VÍ: Óskynsamlegt að kollsteypa lífeyrissjóðakerfinu 12. október 2009 12:37 Viðskiptaráð Íslands (VÍ) segir að það væri óskynsamlegt að leggja í illa ígrundaðar kollsteypur á lífeyrissjóðakerfinu þrátt fyrir þær miklu þrengingar sem nú standa yfir. Engu að síður er mjög mikilvægt að kanna alla fleti þess að lífeyrissjóðirnir verði nýttir til að efla viðnám hagkerfisins, án þess að langtímahagsmunum þjóðarinnar sé ógnað. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu VÍ sem skoðun ráðsins. Þar segir að þegar hefur verið ákveðið að lífeyrissjóðir komi að fjármögnun stórframkvæmda samkvæmt stöðugleikasáttmála stjórnvalda og fulltrúa vinnumarkaðarins. Aðkoma lífeyrissjóðanna getur bæði verið fjölþættari og umfangsmeiri ef slíkt er talið þjóna hagsmunum þjóðarinnar. Hugmyndir í þá veru er mikilvægt að skoða fordómalaust og með hagsmuni komandi kynslóða í huga jafnt sem núverandi sjóðsfélaga. Þrátt fyrir þær miklu efnahagslegu þrengingar sem nú standa yfir veita ýmsir grundvallarþættir íslenska hagkerfisins mikilvæga viðspyrnu sem munu vafalaust gagnast til að mýkja áhrif fjármálakreppunnar. Einn af þeim er lífeyrissjóðakerfið sem er hlutfallslega meðal þeirra stærstu í heiminum. Þetta má fyrst og fremst rekja til fjármögnunarfyrirkomulags þeirra, en víða erlendis eru lífeyrisskuldbindingar fjármagnaðar í gegnum skattkerfið jafnóðum í stað þess að greitt sé í sjóði líkt og tíðkast hér. Ávöxtun síðustu ára hefur að miklu leyti þurrkast út vegna hruns íslensku bankanna, en eftir stendur að miklar greiðslur hafa runnið og munu renna inn í kerfið og það stendur því ennþá sterkt. Í dag er íslenskum launþegum skylt að leggja 12% af launum sínum inn í lífeyriskerfið. Til viðbótar er valkvæður séreignasparnaður en þar er atvinnurekendum skylt að leggja fram mótframlag að lágmarki 2%. Launafólk sem velur að safna séreignasparnaði greiðir því í heildina allt að 18% launa sinna inn í kerfið. Heildariðgjöld inn í ífeyrissjóðakerfið árið 2008 námu tæplega 116 milljarða kr. og iðgjöld umfram útgreiðslur námu um 62 milljarða kr. Það er því ljóst að stór hluti launatekna landsmanna rennur inn í lífeyriskerfið til framtíðarávöxtunar. Fyrirkomulag og ráðstöfun lífeyrissjóðanna hefur því mikil og bein áhrif á lífskjör í landinu. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands (VÍ) segir að það væri óskynsamlegt að leggja í illa ígrundaðar kollsteypur á lífeyrissjóðakerfinu þrátt fyrir þær miklu þrengingar sem nú standa yfir. Engu að síður er mjög mikilvægt að kanna alla fleti þess að lífeyrissjóðirnir verði nýttir til að efla viðnám hagkerfisins, án þess að langtímahagsmunum þjóðarinnar sé ógnað. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu VÍ sem skoðun ráðsins. Þar segir að þegar hefur verið ákveðið að lífeyrissjóðir komi að fjármögnun stórframkvæmda samkvæmt stöðugleikasáttmála stjórnvalda og fulltrúa vinnumarkaðarins. Aðkoma lífeyrissjóðanna getur bæði verið fjölþættari og umfangsmeiri ef slíkt er talið þjóna hagsmunum þjóðarinnar. Hugmyndir í þá veru er mikilvægt að skoða fordómalaust og með hagsmuni komandi kynslóða í huga jafnt sem núverandi sjóðsfélaga. Þrátt fyrir þær miklu efnahagslegu þrengingar sem nú standa yfir veita ýmsir grundvallarþættir íslenska hagkerfisins mikilvæga viðspyrnu sem munu vafalaust gagnast til að mýkja áhrif fjármálakreppunnar. Einn af þeim er lífeyrissjóðakerfið sem er hlutfallslega meðal þeirra stærstu í heiminum. Þetta má fyrst og fremst rekja til fjármögnunarfyrirkomulags þeirra, en víða erlendis eru lífeyrisskuldbindingar fjármagnaðar í gegnum skattkerfið jafnóðum í stað þess að greitt sé í sjóði líkt og tíðkast hér. Ávöxtun síðustu ára hefur að miklu leyti þurrkast út vegna hruns íslensku bankanna, en eftir stendur að miklar greiðslur hafa runnið og munu renna inn í kerfið og það stendur því ennþá sterkt. Í dag er íslenskum launþegum skylt að leggja 12% af launum sínum inn í lífeyriskerfið. Til viðbótar er valkvæður séreignasparnaður en þar er atvinnurekendum skylt að leggja fram mótframlag að lágmarki 2%. Launafólk sem velur að safna séreignasparnaði greiðir því í heildina allt að 18% launa sinna inn í kerfið. Heildariðgjöld inn í ífeyrissjóðakerfið árið 2008 námu tæplega 116 milljarða kr. og iðgjöld umfram útgreiðslur námu um 62 milljarða kr. Það er því ljóst að stór hluti launatekna landsmanna rennur inn í lífeyriskerfið til framtíðarávöxtunar. Fyrirkomulag og ráðstöfun lífeyrissjóðanna hefur því mikil og bein áhrif á lífskjör í landinu.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun