Viðskipti innlent

Unnið úr 1.700 tonnum af síld hjá Síldarvinnslunni

Um helgina hefur síldarvinnsla hjá Síldarvinnslunni hf. í Fjarðabyggð verið í fullum gangi en Bjarni Ólafsson kom með 500 tonn til vinnslu í gærmorgun. Háberg GK og Börkur NK komu báðir með 600 tonn. Samtals er því verið að vinna 1.700 tonn af síld sem veiddist í nót í síldarsmugunni en um sólarhringsstím er á miðin.

Í frétt um málið á vefsíðu Síldarvinnslunnar segir að síldin sé mjög væn og er meðalvigt um 400 gr.

„Síldarvinnslan hefur lagt megináherslu á að koma allri síld til manneldisvinnslu í ár. Það þýðir að mun hægar gengur á kvótann og verðmætaaukningin er umtalsverð. Það að síldin veiðist þetta nálægt okkur á þessum árstíma vekur upp vonir um enn frekari nýtingu síldarinnar til mannelsisvinnslu á komandi árum, segir í fréttinni.

„Þetta sumar og nýting okkar á síldinni undirstrikar svo um munar um styrk þess aflamarkskerfis sem við búum við. Þar sem við vitum úr hverju við höfum að spila og getum skipulagt veiðar og vinnslu með hámörkun verðmæta hverju sinni í huga."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×