Viðskipti innlent

Fjármálaeftirlitið heimsótti Exista í dag

Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins mættu í höfuðstöðvar Exista í dag og óskuðu eftir aðgangi að gögnum félagsins. Talsmaður Exista staðfestir þetta við fréttastofu og segir að óskað hafi verið eftir gögnum er varða birtingu upplýsinga í Kauphöll, en Exista er skráður skuldabréfaútgefandi. „Þessi gögn voru góðfúslega veitt enda mun Exista verða FME innan handar í þeirri athugun sem nú fer fram," segir ennfremur.

Hjá Fjármálaeftirlitinu fengust þær upplýsingar að fjöldi mála væri til skoðunar sem snúist meðal annars um markaðsmisnotkun, innherjaviðskipti ranga skýrslugerð og slæma viðskiptahætti. Fjármálaeftirlitinu hafa einnig borist ýmsar ábendingar og eru þær skoðaðar sérstaklega. „Sá lagarammi sem Fjármálaeftirlitið starfar eftir takmarkar hins vegar möguleika okkar á að tjá okkur um hvort einstök mál eru til skoðunar eða ekki," segir í svari FME.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×