Fleiri fréttir

Norsk stjórnvöld ganga á olíusjóðinn

Norsk stjórnvöld ætla að ganga á olíusjóðinn í meira mæli en áður hefur þekkst. Þetta kemur fram í fjárlögum norsku ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Ætlunin er að dæla olíupeningunum út í ýmis samfélagsverkefni því að atvinnuleysið er enn að aukast frá þeim 3% sem það stendur nú í.

Halvorsen: Okkur er mikið í mun að hjálpa Íslandi

Kristin Halvorsen fjármálaráðherra Noregs ræddi málefni Íslands m.a. í fjárlagaræðu sinni á norska Stórþinginu. Halvorsen segir að Norðmönnum sé mikið í mun að hjálpa Íslandi í þeim þrengingum sem íslenska þjóðin gengur í gegnum.

Ísland er grænasta landið fyrir netþjónabú

Ísland er efst á lista yfir staði sem taldir eru þeir „grænustu" hvað varðar staðsetningar og rekstur á netþjónabúum og gagnasetrum. Listinn var tekinn saman af Ronald Bowman forstjóra Tishman Technologies.

Álverðið aftur að nálgast 2.000 dollara á tonnið

Heimsmarkaðsverð á áli er aftur að nálgast 2.000 dollara á tonnið eftir miklar sveiflur á markaðinum í London (London Metal Exchange) undanfarinn mánuð. Í morgun var verðið komið í rétt tæpa 1.950 dollara m.v. þriggja mánaða framvirka samninga.

Dagvöruverslun dróst saman um 4,4% í september

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 4,3% á föstu verðlagi í september miðað við sama mánuð í fyrra en jókst um 13,3% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu dagvöruverslana í september 4,4% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 18,4% á síðastliðnum 12 mánuðum.

Um 90% fást upp í Icesave skuldbindingarnar

Allt bendir til þess að níutíu prósent fáist upp í Icesaveskuldbindingar Íslands miðað við uppgjör milli gamla og nýja bankans sem gert var um helgina. Um 75 milljarðar króna falla þá á íslensku þjóðina auk vaxta.

Rólegur dagur í kauphöllinni

Dagurinn var mjög rólegur í kauphöllinni og er OMX16 úrvalsvísitalan nær óbreytt frá því á föstudag í rúmum 810 stigum.

Havila Shipping lýkur kaupum á íslenskum skuldabréfum

Norska skipafélagið Havila Shipping hefur lokið kaupum á íslenskum skuldabréfum sem voru gefin út 2005 og áttu að koma til borgunar á næsta ári. Skuldabréfin voru skráð í kauphöllinni og námu 250 milljónum norskra kr. eða ríflega 5 milljörðum kr.

Makrílstríð í uppsiglingu milli Noregs og ESB

Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að í uppsiglingu sé makrílstríð milli Noregs og Evrópusambandsins. LÍÚ fjallar um málið á vefsíðu sinni og vitnar til formanns systursamtaka sinna í Noregi.

Þráðlausir peningar eru handan við hornið

Víða erlendis er að ryðja sér til rúms tækni þar sem farsímar virka sem greiðslukort, bankareikningar og seðlar. Það verður sum sé hægt að borga fyrir innkaup og reikninga með því að ýta á einn takka á farsímanum.

VÍ: Óskynsamlegt að kollsteypa lífeyrissjóðakerfinu

Viðskiptaráð Íslands (VÍ) segir að það væri óskynsamlegt að leggja í illa ígrundaðar kollsteypur á lífeyrissjóðakerfinu þrátt fyrir þær miklu þrengingar sem nú standa yfir. Engu að síður er mjög mikilvægt að kanna alla fleti þess að lífeyrissjóðirnir verði nýttir til að efla viðnám hagkerfisins, án þess að langtímahagsmunum þjóðarinnar sé ógnað.

Raunvirði eigna lífeyrissjóðann minnkaði um tæp 16%

Í ágústlok hafði hrein eign lífeyrissjóðanna rýrnað um 4,7% að nafnvirði frá sama mánuði árið 2008. Sé hins vegar tekið mið af verðbólgu minnkaði hrein eign að raunvirði um tæplega 16% á tímabilinu.

Atvinnuleysi var 7,2% í september

Skráð atvinnuleysi í september 2009 var 7,2% eða að meðaltali 12.145 manns og minnkar atvinnuleysi um 9,3% að meðaltali frá ágúst eða um 1.242 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,3%, eða 2.229 manns.

