Fleiri fréttir

Íslenskt bankahrun sameinar breska fasteignasjóði

Samningaviðræður milli tveggja stórra fasteignasjóða (building societies) í Bretlandi um sameiningu þeirra eru nú langt á veg komnar og allar líkur á að af þessu verði samkvæmt frétt á BBC. Sjóðirnir eru Yorkshire og Chelsea building societies og eiga það sammerkt að hafa tapað miklum fjárhæðum á íslenska bankahruninu á síðasta ári.

Skuldabréf Nýja Landsbankans verður baggi á krónunni

Skuldabréf það sem Nýi Landsbankinn hefur gefið út til gamla Landsbankans mun verða töluverður baggi á krónunni á komandi árum þar sem það þarf að greiða í gjaldeyri. Upphæðin er 260 milljarðar kr. og þegar afborganir hefjast árið 2014 munu þær nema 60-70 milljörðum kr. á ári að mati greiningar Arion banka.

Kaupþing selur í Storebrand, gengi hluta fellur um 1,6%

Sala skilanefndar Kaupþings á öllum hlutum sínum í tryggingarisanum Storebrand er toppfréttin á forsíðum norskra viðskiptavefmiðla í morgun. Söluverðið á 5,5% hlutnum er sagt um einn milljarður norskra kr. eða 21 milljarður kr. Það gæti þó lækkað nokkuð þegar líður á morguninn því gengi hlutanna féll um 1,6% í fyrstu viðskiptum.

Verð íslenskra sjávarafurða rýkur upp

Verð fyrir íslenskar sjávarafurðir hefur snarhækkað í erlendum gjaldeyri talið. Hækkunin á síðasta fiskveiðiári, sem lauk um mánaðamótin júlí-ágúst, nam röskum 45 prósentum frá fyrra fiskveiðiári, en magnið jókst aðeins um fimm prósent.

Ríkið sparar 100 milljarða á samningum við skilanefndir

Ríkið mun spara um 100 milljarða kr. á samningum sínum við kröfuhafa Glitnis og Kaupþings. Upphaflega stofnaði ríkissjóður skuldabréfaflokk upp á 30 milljarða kr. til að standa straum af kostnaði við endurreisn stóru bankanna þriggja en nú er ljóst að sá kostnaður verður mun minni.

Kynna netið sem markaðsmiðil

„Við ákváðum að skrifa bók sem hentar meðalmanninum sem hefur lítinn skilning á markaðsmálum á netinu,“ segir Kristján Már Hauksson. Hann og Guðmundur Arnar Guðmundsson eru höfundar nýrrar bókar sem ber titilinn Markaðssetning á netinu.

Gamlir farsímar eiga rétt á framhaldslífi

Gamlir, bilaðir og jafnvel ónýtir farsímar geta nú gengið í endurnýjun lífdaga og öðlast framhaldslíf í fjarlægum þróunarlöndum. Það er fyrirtækið Græn framtíð sem blæs nýju lífi í farsímana.

Bjartsýnn á horfurnar

„Ég var mjög svartsýnn á horfur hér á árabilinu 2007 til 2008. En nú er ég bjartsýnn á okkar ágæta land," segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP og Verne Holding.

Mikilvægum þætti endurreisnar að ljúka

Kröfuhafar eignast 87 prósent í Arion banka og ríkið 13 prósent samkvæmt samkomulagi sem kynnt var í gær. Ríkið fær endurgreidda 66 milljarða af 72 milljarða framlagi í eigið fé bankans. Bankinn fær víkjandi lán frá ríkinu.

Spannar litróf atvinnulífsins

„Við teljum að eftir þrjú til fimm ár verði Kauphöllin búin að ná upp sínum fyrri styrk,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar.

