Viðskipti innlent

Töluverður áhugi á útboði Lánasjóðs sveitarfélaga

Töluverður áhugi var á skuldabréfaútboði Lánasjóðs sveitarfélaganna fyrir helgina. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 425.000.000 kr. á ávöxtunarkröfunni 5,45%.

Í tilkynningu segir að Lánasjóður sveitarfélaga var með skuldabréfaútboð í flokki LSS150224 þann 9. október 2009. Alls bárust tilboð að nafnvirði 2.995.000.000 kr. á bilinu 5,4% - 5,8%.

Útistandandi fyrir voru 13.840.000.000 kr. Heildarstærð flokksins er nú 14.265.000.000 kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×