominni hagspá að þetta hlutfall hafi verið 6,7% á nýliðnu ári.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar. Eins og fram kom í fréttum í morgun voru vöruskiptin hagstæð um 87,2 milljörðum kr. á síðasta ári.Í Morgunkorninu segir að horfur eru á að þessi afgangur verði einnig verulegur á yfirstandandi ári. Viðskiptakjör hafa batnað töluvert frá fyrri hluta síðasta árs vegna mikillar verðhækkunar á áli og nokkurrar hækkunar á verði sjávarafurða. Þá mun þjónustugeirinn væntanlega njóta áfram ávaxtanna af lágu raungengi krónu.Innflutningur mun svo verða með minnsta móti fram eftir ári vegna áframhaldandi samdráttar í einkaneyslu og fjárfestingu, a.m.k. ef miðað er við síðasta ár. Í því ljósi virðist spá Seðlabankans um 9,6% afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum í hlutfalli við landsframleiðslu á þessu ári nokkuð líkleg til að ganga eftir.Afgangur af vöruskiptum á síðasta ári var töluvert meiri en fyrstu bráðabirgðatölur gáfu til kynna. Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu nam afgangurinn 87,2 milljörðuim kr. en tölur sem birtar voru í upphafi mánaðar bentu til þess að hann hefði verið u.þ.b. 15 milljörðum kr. minni.Þetta er langmesti afgangur af vöruskiptum sem mælst hefur hér á landi. Til samanburðar var afgangurinn árið 2002, þegar síðast mældist afgangur af vöruskiptum vegna lágs raungengis krónu og samdráttar í innlendri eftirspurn, ríflega 13 milljarða kr.Metafgangur af vöruskiptum í fyrra skrifast fyrst og fremst á afar snarpan samdrátt innflutnings. Þá má skrifa mestan hluta samdráttar innflutnings til þess skells sem dundi á heimilum og fyrirtækjum í landinu í kjölfar bankahrunsins haustið 2008.Greiningin segir að athyglisvert sé í þessu samhengi að bera saman þróun vöruskiptajafnaðar hér á landi við þróun í löndum sem búa við fastgengi gagnvart stórum hluta viðskiptalanda sinna en hafa orðið illa fyrir barðinu á kreppunni undanfarin misseri. Má þar nefna Írland og Lettland. Í þessum löndum, líkt og hér á landi, hefur orðið verulegur bati á vöruskiptum undanfarið, og eins og hér er meginástæðan mikill samdráttur í innflutningi.Þannig skrapp vöruinnflutningur í Írlandi saman um 23% á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs frá árinu á undan, og í Lettlandi nam samdráttur innflutnings 31% á þessu tímabili. Hins vegar hafa áhrif veikrar krónu á þjónustujöfnuð verið ótvírætt jákvæð hér á landi undanfarið, ólíkt því sem þau lönd búa við sem eru á föstu gengi gagnvart viðskiptalöndum sínum. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Miðað við tölur um vöruskipti áætlar greining Íslandsbanka að samanlagður afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum kunni að hafa verið á bilinu 120-130 milljarða kr. á síðasta ári. Það samsvarar 8-9% af vergri landsframleiðslu í fyrra, en til samanburðar áætlar Seðlabankinn í nýútkominni hagspá að þetta hlutfall hafi verið 6,7% á nýliðnu ári.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar. Eins og fram kom í fréttum í morgun voru vöruskiptin hagstæð um 87,2 milljörðum kr. á síðasta ári.Í Morgunkorninu segir að horfur eru á að þessi afgangur verði einnig verulegur á yfirstandandi ári. Viðskiptakjör hafa batnað töluvert frá fyrri hluta síðasta árs vegna mikillar verðhækkunar á áli og nokkurrar hækkunar á verði sjávarafurða. Þá mun þjónustugeirinn væntanlega njóta áfram ávaxtanna af lágu raungengi krónu.Innflutningur mun svo verða með minnsta móti fram eftir ári vegna áframhaldandi samdráttar í einkaneyslu og fjárfestingu, a.m.k. ef miðað er við síðasta ár. Í því ljósi virðist spá Seðlabankans um 9,6% afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum í hlutfalli við landsframleiðslu á þessu ári nokkuð líkleg til að ganga eftir.Afgangur af vöruskiptum á síðasta ári var töluvert meiri en fyrstu bráðabirgðatölur gáfu til kynna. Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu nam afgangurinn 87,2 milljörðuim kr. en tölur sem birtar voru í upphafi mánaðar bentu til þess að hann hefði verið u.þ.b. 15 milljörðum kr. minni.Þetta er langmesti afgangur af vöruskiptum sem mælst hefur hér á landi. Til samanburðar var afgangurinn árið 2002, þegar síðast mældist afgangur af vöruskiptum vegna lágs raungengis krónu og samdráttar í innlendri eftirspurn, ríflega 13 milljarða kr.Metafgangur af vöruskiptum í fyrra skrifast fyrst og fremst á afar snarpan samdrátt innflutnings. Þá má skrifa mestan hluta samdráttar innflutnings til þess skells sem dundi á heimilum og fyrirtækjum í landinu í kjölfar bankahrunsins haustið 2008.Greiningin segir að athyglisvert sé í þessu samhengi að bera saman þróun vöruskiptajafnaðar hér á landi við þróun í löndum sem búa við fastgengi gagnvart stórum hluta viðskiptalanda sinna en hafa orðið illa fyrir barðinu á kreppunni undanfarin misseri. Má þar nefna Írland og Lettland. Í þessum löndum, líkt og hér á landi, hefur orðið verulegur bati á vöruskiptum undanfarið, og eins og hér er meginástæðan mikill samdráttur í innflutningi.Þannig skrapp vöruinnflutningur í Írlandi saman um 23% á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs frá árinu á undan, og í Lettlandi nam samdráttur innflutnings 31% á þessu tímabili. Hins vegar hafa áhrif veikrar krónu á þjónustujöfnuð verið ótvírætt jákvæð hér á landi undanfarið, ólíkt því sem þau lönd búa við sem eru á föstu gengi gagnvart viðskiptalöndum sínum.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira