Fleiri fréttir

Iceland-stjórar á 800 milljóna ráðstefnu í Disney World

Yfirmannaráðstefna verslunarkeðju sem kostar 4 milljónir punda eða rúmlega 800 milljónir kr. gæti talist yfirdrifið í kreppunni. Það er ekki mat Malclom Walker forstjóra Iceland keðjunnar í Bretlandi sem bauð öllum 800 verslunarstjórum, svæðisstjórum og öðrum yfirmönnum Iceland á ráðstefnu í Disney World í Flórída í síðustu viku. Landsbankinn fer nú með tæplega 14% hlut í Iceland sem var áður í eigu Baugs.

Exista fær 20 milljarða stefnu frá skilanefnd Kaupþings

Exista hefur borist stefna frá skilanefnd Kaupþings banka hf. þar sem gerðar eru þær dómkröfur að Exista greiði bankanum samtals tæplega 20,1 milljarð króna vegna gjaldmiðlasamninga sem upphaflega voru gerðir við Kaupþing banka hf.

SI: Stjórnvöld vinna markvisst gegn orkufrekum iðnaði

Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI) segir að ekki verði annað séð en að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að vinna markvisst gegn áliðnaði og öðrum orkufrekum iðnaði á Íslandi í bráð og lengd.

Sjötta frumkvöðlasetrið opnað í Hafnarfirði

Haldið verður upp á opnun frumkvöðlasetursins Kveikjunnar í Hafnarfirði næstkomandi mánudag en það er sjötta frumkvöðlasetrið sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands opnar eftir efnahagshrunið fyrir ári síðan.

Dönsk skattayfirvöld á auðæfaskaki í skattaskjólum

Dönsk skattayfirvöld eru nú að leita að leyndum auðæfum danskra ríkisborgara í skattaskjólum eða aflandseyjum víða um heiminn. Danski skatturinn reiknar með að þetta skak muni skila þeim fleiri hundruð milljónum danskra króna í ríkiskassann.

Bankahlutir í blóðbaði í kauphöll Kaupmannahafnar

Hlutir í Amagerbanken féllu um 31% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í gærdag og við upphaf markaðarins í dag féllu hlutirnir um 40%. Yfir helmingur af verðmæti hlutanna hefur gufað upp á tveimur dögum.

Mismunandi skoðanir um vexti í peningastefnunefnd

Mismundandi skoðanir komu fram um hvaða vaxtastig eigi að gilda á ýmsum vöxtum Seðlabankans á síðasta fundi Peningastefnunefndar. Töluverðar umræður urðu um vaxtastigið áður en ákvörðun var tekin um að halda sjálfum stýrivöxtunum óbreyttum.

Atlantic Petroleum hrapaði í kauphöllinni

Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum féll um 43,7% í kauphöllinni í dag. Gætir hér eflaust áhrifa þess að í hlutabréfaútboði á vegum félagsins fyrir viku síðan gátu núverandi hluthafar keypt nýtt hlutafé á 135 danskar krónur þegar hið opinbera verð á hlutnum var rúmlega 230 danskar krónur.

Ástarbréf Seðlabankans verstu mistökin fyrir hrun

Gauti B. Eggertsson, hagfræðingur við seðlabanka New York-ríkis í Bandaríkjunum hefur tekið saman það sem hann kallar verstu mistökin sem gerð voru í aðdraganda bankahrunsins og hruninu sjálfu í fyrra. Efst á blaði eru svokölluð ástarbréf Seðlabankans sem ollu því að bankinn varð gjaldþrota. Slíkt gjaldþrot seðlabanka er óþekkt í vestrænni sögu.

Nær öll met slegin á fiskmörkuðum í september

Verðmæti sölunnar á fiskmörkuðum í september sl. var 2.156 milljónir kr. 60,7 % meira en í september 2008. Þetta er einungis í annað skiptið sem verðmæti fer yfir 2 milljarða í einum mánuði. Það gerðist líka í mars 2007, 2.228 milljónir kr.

Auður Capital kaupir Maður lifandi

Fjárfestingasjóður Auðar Capital, AuÐur I, hefur keypt meirihluta í félögunum Maður Lifandi og Bio vörur af Hjördísi Ásberg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Yfir 300 hótel í Kaliforníu eru gjaldþrota

Yfir 300 hótel í Kaliforníu hafa orðið gjaldþrota frá áramótum og er það um fimmföld aukning á slíkum gjaldþrotum í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Ástæðan er bæði að eigendur geta ekki staðið í skilum af lánum sínum og að verulega hefur dregið úr ferðalögum innan ríkisins vegna kreppunnar.

