Viðskipti innlent

Hagnaður N1 rúmlega 900 milljónir

Hagnaður olíufélagsins N1 nam 923 milljónum kr. fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins.Þetta kemur fram í yfirliti á heimasíðu félagsins. Á sama tímabili í fyrra var tap á rekstrinum upp á rúmlega 2,1 milljarð kr.

Töluverður samdráttur hefur orðið í veltu félagsins milli ára, hún fór úr rúmlega 40 milljörðum kr. á fyrstu níu mánuðum árins í fyrra og niður í rúma 34 milljarðar kr. í ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×