Spennandi að sjá þátttökuna í ríkisvíxaútboði á morgun

Í vikunni verður haldið útboð á ríkisvíxlum og líklega einnig á ríkisbréfum. Víxlaútboðið heldur Seðlabankinn á morgun, þriðjudag, kl. 11 og verða boðnir út 4ra mánaða víxlar. Greining Íslandsbanka segir spennandi að sjá hvort innlendir aðilar taki þátt í víxlaútboðinu af jafnmiklum krafti og raunin varð í september.

Unnið úr 1.700 tonnum af síld hjá Síldarvinnslunni

Um helgina hefur síldarvinnsla hjá Síldarvinnslunni hf. í Fjarðabyggð verið í fullum gangi en Bjarni Ólafsson kom með 500 tonn til vinnslu í gærmorgun. Háberg GK og Börkur NK komu báðir með 600 tonn. Samtals er því verið að vinna 1.700 tonn af síld sem veiddist í nót í síldarsmugunni en um sólarhringsstím er á miðin.

Dynasty stjarnan Joan Collins verslar í lágvöruverslun

Hin 76 ára gamla fyrrum Dynasty stjarna Joan Collins hefur orðið fyrir barðinu á kreppunni eins og flestir aðrir og upplýsir nú að hún sé byrjuð að versla í lágvöruverslunarkeðjunni Primark. Hún hafi ekki lengur efni á að kaupa sér hátískuföt.

Útflutningsráð skrifar undir Global Compact

Útflutningsráð nú skrifað undir Global Compact samkomulag Sameinuðu þjóðanna. Með því að skrifa undir samkomulagið skuldbindur Útflutningsráð sig til að taka þátt í umræðunni um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja á sínum vettvangi ásamt því að hvetja þau til þess að tileinka sér samfélagslega ábyrgð í starfsháttum sínum.

Seðlabankar heimsins á flótta frá dollaranum

Dollarinn virðist vera að tapa hlutverki sínu sem gjaldeyrisforðamynt seðlabanka heimsins. Seðlabankarnir eru nú á flótta frá dollaranum og vilja frekar hafa gjaldeyrisforða sinn í evrum og jenum.

NRK: Íslendingar vilja helst fjármagn frá Norðmönnum

Í nýrri könnun sem gerð var fyrir hóp af stjórnendum Sparebankgruppen 1 í Noregi kemur fram að Íslendingar vilja helst að norrænir fjárfestir komi til landsins og aðstoði við uppbyggingu Íslands í kreppuni. Og af norrænum aðilum eru Norðmenn í sérstöku uppáhaldi.

Góður hagnaður hjá Icelandair í ágúst

Rekstur Icelandair Group samstæðunnar gekk vel í ágúst. Samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri var hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta 0,5 milljörðum hærri en í ágúst 2008 eða 3,1 milljarður króna.

Vilja meira en fimmtungshlut

Finnska fjármálafyrirtækið Sampo er nú stærsti hluthafi Nordea, umsvifamesta banka Norðurlanda. Þetta kemur fram á nýjum hluthafalista Nordea sem birtur var á föstudag.

Meint sýndarviðskipti með hlutabréf í Kaupþingi í rannsókn

Meint sýndarviðskipti með hlutabréf í Kaupþingi upp á hátt í 40 milljarða króna eru í rannsókn hjá opinberum aðilum. Viðskipti Gertner-fjölskyldunnar bresku og Katarbúans Al-Thani eru stærstu málin en fjölmargir einstaklingar liggja undir grun.

19 starfsmönnum Mílu sagt upp

19 starfsmönnum verður sagt upp hjá Mílu ehf. en fyrirtækið rekur fjarskiptanet hér á landi og er í eigu Skipta. Í kjölfar niðurskurðar í framkvæmdum í byggingariðnaði þarf fyrirtækið að gera breytingar á starfsemi sinni og eru uppsagnirnar liður í þeim breytingum.

Seðlabankinn þarf ekki spilapeninga

Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, tekur undir með Má Guðmundssyni, seðlabankastjóri, sem segir að íslenska ríkið þurfi ekki nauðsynlega á öllum þeim erlendu lánum að halda sem eru í boði. Ólafur segir ennfremur að Seðlabankinn þurfi ekki á spilapeningum að halda.

Sigurður Einarsson með stöðu grunaðs manns

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn sérstaks saksóknara á kaupum Katarbúans Al-Thani á rúmlega fimm prósent hlut í bankanum. Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag.

Seðlabankastjóri segir þörfina á lánum hugsanlega ofmetna

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að íslenska ríkið þurfi ekki nauðsynlega á öllum þeim erlendu lánum að halda sem eru í boði. Það myndi lækka skuldastöðu ríkisins um hundruð milljarða og minnka vaxtakostnað verulega ef einungis hluti lánanna yrði þeginn. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Störf í boði fyrir bankamenn á Wall Street

Fjármálafyrirtæki á Wall Street í New York eru byrjuð að ráða til sín fjölda starfsmanna. Síðustu tvö ár hafa tæplega 200 þúsund starfsmenn í bönkum og öðrum fjarmálastofnunum í fjármálahluta borgarinnar misst vinnuna.

Enn meiri niðurskurður boðaður í Lettlandi

Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands, boðar frekari niðurskurð en tilgreinir ekki hvað felst í aðgerðunum. Nú þegar hefur ríkisstjórn landsins skorið mikið niður í ríkisútgjöldum.

Kaupás kannar bótarétt sinn

Kaupás kannar nú hugsanlegan skaðabótarétt sinn gegn Högum vegna brota síðarnefnda félagsins á samkeppnislögum. Matsmenn, sem meta eiga hugsanlegt tjón Kaupáss vegna brotanna, voru kvaddir til í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Actavis: Borgar 55 milljarða í vexti

Lyfjafyrirtækið Actavis tapaði þrjátíu og fjórum milljörðum króna í fyrra og greiddi fimmtíu og fimm milljarða króna í vexti. Félagið er skuldasettasta fyrirtæki landsins og skuldaði tæpa þúsund milljarða í árslok 2008. Hugmyndir eru um að skrá félagið í kauphöll að nýju.

Leiðrétting

Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld, að Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, hefði setið í stjórn Nýja Landsbankans, dagana eftir hrun. Áslaug vill koma því á framfæri að hún vék úr stjórninni 8. Október í fyrra, daginn eftir að hún var skipuð í hana, Því hafi hún ekki komið nálægt ákvörðunum um að greiða tugi milljarða króna inn í peningamarkaðssjóði Landsbankans.

Grænn dagur í kauphöllinni

Það var grænt á öllum tölum í kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um tæpt prósent og stendur í 810 stigum.

Fjármálaeftirlitið heimsótti Exista í dag

Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins mættu í höfuðstöðvar Exista í dag og óskuðu eftir aðgangi að gögnum. Talsmaður Exista staðfestir þetta við fréttastofu og segir að óskað hafi verið eftir gögnum er varða birtingu upplýsinga í Kauphöll, en Exista er skráður skuldabréfaútgefandi. „Þessi gögn voru góðfúslega veitt enda mun Exista verða FME innan handar í þeirri athugun sem nú fer fram,“ segir ennfremur.

Hafnarfjörður tapaði 347 milljónum fyrrihluta ársins

Milliuppgjör Hafnarfjarðarbæjar fyrir fyrstu 6 mánuði ársins hefur verið lagt fram en samkvæmt niðurstöðutölum þess eru rekstrartekjur í góðu samræmi við áætlun. Afkoma rekstrarreiknings er neikvæð um 138 milljónir í samstæðu en um liðlega 347 milljónir í A-hluta, þe. aðalsjóði og eignasjóði.

Fréttaskýring: Nánasta framtíð þjóðarinnar í miklli óvissu

Þeir Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segja í bréfi til forsætisráðherra í vikunni að af viðtölum þeirra við fjölda erlendra fjárfesta, bankamenn og sérfræðinga á sviði alþjóðafjármála megi ráða að afar mikilvægt sé að draga úr óvissu af völdum Icesave-deilunnar. Og óvissu af töfum á endurskoðun áætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem af þeirri deilu leiðir.

Forsætisráðherra: Mjög alvarlegt ef AGS tefst lengur

Töf á afnámi gjaldeyrishafta, lækkun á lánshæfismati ríkins niður í flokk ótryggra fjárfestinga, líkur á vaxtahækkun, þrýstingur á gengislækkun og þar með aukning verðbólgu ásamt töfum á endurreisn atvinnulífs með vaxandi atvinnuleysi, eru meðal líklegra afleiðinga þess að frekari tafir verði á endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (AGS).

Sjá næstu 50 fréttir