Efnahagslífið á eðlilegu róli

„Efnahagslífið ætti að vera almennt komið í mjög þokkalegt ástand. Auðvitað eru óvissuþættir, sem maður ræður ekki við. En við ættum að verða búin með mesta skaflinn í ríkisfjármálum þótt ríkið verði enn nokkuð skuldsett,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, spurður um útlitið hér eftir fimm ár.

Fyrsta útskrift úr Viðskiptasmiðjunni

„Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vonum. Þróunin á fyrirtækjum sem hafa farið í gegnum Viðskiptasmiðjuna hefur verið ótrúleg,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöðinni Klaki.

Dregur úr ótta um afdrif Dúbaí

Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, fursti í Dúbaí, segir að staða furstadæmisins sé sterk. Viðbrögð markaða við greiðslustöðvun eignarhaldsfélagsins Dúbaí World beri vott um skilningsleysi. „Þeir skilja ekki neitt,“ sagði furstinn þegar hann ræddi við blaðamenn í gær, samkvæmt vefútgáfu Financial Times.

Offjárfesting í Kína kallar á verndarstefnu

Kínversk stjórnvöld hafa undanfarið óspart látið fyrirtækjum í té bæði rausnarlega styrki og ódýrt lánsfé til þess að örva efnahagslíf landsins í miðri heimskreppunni. Þetta gæti þó reynst varhugaverð stefna.

Hrávöruverð hækkar

Helstu hrávöruverðsvísitölur hafa hækkað undanfarið. Að því er fram kemur í fréttabréfi IFS ráðgjafar þá hafa merki um meiri hagvöxt í Kína og aukin framleiðsla í heiminum stutt við hrávöruverð. „Skiptar skoðanir eru á meðal greinenda um hvort verð á einstaka hrávörum sé orðið of hátt, til dæmis áls, sykurs og mjöls,“ segir í fréttabréfinu.

Föst í viðjum lágt skráðrar krónu

„Ég hef lúmskan grun um að þótt það versta verði afstaðið á næsta ári þá verði ekki um snertilendingu að ræða,“ segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu.

Demantaframleiðandi í fjárhagsvanda

Stjórn De Beers, stærsta framleiðanda demanta í heiminum, hefur ákveðið að fara í hlutafjáraukningu upp á einn milljarð dollara, eða 122 milljarða íslenskra króna. Hluthafar hafa þegar samþykkt þetta.

Sjóræningjar setja upp kauphöll til að fjármagna aðgerðir

Sómalskir sjóræningjar hafa komið á fót „kauphöll" í aðalbækistöðvum sínum, bænum Haradheere, þannig að áhugasamir fjárfestar eigi þess kost að fjármagna aðgerðir þeirra. Í ítarlegri umfjöllun Reuters um málið segir að þetta sé eins og þegar kauphallarmarkaður og skipulögð glæpastarfsemi fari saman í eina sæng.

Arion ætlar að auglýsa eftir bankastjóra - Finnur hættir

Arion banki mun á næstu dögum verða fyrstur stóru viðskiptabankanna til að auglýsa stöðu bankastjóra lausa til umsóknar. Í tilkynningu frá bankanum segir að ráðningarsamningur Finns Sveinbjörnssonar bankastjóra sé tímabundinn og rennur hann út næstkomandi áramót.

Arion í hendur kröfuhafa, ríkið fær 66 milljarða endurgreidda

Skilanefnd Kaupþings hefur að höfðu samráði við kröfuhafa og að teknu tilliti til ráðgjafar sérfræðinga ákveðið að Kaupþing og þar með kröfuhafar eignist 87% hlutafjár í Arion banka. 13% hlutafjár verða áfram í eigu ríkisins. Í samkomulaginu um eignarhald bankans felst að skilanefnd Kaupþings leggur fram 66 milljarða í stað ríkisins.