Gengi krónunnar að ná lægsta gildi ársins

Gengi krónunnar hefur lækkað í morgun um 0,2% eftir að hafa lækkað í gær um 0,7%. Evran kostar nú 184,2 krónur og dollarinn 124,7 krónur. Lægst fór gengi krónunnar gagnvart evrunni á árinu 27. ágúst síðastliðinn í 184,9 krónur. Gengi krónunnar nú er því afar nálægt lágmarki sínu á árinu.

Skilyrði sett fyrir yfirtöku Íslandsbanka á Icelandair

Samkeppniseftirlitið setur nokkur skilyrði fyrir yfirtöku Íslandsbanka á Icelandair sem fór fram í sumar. Þetta kemur fram í úrskurði eftirlitsins um yfirtökuna sem birt hefur verið á vefsíðu eftirlitsins.

Innlán í Sparisjóðinn Afl aukast um 3 milljarða

Í kjölfar bankahrunsins í fyrrahaust hefur Sparisjóðurinn Afl ,sem samanstendur af Sparisjóð Siglufjarðar og Sparisjóð Skagafjarðar, aukið innlán gífurlega. Á einu ári hafa innlánin aukist um 3 milljarða kr. og standa nú í ríflega 8 milljörðum kr.

Eggert Magnússon reynir að kaupa West Ham

Eggert Magnússon er með leynd að reyna endurkomu sem nýr eigandi enska útvalsdeildarliðsins West Ham. Þetta er staðhæft í breska blaðinu The Sun í morgun. Eggert er enn búsettur í London.

Jón Steinsson hrópar húrra fyrir auðlindasköttum

Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia er mjög ánægður með þau áform ríkisstjórnarinnar að koma á auðlinda- og umhverfissköttum. Þetta kemur fram í pistli sem Jón skrifar á vefritið Deiglan þar sem hann fjallar um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Alcoa: Óvæntur hagnaður, hlutabréf hækka um 6%

Bandaríski álrisinn Alcoa skilaði óvæntum hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Nam hagnaðurinn 39 milljónum dollara, eða 4,9 milljörðum kr. sem gerir 4 sent á hlutinn. Sérfræðingar höfðu hinsvegar spáð tapi upp á 9 sent á hlutinn. Hlutir í Alcoa hækkuðu um 6% á eftirmarkaði þegar uppgjörið var tilkynnt eftir lokun markaða í gærkvöldi.

Ásókn í innistæðubréf

Öll innistæðubréf Seðlabankans gengu út í útboði bankans í gær. Tilkynnt var um útgáfuna fyrir hálfum mánuði samhliða vaxtaákvörðun bankans en þá var ákveðið að gefa út bréf fyrir fimmtán til 24 milljarða króna í viku hverri.

Stork Fokker fær samning

Hollenska flugiðnaðarfyrirtækið Stork Aerospace hefur enn haft betur í útboði tengdu svonefndu JSF-herþotuverkefni, tengdu F-35 orrustuþotum, frá Lockheed Martin.

TM Software sótti á erlend mið

„Við þróuðum þetta til að leysa vandamál innanhúss hjá okkur. Nú er viðbótin fullbúin og notuð til að leysa vandamálin úti í hinum stóra heimi,“ segir Pétur Ágústsson, hópstjóri hjá TM Software. Fyrirtækið hefur þróað viðbót við Jira-verkbeiðna- og þjónustu­kerfið sem gerir notendum kleift að tengja við tímaskráningar og koma í veg fyrir tvískráningar beiðna og reikninga.

Landsvaki ósammála niðurstöðu héraðsdóms

Landsvaki lýsir sig ósammála niðurstöðu dóms sem féll í dag í máli átján einstaklinga sem stefndu Landsbankanum og Landsvaka, sem var vörsluaðili peningamarkassjóða Landsbankans. Dómurinn sýknaði stefndu af aðalkröfu en féllst að hluta til á varakröfu stefnenda og eru forsvarsmenn Landsvaka ósammála því. Í yfirlýsingu frá Landsvaka segir að samkvæmt dómnum hafi Landsvaka borið að lækka gengi sjóðsins þann 10. september 2008 vegna frétta um að líkur væru á að ábyrgð vegna XL Leisure Group myndi falla á Eimskip.

Persónuafsláttur óbreyttur á næsta ári

Gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu að persónuafsláttur verði óbreyttur á næsta ári. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, segir að samið hafi verið um hækkun skattleysismarkanna og verðtryggingu. Sambandið samþykki aldrei að skattleysismörkin verði lækkuð að raungildi.

Rólegt í kauphöllinni

Dagurinn var á rólegu nótunum í kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan hækkað um tæpt prósent og stendur í 820 stigum.

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs fer nú hækkandi á ný

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs fer nú hækkandi á ný eftir að hafa lækkað stöðugt allt sumarið og haustið. Á mánudag var það komið niður í rúma 350 punkta en í dag stendur það í rúmum 390 punktum samkvæmt lista CMA Datavision yfir þau 10 lönd sem taldin eru í mestri hættu á þjóðargjaldþroti.

Kreppan leikur Finna grátt

Finnar upplifa nú mestu niðursveiflu í efnahagslífi sínu síðan að kreppan þar hófst á síðasta ári. Samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Finnlands dróst efnahagslíf landsins saman um 11,6% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra.

Alcoa: Reiknað með minnsta ársfjórðungstapi ársins

Bandaríski álrisinn Alcoa birtir uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung í dag eftir lokun markaða vestan hafs. Sérfræðingar reikna með minnsta ársfjórðungstapi ársins hjá Alco að þessu sinni að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni.

Fallist á varakröfu í Landsvakamálinu upp að vissu marki

Héraðsdómur féllst í dag á kröfu handhafa hlutdeildarskírteina hjá Landsvaka, peningamarkaðssjóðs Landsbankans. Landsbankinn var sýknaður af aðalkröfu stefnandans en dómurinn féllst á varakröfu stefnenda, upp að vissu marki.

Gengi krónunnar fellur

Gengi krónunnar hefur fallið um tæplega 0,8% í dag. Stendur gengisvísitalan í 235,5 stigum og hefur ekki verið hærra í meir en mánuð.

September sá næststærsti í ferðamennsku frá upphafi

Erlendir ferðamenn voru 3,3% færri í septembermánuði samanborið við sama tíma í fyrra, en alls fóru ríflega 42 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð. Þrátt fyrir þessa fækkun erlendra gesta er þetta annar stærsti septembermánuður frá upphafi talningar samkvæmt tölum sem Ferðamálastofa birti í morgun.

ÍLS lækkar áætlun sína um útgáfu íbúðabréfa á árinu

Íbúðalánasjóður (ÍLS) hefur lækkað áætlun sína um útgáfu íbúðabréfa til fjármögnunar nýrra útlána um 9 til 11 milljarða kr. frá fyrri áætlun sem gefin var út í júlí. Í endurskoðaðri útgáfuáætlun, sem sjóðurinn birti í morgun, er gert ráð fyrir 6 til 8 milljarða kr. útgáfu íbúðabréfa á seinasta fjórðungi ársins.

Fyrsta skuldabréfaútgáfa skráðs félags frá bankahruninu

Marel er fyrsta félagið, sem skráð er í kauphöllinni, til að setja skuldabréf á markaðinn frá bankahruninu s.l. haust. Í morgun var tekinn til viðskipta nýr skuldabréfaflokkur frá Marel að upphæð 3,6 milljarðar kr.

Gætum lent í greiðslufalli ef AGS fer úr landinu

Þorvaldur Gylfason prófessor segir að þeir sem vilji sparka Alþjóðagjaldeyrirssjóðnum úr landinu séu að leika sér að eldinum. „Við gætum vel þurft á láni AGS að halda til að forða því að Ísland lendi í greiðslufalli," segir Þorvaldur. „Slíkt yrði mikil auðmýking fyrir landið og þjóðina."

Gætu tapað hundruðum milljarða á nýrri löggjöf í Lettlandi

Sænskir og danskir bankar gætu tapað hundruðum milljarða kr. ef áform stjórnvalda í Lettlandi um nýja löggjöf fyrir íbúðaeigendur þar í landi verður að veruleika. Löggjöfin, sem nú er til umræðu á lettneska þinginu gengur út á að takmarka mjög möguleika bankanna á að fá íbúðalán sín endurgreidd.

Verðbólgumarkmið leiðir ekki til óhóflegra gengissveiflna

Dr. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans kemst að þeirri niðurstöðu í nýrri rannsóknarritgerð að verðbólgumarkmið leiði ekki til óhóflegra gengissveiflna. Ritgerðin er aðgengileg á vefsíðu bankans.

Tölvur og nettenging á 90% heimila landsins

Tölvur eru á 92% íslenskra heimila og 90% eru með nettengingu. Helmingur íslenskra heimila er með tvö sjónvarpstæki eða fleiri og 48% eru með flatskjá. Nær öll nettengd heimili eru með háhraðatengingu, eða 97%.

Sjá næstu 50 fréttir