Gylfi Zoega: Hófleg lækkun stýrivaxta veikir ekki gengið 1. desember 2009 11:34 Gylfi Zoega hagfræðingur segir að reynslan hér á landi bendi ekki til þess að hóflegar vaxtalækkanir frá mjög háu vaxtastigi séu líklegar til þess að valda veikingu gjaldmiðils þegar fjármagnshreyfingar eru heftar. Þetta telur greining Íslandsbanka athyglisvert í ljósi þess að Gylfi á sæti í peningastefnunefnd.Í rannsóknarritgerð sem rituð er af Gylfa Zoega, einum af meðlimum peningastefnunefndar Seðlabankans, og gefin út af Seðlabanka Íslands í lok síðustu viku er fjallað um áhrif stýrivaxta á gengi krónunnar þegar fjármagnshreyfingar til og frá landinu eru heftar.Greiningin fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að í ritgerðinni sem heitir „A double-edged sword: High interest rates in capital-control regimes" segir að reynslan hér á landi bendi ekki til þess að hóflegar vaxtalækkanir frá mjög háu vaxtastigi séu líklegar til þess að valda veikingu gjaldmiðils þegar fjármagnshreyfingar eru heftar. Er þetta áhugavert sjónarmið aðila peningastefnunefndar bankans sem hefur haldið vaxtastiginu uppi undanfarið hér á landi að mestu leiti vegna þess markmiðs peningastefnunnar að halda gengi krónunnar stöðugu.Höfundur segir þróun gengis krónunnar undanfarið á innlendum millibankamarkaði og aflandsmarkaði endurspegli að höftin halda ekki fullkomlega. Gefur þetta vísbendingu að hans mati að nauðsynlegt sé að auka eftirlit til að sjá til þess að gjaldeyrishöft haldi. Rétt er að geta þess að þetta er ritað áður en höftin voru hert fyrir skömmu en viðskipti á aflandsmarkaði lögðust nær af í kjölfarið. Fá merki eru nú um leka haftanna.Kemur fram í rannsóknarritgerð Gylfa að háir vextir geti styrkt gengi á innlendum millibankamarkaði með því að draga úr neyslu sem og innflutningi. Auk þess geta háir vextir dregið úr hvata erlendra aðila, sem eiga eignir í innlendum gjaldmiðli, að selja innlendan gjaldmiðil og getur að sama skapi aukið framboð frá útflytjendum af erlendum gjaldeyri á millibankamarkaði og þar með styrkist gengi innlenda gjaldmiðilsins. Á hinn bóginn eru einnig áhrif sem fara í gangstæða átt, þ.e. að hærri vextir auka flæði vaxtatekna til erlendra aðila í gegnum viðskiptajöfnuð. Ljóst er að fjármálakreppan á Íslandi er mjög góður rannsóknargrunnur fyrir áhrif hárra vaxta þegar fjármagnshreyfingar til og frá landinu eru heftar. Kemur fram í ofangreindri ritgerð að vaxtalækkanir Seðlabankans fram eftir þessu ári leiddu til þess að gengi á innlendum millibankamarkaði veiktist en það mikilvæga er að gengið á aflandsmarkaði styrktist á móti, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Gylfi Zoega hagfræðingur segir að reynslan hér á landi bendi ekki til þess að hóflegar vaxtalækkanir frá mjög háu vaxtastigi séu líklegar til þess að valda veikingu gjaldmiðils þegar fjármagnshreyfingar eru heftar. Þetta telur greining Íslandsbanka athyglisvert í ljósi þess að Gylfi á sæti í peningastefnunefnd.Í rannsóknarritgerð sem rituð er af Gylfa Zoega, einum af meðlimum peningastefnunefndar Seðlabankans, og gefin út af Seðlabanka Íslands í lok síðustu viku er fjallað um áhrif stýrivaxta á gengi krónunnar þegar fjármagnshreyfingar til og frá landinu eru heftar.Greiningin fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að í ritgerðinni sem heitir „A double-edged sword: High interest rates in capital-control regimes" segir að reynslan hér á landi bendi ekki til þess að hóflegar vaxtalækkanir frá mjög háu vaxtastigi séu líklegar til þess að valda veikingu gjaldmiðils þegar fjármagnshreyfingar eru heftar. Er þetta áhugavert sjónarmið aðila peningastefnunefndar bankans sem hefur haldið vaxtastiginu uppi undanfarið hér á landi að mestu leiti vegna þess markmiðs peningastefnunnar að halda gengi krónunnar stöðugu.Höfundur segir þróun gengis krónunnar undanfarið á innlendum millibankamarkaði og aflandsmarkaði endurspegli að höftin halda ekki fullkomlega. Gefur þetta vísbendingu að hans mati að nauðsynlegt sé að auka eftirlit til að sjá til þess að gjaldeyrishöft haldi. Rétt er að geta þess að þetta er ritað áður en höftin voru hert fyrir skömmu en viðskipti á aflandsmarkaði lögðust nær af í kjölfarið. Fá merki eru nú um leka haftanna.Kemur fram í rannsóknarritgerð Gylfa að háir vextir geti styrkt gengi á innlendum millibankamarkaði með því að draga úr neyslu sem og innflutningi. Auk þess geta háir vextir dregið úr hvata erlendra aðila, sem eiga eignir í innlendum gjaldmiðli, að selja innlendan gjaldmiðil og getur að sama skapi aukið framboð frá útflytjendum af erlendum gjaldeyri á millibankamarkaði og þar með styrkist gengi innlenda gjaldmiðilsins. Á hinn bóginn eru einnig áhrif sem fara í gangstæða átt, þ.e. að hærri vextir auka flæði vaxtatekna til erlendra aðila í gegnum viðskiptajöfnuð. Ljóst er að fjármálakreppan á Íslandi er mjög góður rannsóknargrunnur fyrir áhrif hárra vaxta þegar fjármagnshreyfingar til og frá landinu eru heftar. Kemur fram í ofangreindri ritgerð að vaxtalækkanir Seðlabankans fram eftir þessu ári leiddu til þess að gengi á innlendum millibankamarkaði veiktist en það mikilvæga er að gengið á aflandsmarkaði styrktist á móti, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira