Stórblað: Þarft MBA gráðu til að skilja eignarhaldið á West Ham 2. desember 2009 10:10 Bandaríska stórblaðið The Los Angeles Times skýrir frá því í nýlegri umfjöllun um eignarhald á liðum í ensku úrvalsdeildinni að maður þurfi að hafa MBA gráðu í viðskiptum til að skilja eignarhaldið á West Ham.Þetta kemur fram í viðtali blaðsins við Michael Brunskill frá eftirlitshópnum Football Supporters' Federation.„Hvað varðar liðið West Ham frá Austur-Lundúnum gæti tekið MBA til að skilja eignarhaldið en eftir að alþjóðakreppan lagði Ísland í rúst virðist eignarhaldið hafa færst frá tveimur íslenskum bönkum yfir í fjóra íslenska banka," segir í blaðinu og Brunskill bætir því við að enginn viti í rauninni hver sé eigandi nokkurra úrvalsdeildarliða..." sem er fáránleg staða sem við finnum okkur í," segir Brunskill.Skrautleg eignarhald á Portsmout á þessum áratug er tekin sem dæmi. Liðið var fyrst í eigu Bandaríkjamanna/Serba, síðan Frakka/Ísraela með rússneskum hreimi, síðan Araba frá Sameinuðu furstadæmunum í um 10 mínútur og loksins Saudi-Araba.Tugur liða í úrvalsdeildinni ensku eru nú með fjóra bandaríska eigendur, einn rússneskann, einn egypskan, einn saudi-arabískan, einn íslenskan, einn frá Hong Kong og einn frá Sameinuðu arabísku fyrstadæmunum.Ítrekað hafa nöfn þessara eigenda komið í fjölmiðum í tengslum við fréttir um mannréttindabrot og ólöglega vopnasölu. Simon Chadwick prófessor í viðskiptum segir að eina spurningin sem yfirstjórn úrvalsdeildarinnar spyrji væntanlega erlenda eigendur liða í deildinni sé hvort þeir geti borgað skuldir sínar. „Þeir spyrja ekki hvort viðkomandi sé eftirlýstur glæpamaður í öðru landi," segir Chadwick. Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandaríska stórblaðið The Los Angeles Times skýrir frá því í nýlegri umfjöllun um eignarhald á liðum í ensku úrvalsdeildinni að maður þurfi að hafa MBA gráðu í viðskiptum til að skilja eignarhaldið á West Ham.Þetta kemur fram í viðtali blaðsins við Michael Brunskill frá eftirlitshópnum Football Supporters' Federation.„Hvað varðar liðið West Ham frá Austur-Lundúnum gæti tekið MBA til að skilja eignarhaldið en eftir að alþjóðakreppan lagði Ísland í rúst virðist eignarhaldið hafa færst frá tveimur íslenskum bönkum yfir í fjóra íslenska banka," segir í blaðinu og Brunskill bætir því við að enginn viti í rauninni hver sé eigandi nokkurra úrvalsdeildarliða..." sem er fáránleg staða sem við finnum okkur í," segir Brunskill.Skrautleg eignarhald á Portsmout á þessum áratug er tekin sem dæmi. Liðið var fyrst í eigu Bandaríkjamanna/Serba, síðan Frakka/Ísraela með rússneskum hreimi, síðan Araba frá Sameinuðu furstadæmunum í um 10 mínútur og loksins Saudi-Araba.Tugur liða í úrvalsdeildinni ensku eru nú með fjóra bandaríska eigendur, einn rússneskann, einn egypskan, einn saudi-arabískan, einn íslenskan, einn frá Hong Kong og einn frá Sameinuðu arabísku fyrstadæmunum.Ítrekað hafa nöfn þessara eigenda komið í fjölmiðum í tengslum við fréttir um mannréttindabrot og ólöglega vopnasölu. Simon Chadwick prófessor í viðskiptum segir að eina spurningin sem yfirstjórn úrvalsdeildarinnar spyrji væntanlega erlenda eigendur liða í deildinni sé hvort þeir geti borgað skuldir sínar. „Þeir spyrja ekki hvort viðkomandi sé eftirlýstur glæpamaður í öðru landi," segir Chadwick.
Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira