Viðskipti innlent

Mikil hækkun verðtryggðra bréfa í nóvember

Mikil hækkun verðtryggðra bréfa varð í nóvember á markaðinum eða um 2,21% á meðan óverðtryggð bréf voru nánast óbreytt með hækkun um 0,07%.

Þetta kemur fram í yfirliti frá GAMMA um markaðinn. Þar segir ennfremur að GBI vísitalan hækkaði um 1,69% í nóvember.

Eitt frumútboð ríkisbréfa (RB11 og RB25) var í nóvember og jókst hlutfall óverðtryggðra bréfa úr 24,4% í 25,0%.

Heildarmarkaðsverðmæti skuldabréfa í GAMMA, GBI jókst um 40 milljarða kr. og er nú 1.059 milljarðar kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×