Gylfi Zoega: Hófleg lækkun stýrivaxta veikir ekki gengið

Gylfi Zoega hagfræðingur segir að reynslan hér á landi bendi ekki til þess að hóflegar vaxtalækkanir frá mjög háu vaxtastigi séu líklegar til þess að valda veikingu gjaldmiðils þegar fjármagnshreyfingar eru heftar. Þetta telur greining Íslandsbanka athyglisvert í ljósi þess að Gylfi á sæti í peningastefnunefnd.

Danmörk miðstöð fyrir milljarða fjársvik með CO2-kvóta

Danmörk er orðin miðstöð fyrir hundruða milljarða kr. fjársvik með loftslagskvóta eða CO2-kvóta. Þeir sem stunda svikin nýta sér svokallað „virðisaukskatts-hringekju" í kvótasölunni en samkvæmt grein í danska blaðinu Ekstra Bladet eru lögregluyfirvöld í fleiri Evrópulöndum nú að rannsaka málin sem öll eiga sér upphaf í loftslagskvótaskráningunni í Danmörku.

Atvinnuleysi á evrusvæðinu ekki meira síðan 1998

Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 9,8% í lok október og hefur ekki verið meira síðan árið 1998. Þetta er raunar svipað atvinnuleysi og var í september en þær tölur voru nýlega uppfærðar úr 9,7% og í 9,8%.

Útflutningstekjur af fiskeldi tvöfaldast í 5 milljarða til 2015

Landssamband fiskeldisstöðva áætlar að framleiðsla í fiskeldi hérlendis muni tvöfaldast fram til ársins 2015. Verðmæti útflutnings á fiskeldisafurðum nam um 2,5 milljörðum kr. árið 2008 og verður sennilega meira í ár sökum gengisfalls krónunnar. Samkvæmt því má áætla að útflutningsverðmætið verði komið vel yfir 5 milljarða kr. eftir fimm ár.

Engin desemberuppbót greidd til atvinnulausra

Vegna fyrirspurna vill Greiðslustofa Vinnumálastofnununar koma því á framfæri að ekki er greidd desemberuppbót úr atvinnuleysistryggingasjóði. Greiðslur verða því með hefðbundnu sniði þessi mánaðamótin.

Hagnaður N1 rúmlega 900 milljónir

Hagnaður olíufélagsins N1 nam 923 milljónum kr. fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins.Þetta kemur fram í yfirliti á heimasíðu félagsins. Á sama tímabili í fyrra var tap á rekstrinum upp á rúmlega 2,1 milljarð kr.

Citigroup ræður Willem Buiter sem aðalhagfræðing bankans

Citigroup bankinn í New York hefur ráðið Willem Buiter í stöðu aðalhagfræðings síns og mun Buiter hefja störf í janúar á næsta ári. Buiter er giftur Anne Sibert sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og hann hefur haldið fyrirlestra hérlendis um efnahagsmál auk þekktra skýrsluskrifa.

Skilanefndir hafa kostað FME rúmlega 300 milljónir

Skilanefndir bankanna hafa kostað Fjármálaeftirlitið (FME) 318,9 milljónir kr. frá falli bankanna í fyrra. Þetta kemur fram í svari Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra í fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur þingkonu Framsóknarflokksins.

Hrun innflutnings skýrir afganginn á vöruskiptum

Á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur innflutningur til landsins minnkað um 43% á föstu gengi miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta hrun í innflutningnum skýrir að stórum hluta mikinn afgang í vöruskiptum við útlönd.

Óttuðust annað hrunaskeið vegna Dubai

Helstu hlutabréfavísitölur í Miðausturlöndum lækkuðu í gær vegna ótta við að stoðir arabísku fyrirtækjasamsteypunnar Dubai World myndu valda nýrri fjármálakreppu.

Kröfuhafar bjartsýnir á horfur hér á landi

Erlendir kröfuhafar gamla Kaupþings hafa samþykkt að taka 87 prósenta hlut í Arion banka og mun íslenska ríkið eiga þau þrettán prósent sem út af standa, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Niðurstaðan verður kynnt í dag.

Sjá næstu 50 fréttir