Viðskipti innlent

19 starfsmönnum Mílu sagt upp

Í kjölfar niðurskurðar í framkvæmdum í byggingariðnaði þarf Míla að gera breytingar á starfsemi sinni. 19 starfsmenn missa vinnuna.
Í kjölfar niðurskurðar í framkvæmdum í byggingariðnaði þarf Míla að gera breytingar á starfsemi sinni. 19 starfsmenn missa vinnuna.
19 starfsmönnum verður sagt upp hjá Mílu ehf. en fyrirtækið rekur fjarskiptanet hér á landi og er í eigu Skipta. Í kjölfar niðurskurðar í framkvæmdum í byggingariðnaði þarf fyrirtækið að gera breytingar á starfsemi sinni og eru uppsagnirnar liður í þeim breytingum.

Breytingarnar felast annars vegar í því að samið verður við þjónustuaðila á nokkrum stöðum á landsbyggðinni um að taka yfir þjónustu við viðskiptavini á viðkomandi svæðum, að fram kemur á heimasíðu Mílu. Hins vegar verður dregið saman í starfsemi fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar niðurskurðar í framkvæmdum í byggingariðnaði.

„Á undanförnum árum hefur mikið verið fjárfest í byggingarlóðum og hefur Míla lagt línur í jörð á fjölmörgum byggingarsvæðum. Með almennum samdrætti hafa slíkar framkvæmdir dregist verulega saman og er nánast frost á þessum markaði nú. Við breytingarnar verður 19 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp störfum en hluta þeirra þeirra mun bjóðast að starfa áfram hjá þeim aðilum sem taka yfir verkefnin og þjónustuna," segir á heimsíðu fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×