Óttuðust annað hrunaskeið vegna Dubai 1. desember 2009 06:00 Ríkisfyrirtækið Dubai World hefur staðið fyrir ævintýralegri uppbyggingu í Dúbaí. Fréttablaðið/getty Helstu hlutabréfavísitölur í Miðausturlöndum lækkuðu í gær vegna ótta við að stoðir arabísku fyrirtækjasamsteypunnar Dubai World myndu valda nýrri fjármálakreppu. Skuldir samstæðunnar nema sextíu milljörðum dala og óskuðu forráðamenn hennar eftir því í síðustu viku að fá hálft ár til að gera upp mál sín. Dubai World hefur að mestu staðið fyrir uppbyggingu í arabaríkinu Dúbaí og byggt þar upp skýjakljúfa og manngerðar eyjar. Erlendar skuldir Dúbaí-ríkis eru aðeins tuttugu milljörðum dala hærri en skuld fyrirtækjasamsteypunnar, sem er að öllu leyti í eigu hins opinbera. Þrátt fyrir það hafði bandaríska stórblaðið Wall Street Journal eftir háttsettum ráðamönnum í Dúbaí ekki ríkisábyrgð á skuldum fyrirtækisins og ætti ríkið ekki að greiða fyrir óráðsíu einkafyrirtækis. Helstu lánardrottnar Dúbaí og fyrirtækja þar í landi eru bresk fjármálafyrirtæki. Gengi hlutabréfa þeirra lækkaði hressilega í dag vegna óvissunnar í Dúbaí bæði í síðustu viku og um helgina. Ástandið batnaði nokkuð síðdegis í gær í kjölfar þess að seðlabanki Sameinuðu arabísku furstadæmanna ákvað að ábyrgjast skuldir nágrannaríkisins og fyrirtækja í eigu þess. Í kjölfarið hafði Bloomberg eftir fjármálasérfræðingum að líklegt þyki að fyrirtæki í landinu geti staðið við skuldbindingar sínar.- jab Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Miðausturlöndum lækkuðu í gær vegna ótta við að stoðir arabísku fyrirtækjasamsteypunnar Dubai World myndu valda nýrri fjármálakreppu. Skuldir samstæðunnar nema sextíu milljörðum dala og óskuðu forráðamenn hennar eftir því í síðustu viku að fá hálft ár til að gera upp mál sín. Dubai World hefur að mestu staðið fyrir uppbyggingu í arabaríkinu Dúbaí og byggt þar upp skýjakljúfa og manngerðar eyjar. Erlendar skuldir Dúbaí-ríkis eru aðeins tuttugu milljörðum dala hærri en skuld fyrirtækjasamsteypunnar, sem er að öllu leyti í eigu hins opinbera. Þrátt fyrir það hafði bandaríska stórblaðið Wall Street Journal eftir háttsettum ráðamönnum í Dúbaí ekki ríkisábyrgð á skuldum fyrirtækisins og ætti ríkið ekki að greiða fyrir óráðsíu einkafyrirtækis. Helstu lánardrottnar Dúbaí og fyrirtækja þar í landi eru bresk fjármálafyrirtæki. Gengi hlutabréfa þeirra lækkaði hressilega í dag vegna óvissunnar í Dúbaí bæði í síðustu viku og um helgina. Ástandið batnaði nokkuð síðdegis í gær í kjölfar þess að seðlabanki Sameinuðu arabísku furstadæmanna ákvað að ábyrgjast skuldir nágrannaríkisins og fyrirtækja í eigu þess. Í kjölfarið hafði Bloomberg eftir fjármálasérfræðingum að líklegt þyki að fyrirtæki í landinu geti staðið við skuldbindingar sínar.- jab
Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira